Los Angeles borg á nú líka meistaralið hafnaboltans í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 11:31 Leikmenn Los Angeles Dodgers fagna sigrinum á Tampa Bay Rays í nótt. AP/Tony Gutierrez Tvö fornfræg íþróttafélög í Los Angeles borg í Bandaríkjunum hafa unnið langþráða titla á síðustu vikum. Los Angeles Dodgers liðið varð í gær bandarískur hafnaboltameistari eftir 3-1 sigur á Tampa Bay Rays í sjötta leik úrslitanna í gær en þau ganga undir nafninu World Series í Bandaríkjunum. Dodgers liðið vann þar með úrslitaeinvígið 4-2 en liðið vann tvo síðustu leikina eftir að hafa komist í bæði 1-0 og 2-1. Corey Seager var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Það er óhætt að segja að Los Angeles Dodgers hafi verið búið að bíða eftir þessum titil því félagið var þarna að vinna sinn fyrsta meistaratitil í 32 ár eða frá árinu 1988. The final out. #WorldSeries pic.twitter.com/d0rOut8iJN— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 Þetta er sjöundi meistaratitill Los Angeles Dodgers í sögunni en félagið vann einnig 1955, 1959, 1963, 1965 og 1981 auk 1988 og 2020. Það gátu þó ekki allir leikmenn Los Angeles Dodgers fagnað sigrinum í gærkvöldi því einn leikmaður liðsins, Justin Turner, þurfti að yfirgefa svæðið í miðjum leik eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Los Angeles borg hefur því eignast tvö meistaralið á síðustu vikum þar sem Los Angeles Lakers varð NBA-meistari á dögunum en það var fyrsti NBA-titill Lakers í tíu ár. Líkt og í NBA deildinni þá er hætt við því að þetta tímabil verði alltaf stjörnumerkt. Liðin spiluðum mun færri leiki í deildarkeppninni vegna kórónuveirunnar og þá unnu þau bæði titilinn á hlutlausum velli. Magic Johnson gerði garðinn frægann með Los Angeles Lakers í NBA á sínum tíma og vann alls fimm titla með félaginu. Magic kemur líka að þessum titli Los Angeles Dodgers því hann er einn af eigendum félagsins. THE LOS ANGELES DODGERS ARE WORLD CHAMPIONS. pic.twitter.com/rlvVkSwXhp— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 A moment to remember. #WorldSeries pic.twitter.com/Qb2ZaywfhE— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjá meira
Tvö fornfræg íþróttafélög í Los Angeles borg í Bandaríkjunum hafa unnið langþráða titla á síðustu vikum. Los Angeles Dodgers liðið varð í gær bandarískur hafnaboltameistari eftir 3-1 sigur á Tampa Bay Rays í sjötta leik úrslitanna í gær en þau ganga undir nafninu World Series í Bandaríkjunum. Dodgers liðið vann þar með úrslitaeinvígið 4-2 en liðið vann tvo síðustu leikina eftir að hafa komist í bæði 1-0 og 2-1. Corey Seager var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Það er óhætt að segja að Los Angeles Dodgers hafi verið búið að bíða eftir þessum titil því félagið var þarna að vinna sinn fyrsta meistaratitil í 32 ár eða frá árinu 1988. The final out. #WorldSeries pic.twitter.com/d0rOut8iJN— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 Þetta er sjöundi meistaratitill Los Angeles Dodgers í sögunni en félagið vann einnig 1955, 1959, 1963, 1965 og 1981 auk 1988 og 2020. Það gátu þó ekki allir leikmenn Los Angeles Dodgers fagnað sigrinum í gærkvöldi því einn leikmaður liðsins, Justin Turner, þurfti að yfirgefa svæðið í miðjum leik eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Los Angeles borg hefur því eignast tvö meistaralið á síðustu vikum þar sem Los Angeles Lakers varð NBA-meistari á dögunum en það var fyrsti NBA-titill Lakers í tíu ár. Líkt og í NBA deildinni þá er hætt við því að þetta tímabil verði alltaf stjörnumerkt. Liðin spiluðum mun færri leiki í deildarkeppninni vegna kórónuveirunnar og þá unnu þau bæði titilinn á hlutlausum velli. Magic Johnson gerði garðinn frægann með Los Angeles Lakers í NBA á sínum tíma og vann alls fimm titla með félaginu. Magic kemur líka að þessum titli Los Angeles Dodgers því hann er einn af eigendum félagsins. THE LOS ANGELES DODGERS ARE WORLD CHAMPIONS. pic.twitter.com/rlvVkSwXhp— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 A moment to remember. #WorldSeries pic.twitter.com/Qb2ZaywfhE— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020
Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn