Lenti vél Icelandair án heimildar eftir óhapp á Keflavíkurflugvelli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 22:10 Boeing 757-200 vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Samskonar vél og var lent án heimildar umræddan dag. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú tvö atvik sem komu upp á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraflugvél rann út af flugbrautarenda sem varð til þess að flugvöllurinn lokaðist. Vél Icelandair á leið frá Seattle á sama tíma var sett í biðflug vegna atviksins en flugmenn vélarinnar lentu henni á lokaðri flugbraut án heimildar. RÚV greindi fyrst frá. Þetta kemur fram í tveimur stöðuskýrslum nefndarinnar vegna atvikanna sem áttu sér stað þann 28. október á síðasta ári. Þar segir að snemma morguns þann dag hafi sjúkraflugvél lent á Keflavíkurflugvelli. Að lokinni lendingu ók flugmaður flugvélarinnar henni út að enda flugbrautarinnar, þar sem að flugumferðarstjóri hafði beðið hann að rýma flugbrautina á akvegi N við norðurenda flugbrautarinnar. Þegar flugvélin nálgaðist enda flugbrautarinnar, náði flugmaður hennar ekki að hægja nægilega á flugvélinni vegna hálku á flugbrautarendanum og rann flugvélin út af flugbrautarendanum og inn á öryggissvæði utan flugbrautarinnar. Stöðvaðist flugvélin að lokum við enda öryggissvæðisins. Á meðan unnið var að því að fjarlægja flugvélina, var flugbraut 01/19 á Keflavíkurflugvelli lokuð. Við það lokaðist flugvöllurinn þar sem að flugbrautum 10/28 hafði ekki verið haldið opnum þessa nótt. Rannsóknin nefndarinnar beindist að hálkuvörnum á Keflavíkurflugvelli. Lýsti yfir neyðarástandi Á sama tíma umræddan morgun var flugvél Icelandair á leið frá Seattle að nálgast Keflavíkurflugvöll. Eftir að flugvöllurinn lokaðist vegna sjúkraflugvélarinnar var Icelandair-vélin sett í biðflug nálægt Keflavíkurflugvelli. Á meðan á biðfluginu stóð lýsti flugstjóri flugvélar Icelandair yfir neyðarástandi og sagðist verða að lenda á flugbraut 01 á Keflavíkurflugvelli vegna lágrar eldsneytisstöðu. Skömmu síðar lenti flugvél TF-ISF, án heimildar, á lokaðri flugbraut 01 á Keflavíkurflugvelli. Rannsókn nefndarinnar á þessu atviki snýr meðal annars meðal annars að eldsneytismálum flugrekandans, undirbúningi flugsins, eldsneyti flugsins, veðri, þjónustustigi Keflavíkurflugvallar, hálkuvarna á Keflavíkurflugvelli, viðbragðsgetu við opnun varaflugvalla, viðbragðsgetu við hálkuvarnir varaflugvalla, sem og kerfislægra misbresta. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú tvö atvik sem komu upp á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraflugvél rann út af flugbrautarenda sem varð til þess að flugvöllurinn lokaðist. Vél Icelandair á leið frá Seattle á sama tíma var sett í biðflug vegna atviksins en flugmenn vélarinnar lentu henni á lokaðri flugbraut án heimildar. RÚV greindi fyrst frá. Þetta kemur fram í tveimur stöðuskýrslum nefndarinnar vegna atvikanna sem áttu sér stað þann 28. október á síðasta ári. Þar segir að snemma morguns þann dag hafi sjúkraflugvél lent á Keflavíkurflugvelli. Að lokinni lendingu ók flugmaður flugvélarinnar henni út að enda flugbrautarinnar, þar sem að flugumferðarstjóri hafði beðið hann að rýma flugbrautina á akvegi N við norðurenda flugbrautarinnar. Þegar flugvélin nálgaðist enda flugbrautarinnar, náði flugmaður hennar ekki að hægja nægilega á flugvélinni vegna hálku á flugbrautarendanum og rann flugvélin út af flugbrautarendanum og inn á öryggissvæði utan flugbrautarinnar. Stöðvaðist flugvélin að lokum við enda öryggissvæðisins. Á meðan unnið var að því að fjarlægja flugvélina, var flugbraut 01/19 á Keflavíkurflugvelli lokuð. Við það lokaðist flugvöllurinn þar sem að flugbrautum 10/28 hafði ekki verið haldið opnum þessa nótt. Rannsóknin nefndarinnar beindist að hálkuvörnum á Keflavíkurflugvelli. Lýsti yfir neyðarástandi Á sama tíma umræddan morgun var flugvél Icelandair á leið frá Seattle að nálgast Keflavíkurflugvöll. Eftir að flugvöllurinn lokaðist vegna sjúkraflugvélarinnar var Icelandair-vélin sett í biðflug nálægt Keflavíkurflugvelli. Á meðan á biðfluginu stóð lýsti flugstjóri flugvélar Icelandair yfir neyðarástandi og sagðist verða að lenda á flugbraut 01 á Keflavíkurflugvelli vegna lágrar eldsneytisstöðu. Skömmu síðar lenti flugvél TF-ISF, án heimildar, á lokaðri flugbraut 01 á Keflavíkurflugvelli. Rannsókn nefndarinnar á þessu atviki snýr meðal annars meðal annars að eldsneytismálum flugrekandans, undirbúningi flugsins, eldsneyti flugsins, veðri, þjónustustigi Keflavíkurflugvallar, hálkuvarna á Keflavíkurflugvelli, viðbragðsgetu við opnun varaflugvalla, viðbragðsgetu við hálkuvarnir varaflugvalla, sem og kerfislægra misbresta.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent