Hefja söfnun fyrir konuna sem missti hunda sína sex í eldsvoða Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2020 15:30 Fjórir af hundunum sex sem brunnu inni í gær sjást hér á mynd. Hrundið hefur verið af stað söfnun fyrir konu sem missti sex hunda sína í eldsvoða í Kópavogi í gær. Skipuleggjendur söfnunarinnar segja tjón konunnar mikið, bæði tilfinninga- og efnislegt. Konan, Erna Óladóttir Christiansen, ræktar hunda af tegundinni Russian toy og heldur úti ræktun undir merkjum Great Icelandic Toy. Margir hundar voru því á heimilinu þegar eldurinn kviknaði í gær, alls tíu, en þar af brunnu sex inni. Hundarnir hétu Echo, Abby, Mona, Oriana, Ohana og Moli. „Í brunanum sem var í Kópavogi í gær missti ung kona heimili sitt og 6 af hundabörnunum hennar dóu af völdum brunans. Það tókst að bjarga 4 hundum. Þessi unga, duglega og yndislega kona missti því bæði heimili sitt og hluta af börnunum sínum í þessum hræðilega atburði,“ segir í færslu Sögu Matthildar Árnadóttur, vinkonu Ernu, inni á Facebook-hópnum Hundasamfélaginu í dag. Hinir hundarnir tveir sem týndu lífi í brunanum. Saga er ein þeirra sem heldur utan um söfnunina en um er að ræða sameiginlegt átak þeirra sem eiga hunda úr ræktun Ernu. Söfnuninni er ætlað að safna fé til þess að aðstoða Ernu, fjölskyldu hennar og eftirlifandi hundana fjóra, sem allir þurftu á aðhlynningu dýralækna að halda eftir brunann í gær. „Þetta eru algjörlega frjáls framlög og allt fer beint til Ernu til þess að gera henni kleift að kaupa það sem vantar og komast aftur á fæturna eftir þetta stóra áfall,“ segir Saga í færslunni. Erna hefur sjálf lýst því á samfélagsmiðlum eftir brunann í dag að áfallið sé gríðarlegt. Hundarnir sem komust lífs af eigi langt bataferli fyrir höndum. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á eftirfarandi reikning: Kennitala: 240797-2089 Reikningsnúmer: 0130-26-3831 Eldurinn í húsi Ernu er talinn hafa kviknað út frá lampa, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá hefur komið fram að húsið er talsvert skemmt eftir brunann. Reikningsupplýsingar í fréttinni hafa verið uppfærðar. Dýr Slökkvilið Kópavogur Tengdar fréttir Hundarnir sem björguðust úr brunanum braggast vel Hundarnir sem björguðust úr bruna í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi í gær braggast vel, að því er fram kemur í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook í dag. 28. október 2020 13:38 Talið að eldurinn hafi kviknað út frá lampa Talið er að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi síðdegis í gær hafi kviknað út frá lampa. 28. október 2020 13:11 Sex hundar brunnu inni í Kópavogi Fjórum hundum var hins vegar bjargað úr brunanum, líkt og greint var frá í gær, og þeir fluttir til skoðunar hjá dýralækni. 28. október 2020 10:29 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Hrundið hefur verið af stað söfnun fyrir konu sem missti sex hunda sína í eldsvoða í Kópavogi í gær. Skipuleggjendur söfnunarinnar segja tjón konunnar mikið, bæði tilfinninga- og efnislegt. Konan, Erna Óladóttir Christiansen, ræktar hunda af tegundinni Russian toy og heldur úti ræktun undir merkjum Great Icelandic Toy. Margir hundar voru því á heimilinu þegar eldurinn kviknaði í gær, alls tíu, en þar af brunnu sex inni. Hundarnir hétu Echo, Abby, Mona, Oriana, Ohana og Moli. „Í brunanum sem var í Kópavogi í gær missti ung kona heimili sitt og 6 af hundabörnunum hennar dóu af völdum brunans. Það tókst að bjarga 4 hundum. Þessi unga, duglega og yndislega kona missti því bæði heimili sitt og hluta af börnunum sínum í þessum hræðilega atburði,“ segir í færslu Sögu Matthildar Árnadóttur, vinkonu Ernu, inni á Facebook-hópnum Hundasamfélaginu í dag. Hinir hundarnir tveir sem týndu lífi í brunanum. Saga er ein þeirra sem heldur utan um söfnunina en um er að ræða sameiginlegt átak þeirra sem eiga hunda úr ræktun Ernu. Söfnuninni er ætlað að safna fé til þess að aðstoða Ernu, fjölskyldu hennar og eftirlifandi hundana fjóra, sem allir þurftu á aðhlynningu dýralækna að halda eftir brunann í gær. „Þetta eru algjörlega frjáls framlög og allt fer beint til Ernu til þess að gera henni kleift að kaupa það sem vantar og komast aftur á fæturna eftir þetta stóra áfall,“ segir Saga í færslunni. Erna hefur sjálf lýst því á samfélagsmiðlum eftir brunann í dag að áfallið sé gríðarlegt. Hundarnir sem komust lífs af eigi langt bataferli fyrir höndum. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á eftirfarandi reikning: Kennitala: 240797-2089 Reikningsnúmer: 0130-26-3831 Eldurinn í húsi Ernu er talinn hafa kviknað út frá lampa, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá hefur komið fram að húsið er talsvert skemmt eftir brunann. Reikningsupplýsingar í fréttinni hafa verið uppfærðar.
Dýr Slökkvilið Kópavogur Tengdar fréttir Hundarnir sem björguðust úr brunanum braggast vel Hundarnir sem björguðust úr bruna í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi í gær braggast vel, að því er fram kemur í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook í dag. 28. október 2020 13:38 Talið að eldurinn hafi kviknað út frá lampa Talið er að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi síðdegis í gær hafi kviknað út frá lampa. 28. október 2020 13:11 Sex hundar brunnu inni í Kópavogi Fjórum hundum var hins vegar bjargað úr brunanum, líkt og greint var frá í gær, og þeir fluttir til skoðunar hjá dýralækni. 28. október 2020 10:29 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Hundarnir sem björguðust úr brunanum braggast vel Hundarnir sem björguðust úr bruna í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi í gær braggast vel, að því er fram kemur í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook í dag. 28. október 2020 13:38
Talið að eldurinn hafi kviknað út frá lampa Talið er að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi síðdegis í gær hafi kviknað út frá lampa. 28. október 2020 13:11
Sex hundar brunnu inni í Kópavogi Fjórum hundum var hins vegar bjargað úr brunanum, líkt og greint var frá í gær, og þeir fluttir til skoðunar hjá dýralækni. 28. október 2020 10:29