Sagnfræðingar biðla til bóksala vegna nasistabókar Sylvía Hall skrifar 29. október 2020 21:38 Tröllasaga tuttugustu aldarinnar eins og hún kemur fyrir í Bókatíðindum. Sagnfræðingar gagnrýna mjög að henni sé stillt upp sem fræðibók og hvetja bóksala til þess að taka hana ekki í sölu. Bókatíðindi Hópur sagnfræðinga og sagnfræðinema hefur skrifað undir áskorun til bóksala þar sem skorað er á þá að taka bókina Tröllasaga tuttugustu aldarinnar ekki í sölu. Þau segja bókina grófa sögufölsun og fasískan áróður, líkt og önnur rit sem afneita Helförinni. Bókin er alræmd en hún kom út árið 1976 og er þar dregið í efa að helför nasista í seinni heimstyrjöldinni hafi átt sér stað. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum undirskriftasöfnunarinnar var hún sett í loftið í dag og er stefnt að afhenda þær á morgun. Þegar þetta er skrifað hafa yfir hundrað skrifað undir. Bókin var auglýst í Bókatíðindum sem fræðibók, en hún hefur verið bönnuð í Kanda og er X-merkt í Þýskalandi, sem þýðir að ekki megi auglýsa hana með nokkrum hætti. Amazon hefur fjarlægt bókina af sölusíðum sínum bæði í Bandaríkjunum sem og á Bretlandseyjum. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, sagði í samtali við Vísi á dögunum að engin ritskoðun ætti sér stað í Bókatíðindum og að hornsteinn bókaútgáfa væri prent- og tjáningarfrelsi. Hann væri þó með því ekki að verja efnistök bókarinnar. „Fasískar áróðursbækur eiga fátt skylt með fræðiritum“ Í áskorun sagnfræðinganna segja þeir óhjákvæmilegt að bókin verði lögð að jöfnu við fræðirit, þar sem henni hafi verið stillt upp við hlið slíkra. Slík uppstilling væri jafnframt vanvirðing við það fræðafólk sem gæfi út bækur þessi jól. „Enn fremur yrði sala bókarinnar, undir því yfirskini að hún sé fræðirit, vatn á myllu gyðingahaturs og fasískra stjórnmálaafla,“ segir í áskoruninni. Þau segja gagnrýni sína ekki snúast um ritskoðun, enda vilji þau ekki banna bókina. Þau séu eingöngu að fara fram á það að bóksalar hafi ekki milligöngu um að „vekja athygli á og dreifa bók sem afneitar einum hörmulegasta atburði tuttugustu aldar.“ „Sala á bókinni myndi stuðla að því að búa til markað og umræðugrundvöll fyrir fasískan áróður á Íslandi sem og styrkja fjárhagslegan bakgrunn slíkra afla. Skoðana- og tjáningarfrelsi tryggir ekki útgefendum nasistaáróðurs skilyrðislausan rétt til að fá bækur sínar seldar í bókabúðum.“ Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Hópur sagnfræðinga og sagnfræðinema hefur skrifað undir áskorun til bóksala þar sem skorað er á þá að taka bókina Tröllasaga tuttugustu aldarinnar ekki í sölu. Þau segja bókina grófa sögufölsun og fasískan áróður, líkt og önnur rit sem afneita Helförinni. Bókin er alræmd en hún kom út árið 1976 og er þar dregið í efa að helför nasista í seinni heimstyrjöldinni hafi átt sér stað. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum undirskriftasöfnunarinnar var hún sett í loftið í dag og er stefnt að afhenda þær á morgun. Þegar þetta er skrifað hafa yfir hundrað skrifað undir. Bókin var auglýst í Bókatíðindum sem fræðibók, en hún hefur verið bönnuð í Kanda og er X-merkt í Þýskalandi, sem þýðir að ekki megi auglýsa hana með nokkrum hætti. Amazon hefur fjarlægt bókina af sölusíðum sínum bæði í Bandaríkjunum sem og á Bretlandseyjum. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, sagði í samtali við Vísi á dögunum að engin ritskoðun ætti sér stað í Bókatíðindum og að hornsteinn bókaútgáfa væri prent- og tjáningarfrelsi. Hann væri þó með því ekki að verja efnistök bókarinnar. „Fasískar áróðursbækur eiga fátt skylt með fræðiritum“ Í áskorun sagnfræðinganna segja þeir óhjákvæmilegt að bókin verði lögð að jöfnu við fræðirit, þar sem henni hafi verið stillt upp við hlið slíkra. Slík uppstilling væri jafnframt vanvirðing við það fræðafólk sem gæfi út bækur þessi jól. „Enn fremur yrði sala bókarinnar, undir því yfirskini að hún sé fræðirit, vatn á myllu gyðingahaturs og fasískra stjórnmálaafla,“ segir í áskoruninni. Þau segja gagnrýni sína ekki snúast um ritskoðun, enda vilji þau ekki banna bókina. Þau séu eingöngu að fara fram á það að bóksalar hafi ekki milligöngu um að „vekja athygli á og dreifa bók sem afneitar einum hörmulegasta atburði tuttugustu aldar.“ „Sala á bókinni myndi stuðla að því að búa til markað og umræðugrundvöll fyrir fasískan áróður á Íslandi sem og styrkja fjárhagslegan bakgrunn slíkra afla. Skoðana- og tjáningarfrelsi tryggir ekki útgefendum nasistaáróðurs skilyrðislausan rétt til að fá bækur sínar seldar í bókabúðum.“
Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira