Erlent

Lög­regla skaut á­rásar­mann til bana í Avignon

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Avignon í suðausturhluta Frakklands.
Frá Avignon í suðausturhluta Frakklands. Getty

Maður vopnaður hnífi var skotinn til bana af lögreglu í frönsku borginni Avignon um klukkan 11:15 í morgun að staðartíma eftir að sá hafði reynt að stinga lögreglumenn á götu úti.

Europa 1 greinir frá þessu, en lögregla í Avignon staðfestir að maður hafi verið skotinn og hann drepinn.

Árás mannsins var gerð um tveimur tímum eftir árásina í Notre Dame í Nice þar sem þrír voru drepnir af árásarmanni í hnífaárás. Segir Reuters frá því að þar hafi meðal annars kona verið afhöfðuð.

AFP segir sömuleiðis frá því að maður hafi ráðist á öryggisvörð franskrar ræðismannsskrifstofu í Jeddah í Sádi-Arabíu í morgun. Árásarmaðurinn þar ku vera sádí-arabískur ríkisborgari og nú í haldi lögreglu. Öryggisvörðurinn er ekki lífshættulega særður, en hann var fluttur á sjúkrahús, að því er fram kemur í orðsendingu frá franska sendiráðinu í Sádi-Arabíu til AFP.

Árásir dagsins koma tæpum tveimur vikum frá því að fréttir bárust af því að átján ára piltur hafi afhöfðað kennarann Samuel Paty í úthverfi Parísar, að því er virðist vegna þess að kennarinn hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni.


Tengdar fréttir

Þrír látnir eftir árás við kirkju í Nice

Að minnsta kosti þrír eru látnir og nokkrir eru særðir eftir hnífstunguárás við Notre Dame í miðborg frönsku borgarinnar Nice í morgun. Borgarstjóri segir að um mögulega hryðjuverkaárás sé að ræða.

Múslimar víða reiðir Macron

Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×