„Þetta sem gerðist á Landakoti er auðvitað grafalvarlegt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. október 2020 18:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra Vísir/Sigurjón Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fráfall einstaklings í dag sem smitaðist af Covid-19 í hópsýkingunni á Landakoti og þróun sýkingarinnar þar sem æ fleiri reynast smitaðir gera málið æ alvarlegra. „Alvarleiki málsins verður meiri eftir því sem áhrifin þyngjast og spítalinn er klár á því eins og samfélagið allt. Því miður er þessi faraldur þannig að hann heggur bæði í heilsu og líf og þess vegna er svo mikilvægt að freista þess að ná utan um hann og þetta sem gerðist á Landakoti er auðvitað grafalvarlegt,“ segir Svandís. Treystir yfirstjórn og starfsfólki spítalans Eins og fram hefur komið hafa komið upp smit hjá starfsfólki og sjúklingum á fjórum deildum Landakots. Heimsóknir aðstandenda voru leyfðar og næturvakt fór á milli tveggja deilda áður en hópsýkingin kom upp í síðustu viku en í fyrri bylgju faraldursins var það óheimilt vegna sýkingavarna. Fram hefur komið að hópsmitið nú hafi komið starfsfólki að óvörum því miklar sóttvarnir hafi verið viðhafðar. Þeir starfsmenn sem fréttastofa hefur haft samband við vilja fá ítarlega greiningu á því hvað gerðist. „Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en stjórn spítalans fari ofan í saumanna á allri þessari atburðarás. Ég ber fullt traust til forystu Landspítalans og það er engin betur til þess fallin en hún til að stýra spítalanum. Allt starfsfólk er að leggja sig fram, en þessi veira er algjört skaðræði og eina leiðin til að ná tökum á henni er með þolgæði og úthaldi,“ segir Svandís. Sífellt fleiri smitast Nú hafa alls 57 starfsmenn og 60 sjúklingar greinst smitaðir í tengslum við hópsýkinguna á Landakoti eða 117 manns. Flestir hafa smitast á Landakoti en einnig á Reykjalundi og Sólvöllum. Þá hefur komið fram hjá sóttvarnalækni að hópsýkingin sé farin að dreifa sér í samfélaginu. Tugir starfsmanna sem voru í vinnusóttkví hafa greinst smitaðir í vikunni, þá er fólk í vinnu í sóttkví en í hlífðarfatnaði og með veirumaska sem gefur enn meiri vörn en hefðbundinn maski. Aðspurð um hvort það geti verið hætta á að fólk smiti þó það sé í slíkum hlífðarfatnaði segir Svandís: „Þegar ástandið er eins og núna, það er heimsfaraldur og neyðarstig á Landspítalanum þá hefur í raun og veru farsóttarnefnd Landspítalans tekið stjórnin á því sem þar fer fram ásamt forstjóra spítalans. Þar er meðal annars fjallað um sóttvarnir og ég held að það sé engin í landinu betur til þess fallin en að halda utan um þessi mál en einmitt þau og ég treysti spítalanum í þessu máli,“ segir Svandís. Aðspurð um hvort eðlilegt að aðstandendur hafi fengið heimsækja sjúklinga á Landakoti en svo hefur verið frá því í sumar og þar til hópsýkingin í síðustu viku kom upp, svarar Svandís. „Við erum alltaf endurmeta aðgerðir okkar. Við gripum til mjög afgerandi aðgerða varðandi heimsóknarbann í fyrstu bylgju faraldursins. Við nálguðumst það svo með öðrum hætti í sumar í samstarfi við hjúkrunarheimilin því það voru fleiri sjónarmið sem komu til skoðunnar en sóttvarnarsjónarmiðin. Það er sjónarmið sem lúta að andlegri heilsu sjúklinga og vellíðan og þau þarf líka að skoða ig virða,“ segir Svandís. Hún segir jafnframt að uppbygging sóttvarnahólfa á spítalanum lúti stjórn spítalans og sé ekki á sínu borði. Alvarlegt að hjarta íslenskrar heilbrigðisþjónustu sé á neyðarstigi „Það að flaggskip okkar í heilbrigðisþjónustu sjálfur Landspítalinn sé nú kominn á neyðarstig mun örugglega hafa áhrif um allt samfélagið því þetta er öryggisventill okkar þegar kemur að alvarlegum heilsufarsvanda. Það er mjög alvarleg staða komin upp þegar þessi staður, þetta hjarta íslenskrar heilbrigðisþjónustu er komið á neyðarstig,“ segir Svandís að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir 117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46 Starfsfólk í sóttkví B á Landakoti byrjað að veikjast Starfsmenn á Landakoti unnu á fleiri en einni deild þegar hópsýkingin kom upp í síðustu viku, ólíkt því sem var í vor þegar fólki var óheimilt að fara á milli deilda vegna sýkingavarna. Þetta herma heimildir fréttastofu. Starfsmenn telja eðlilegt að spítalinn fari í rótargreiningu á hópsýkingunni. 28. október 2020 13:01 Lést af völdum Covid-19 Einn lést af völdum Covid-19 hér á landi síðasta sólarhring. 28. október 2020 11:38 Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48 „Atburðarásin bendir til að eitthvað hafi mátt betur fara“ Tæplega níutíu manns hafa smitast í hópsýkingu sem tengist Landakoti. Yfirmaður sýkingavarna á spítalanum segir atburðarásina benda til að eitthvað hefði mátt betur fara í sýkingavörnum. 27. október 2020 18:54 Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fráfall einstaklings í dag sem smitaðist af Covid-19 í hópsýkingunni á Landakoti og þróun sýkingarinnar þar sem æ fleiri reynast smitaðir gera málið æ alvarlegra. „Alvarleiki málsins verður meiri eftir því sem áhrifin þyngjast og spítalinn er klár á því eins og samfélagið allt. Því miður er þessi faraldur þannig að hann heggur bæði í heilsu og líf og þess vegna er svo mikilvægt að freista þess að ná utan um hann og þetta sem gerðist á Landakoti er auðvitað grafalvarlegt,“ segir Svandís. Treystir yfirstjórn og starfsfólki spítalans Eins og fram hefur komið hafa komið upp smit hjá starfsfólki og sjúklingum á fjórum deildum Landakots. Heimsóknir aðstandenda voru leyfðar og næturvakt fór á milli tveggja deilda áður en hópsýkingin kom upp í síðustu viku en í fyrri bylgju faraldursins var það óheimilt vegna sýkingavarna. Fram hefur komið að hópsmitið nú hafi komið starfsfólki að óvörum því miklar sóttvarnir hafi verið viðhafðar. Þeir starfsmenn sem fréttastofa hefur haft samband við vilja fá ítarlega greiningu á því hvað gerðist. „Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en stjórn spítalans fari ofan í saumanna á allri þessari atburðarás. Ég ber fullt traust til forystu Landspítalans og það er engin betur til þess fallin en hún til að stýra spítalanum. Allt starfsfólk er að leggja sig fram, en þessi veira er algjört skaðræði og eina leiðin til að ná tökum á henni er með þolgæði og úthaldi,“ segir Svandís. Sífellt fleiri smitast Nú hafa alls 57 starfsmenn og 60 sjúklingar greinst smitaðir í tengslum við hópsýkinguna á Landakoti eða 117 manns. Flestir hafa smitast á Landakoti en einnig á Reykjalundi og Sólvöllum. Þá hefur komið fram hjá sóttvarnalækni að hópsýkingin sé farin að dreifa sér í samfélaginu. Tugir starfsmanna sem voru í vinnusóttkví hafa greinst smitaðir í vikunni, þá er fólk í vinnu í sóttkví en í hlífðarfatnaði og með veirumaska sem gefur enn meiri vörn en hefðbundinn maski. Aðspurð um hvort það geti verið hætta á að fólk smiti þó það sé í slíkum hlífðarfatnaði segir Svandís: „Þegar ástandið er eins og núna, það er heimsfaraldur og neyðarstig á Landspítalanum þá hefur í raun og veru farsóttarnefnd Landspítalans tekið stjórnin á því sem þar fer fram ásamt forstjóra spítalans. Þar er meðal annars fjallað um sóttvarnir og ég held að það sé engin í landinu betur til þess fallin en að halda utan um þessi mál en einmitt þau og ég treysti spítalanum í þessu máli,“ segir Svandís. Aðspurð um hvort eðlilegt að aðstandendur hafi fengið heimsækja sjúklinga á Landakoti en svo hefur verið frá því í sumar og þar til hópsýkingin í síðustu viku kom upp, svarar Svandís. „Við erum alltaf endurmeta aðgerðir okkar. Við gripum til mjög afgerandi aðgerða varðandi heimsóknarbann í fyrstu bylgju faraldursins. Við nálguðumst það svo með öðrum hætti í sumar í samstarfi við hjúkrunarheimilin því það voru fleiri sjónarmið sem komu til skoðunnar en sóttvarnarsjónarmiðin. Það er sjónarmið sem lúta að andlegri heilsu sjúklinga og vellíðan og þau þarf líka að skoða ig virða,“ segir Svandís. Hún segir jafnframt að uppbygging sóttvarnahólfa á spítalanum lúti stjórn spítalans og sé ekki á sínu borði. Alvarlegt að hjarta íslenskrar heilbrigðisþjónustu sé á neyðarstigi „Það að flaggskip okkar í heilbrigðisþjónustu sjálfur Landspítalinn sé nú kominn á neyðarstig mun örugglega hafa áhrif um allt samfélagið því þetta er öryggisventill okkar þegar kemur að alvarlegum heilsufarsvanda. Það er mjög alvarleg staða komin upp þegar þessi staður, þetta hjarta íslenskrar heilbrigðisþjónustu er komið á neyðarstig,“ segir Svandís að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir 117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46 Starfsfólk í sóttkví B á Landakoti byrjað að veikjast Starfsmenn á Landakoti unnu á fleiri en einni deild þegar hópsýkingin kom upp í síðustu viku, ólíkt því sem var í vor þegar fólki var óheimilt að fara á milli deilda vegna sýkingavarna. Þetta herma heimildir fréttastofu. Starfsmenn telja eðlilegt að spítalinn fari í rótargreiningu á hópsýkingunni. 28. október 2020 13:01 Lést af völdum Covid-19 Einn lést af völdum Covid-19 hér á landi síðasta sólarhring. 28. október 2020 11:38 Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48 „Atburðarásin bendir til að eitthvað hafi mátt betur fara“ Tæplega níutíu manns hafa smitast í hópsýkingu sem tengist Landakoti. Yfirmaður sýkingavarna á spítalanum segir atburðarásina benda til að eitthvað hefði mátt betur fara í sýkingavörnum. 27. október 2020 18:54 Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46
Starfsfólk í sóttkví B á Landakoti byrjað að veikjast Starfsmenn á Landakoti unnu á fleiri en einni deild þegar hópsýkingin kom upp í síðustu viku, ólíkt því sem var í vor þegar fólki var óheimilt að fara á milli deilda vegna sýkingavarna. Þetta herma heimildir fréttastofu. Starfsmenn telja eðlilegt að spítalinn fari í rótargreiningu á hópsýkingunni. 28. október 2020 13:01
Lést af völdum Covid-19 Einn lést af völdum Covid-19 hér á landi síðasta sólarhring. 28. október 2020 11:38
Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48
„Atburðarásin bendir til að eitthvað hafi mátt betur fara“ Tæplega níutíu manns hafa smitast í hópsýkingu sem tengist Landakoti. Yfirmaður sýkingavarna á spítalanum segir atburðarásina benda til að eitthvað hefði mátt betur fara í sýkingavörnum. 27. október 2020 18:54
Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14