Njósnir Liverpool um Ísak Bergmann í slúðrinu hjá BBC Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 09:30 Ísak Bergmann Jóhannesson í treyju Norrköping en svo gæti farið að félagið selji strákinn á næstunni. Instagram/@ifknorrkoping Þær verða háværari og háværari fréttirnar frá Svíþjóð um áhuga stórliðanna á íslenska unglingalandsliðsmanninum Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Sænsku blöðin Expressen og Aftonbladet fjalla bæði um njósnir Liverpool og áhuga liða eins og Manchester United og Juventus á stráknum. Þetta ratar síðan alla leið inn í slúðrið hjá breska ríkisútvarpinu í dag. Liverpool are believed to be the latest club to scout Iceland Under-21s midfielder Isak Bergmann Johannesson.Latest football gossip https://t.co/puOX4Nkuho #bbcfootball #LFC pic.twitter.com/b0M3VWTDgw— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Expressen talar um áhuga risalið á tveimur ungum leikmönnum í sænsku deildinni, hinum sautján ára gamla Ísaki Bergmann Jóhannessyni hjá IFK Norrköping og hinum átján ára gamla Paulos Abraham hjá AIK. Expressen segir frá fréttum af því að bæði Manchester United og Juventus hafi sent sína njósnara til að sjá Ísak Bergmann spila. Stóru liðin hafa ekki sama áhuga á Paulos Abraham sem er orðaður við lið eins og Fiorentina og Feyenoord. Stig Torbjörnsen, yfirnjósnari IFK Norrköping, ræddi komu njósnara Liverpool á síðasta leik Norrköping en þar var á ferðinni maður að nafni Mads Jörgensen. „Þú getur nefnt öll tíu bestu félögin í Evrópu. Það hafa allir komið til að skoða hann og þau eru öll forvitin. Þannig virkar þetta þegar svona ungur leikmaður spilar vel í svona langan tíma,“ sagði Stig Torbjörnsen við Expressen. „Hann hefur spilað með 21 árs landsliði Íslands og saga Norrköping með unga leikmenn er vel þekkt. Liverpool er eitt af þessum félögum en það eru önnur líka. Þetta er bara skemmtilegt fyrir félagið sem og fyrir Ísak sjálfan,“ sagði Torbjörnsen en getur Norrköping haldið Ísaki í vetur. „Það er erfitt að segja. Félag með mikla peninga getur birst á morgun eða eftir sex mánuði. Það góða er að Ísak er rólegur yfir þessu. Hhann fær góð ráð og á góða fjölskyldu. Það er ekkert stress hjá Norrköping og það mikilvægasta er að taka rétta ákvörðun og taka sinn tíma,“ sagði Stig Torbjörnsen við Expressen. 17 year-old Ísak Bergmann Jóhannesson in his first full season for Norrköping in the Allsvenskan: 23 Games 3 Goals 8 Assists In the last week both Liverpool and #MUFC have sent scouts to watch the young Icelandic U21 international. pic.twitter.com/BegpsU3K4X— Soccer Manager Games (@SoccerManager) October 27, 2020 Enski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira
Þær verða háværari og háværari fréttirnar frá Svíþjóð um áhuga stórliðanna á íslenska unglingalandsliðsmanninum Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Sænsku blöðin Expressen og Aftonbladet fjalla bæði um njósnir Liverpool og áhuga liða eins og Manchester United og Juventus á stráknum. Þetta ratar síðan alla leið inn í slúðrið hjá breska ríkisútvarpinu í dag. Liverpool are believed to be the latest club to scout Iceland Under-21s midfielder Isak Bergmann Johannesson.Latest football gossip https://t.co/puOX4Nkuho #bbcfootball #LFC pic.twitter.com/b0M3VWTDgw— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Expressen talar um áhuga risalið á tveimur ungum leikmönnum í sænsku deildinni, hinum sautján ára gamla Ísaki Bergmann Jóhannessyni hjá IFK Norrköping og hinum átján ára gamla Paulos Abraham hjá AIK. Expressen segir frá fréttum af því að bæði Manchester United og Juventus hafi sent sína njósnara til að sjá Ísak Bergmann spila. Stóru liðin hafa ekki sama áhuga á Paulos Abraham sem er orðaður við lið eins og Fiorentina og Feyenoord. Stig Torbjörnsen, yfirnjósnari IFK Norrköping, ræddi komu njósnara Liverpool á síðasta leik Norrköping en þar var á ferðinni maður að nafni Mads Jörgensen. „Þú getur nefnt öll tíu bestu félögin í Evrópu. Það hafa allir komið til að skoða hann og þau eru öll forvitin. Þannig virkar þetta þegar svona ungur leikmaður spilar vel í svona langan tíma,“ sagði Stig Torbjörnsen við Expressen. „Hann hefur spilað með 21 árs landsliði Íslands og saga Norrköping með unga leikmenn er vel þekkt. Liverpool er eitt af þessum félögum en það eru önnur líka. Þetta er bara skemmtilegt fyrir félagið sem og fyrir Ísak sjálfan,“ sagði Torbjörnsen en getur Norrköping haldið Ísaki í vetur. „Það er erfitt að segja. Félag með mikla peninga getur birst á morgun eða eftir sex mánuði. Það góða er að Ísak er rólegur yfir þessu. Hhann fær góð ráð og á góða fjölskyldu. Það er ekkert stress hjá Norrköping og það mikilvægasta er að taka rétta ákvörðun og taka sinn tíma,“ sagði Stig Torbjörnsen við Expressen. 17 year-old Ísak Bergmann Jóhannesson in his first full season for Norrköping in the Allsvenskan: 23 Games 3 Goals 8 Assists In the last week both Liverpool and #MUFC have sent scouts to watch the young Icelandic U21 international. pic.twitter.com/BegpsU3K4X— Soccer Manager Games (@SoccerManager) October 27, 2020
Enski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira