Sagnfræðingar biðla til bóksala vegna nasistabókar Sylvía Hall skrifar 29. október 2020 21:38 Tröllasaga tuttugustu aldarinnar eins og hún kemur fyrir í Bókatíðindum. Sagnfræðingar gagnrýna mjög að henni sé stillt upp sem fræðibók og hvetja bóksala til þess að taka hana ekki í sölu. Bókatíðindi Hópur sagnfræðinga og sagnfræðinema hefur skrifað undir áskorun til bóksala þar sem skorað er á þá að taka bókina Tröllasaga tuttugustu aldarinnar ekki í sölu. Þau segja bókina grófa sögufölsun og fasískan áróður, líkt og önnur rit sem afneita Helförinni. Bókin er alræmd en hún kom út árið 1976 og er þar dregið í efa að helför nasista í seinni heimstyrjöldinni hafi átt sér stað. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum undirskriftasöfnunarinnar var hún sett í loftið í dag og er stefnt að afhenda þær á morgun. Þegar þetta er skrifað hafa yfir hundrað skrifað undir. Bókin var auglýst í Bókatíðindum sem fræðibók, en hún hefur verið bönnuð í Kanda og er X-merkt í Þýskalandi, sem þýðir að ekki megi auglýsa hana með nokkrum hætti. Amazon hefur fjarlægt bókina af sölusíðum sínum bæði í Bandaríkjunum sem og á Bretlandseyjum. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, sagði í samtali við Vísi á dögunum að engin ritskoðun ætti sér stað í Bókatíðindum og að hornsteinn bókaútgáfa væri prent- og tjáningarfrelsi. Hann væri þó með því ekki að verja efnistök bókarinnar. „Fasískar áróðursbækur eiga fátt skylt með fræðiritum“ Í áskorun sagnfræðinganna segja þeir óhjákvæmilegt að bókin verði lögð að jöfnu við fræðirit, þar sem henni hafi verið stillt upp við hlið slíkra. Slík uppstilling væri jafnframt vanvirðing við það fræðafólk sem gæfi út bækur þessi jól. „Enn fremur yrði sala bókarinnar, undir því yfirskini að hún sé fræðirit, vatn á myllu gyðingahaturs og fasískra stjórnmálaafla,“ segir í áskoruninni. Þau segja gagnrýni sína ekki snúast um ritskoðun, enda vilji þau ekki banna bókina. Þau séu eingöngu að fara fram á það að bóksalar hafi ekki milligöngu um að „vekja athygli á og dreifa bók sem afneitar einum hörmulegasta atburði tuttugustu aldar.“ „Sala á bókinni myndi stuðla að því að búa til markað og umræðugrundvöll fyrir fasískan áróður á Íslandi sem og styrkja fjárhagslegan bakgrunn slíkra afla. Skoðana- og tjáningarfrelsi tryggir ekki útgefendum nasistaáróðurs skilyrðislausan rétt til að fá bækur sínar seldar í bókabúðum.“ Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Hópur sagnfræðinga og sagnfræðinema hefur skrifað undir áskorun til bóksala þar sem skorað er á þá að taka bókina Tröllasaga tuttugustu aldarinnar ekki í sölu. Þau segja bókina grófa sögufölsun og fasískan áróður, líkt og önnur rit sem afneita Helförinni. Bókin er alræmd en hún kom út árið 1976 og er þar dregið í efa að helför nasista í seinni heimstyrjöldinni hafi átt sér stað. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum undirskriftasöfnunarinnar var hún sett í loftið í dag og er stefnt að afhenda þær á morgun. Þegar þetta er skrifað hafa yfir hundrað skrifað undir. Bókin var auglýst í Bókatíðindum sem fræðibók, en hún hefur verið bönnuð í Kanda og er X-merkt í Þýskalandi, sem þýðir að ekki megi auglýsa hana með nokkrum hætti. Amazon hefur fjarlægt bókina af sölusíðum sínum bæði í Bandaríkjunum sem og á Bretlandseyjum. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, sagði í samtali við Vísi á dögunum að engin ritskoðun ætti sér stað í Bókatíðindum og að hornsteinn bókaútgáfa væri prent- og tjáningarfrelsi. Hann væri þó með því ekki að verja efnistök bókarinnar. „Fasískar áróðursbækur eiga fátt skylt með fræðiritum“ Í áskorun sagnfræðinganna segja þeir óhjákvæmilegt að bókin verði lögð að jöfnu við fræðirit, þar sem henni hafi verið stillt upp við hlið slíkra. Slík uppstilling væri jafnframt vanvirðing við það fræðafólk sem gæfi út bækur þessi jól. „Enn fremur yrði sala bókarinnar, undir því yfirskini að hún sé fræðirit, vatn á myllu gyðingahaturs og fasískra stjórnmálaafla,“ segir í áskoruninni. Þau segja gagnrýni sína ekki snúast um ritskoðun, enda vilji þau ekki banna bókina. Þau séu eingöngu að fara fram á það að bóksalar hafi ekki milligöngu um að „vekja athygli á og dreifa bók sem afneitar einum hörmulegasta atburði tuttugustu aldar.“ „Sala á bókinni myndi stuðla að því að búa til markað og umræðugrundvöll fyrir fasískan áróður á Íslandi sem og styrkja fjárhagslegan bakgrunn slíkra afla. Skoðana- og tjáningarfrelsi tryggir ekki útgefendum nasistaáróðurs skilyrðislausan rétt til að fá bækur sínar seldar í bókabúðum.“
Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira