Segir afmælið hafa verið innan reglna en skilur gagnrýnina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. október 2020 18:18 Anna Lára Orlowska hélt upp á afmælið sitt um helgina. Instagram/@annalaraorlowska Sigrún Klara Sævarsdóttir, sjúkraliði á Landspítalanum, hefur gagnrýnt veisluhöld fólks á tímum Covid-19. Afmæli áhrifavaldsins Önnu Láru Orlowsku hefur verið sett í samhengi við þá gagnrýni. Sigrún segir ömurlegt að sjá fólk hópast saman í partýum þegar hún, sem heilbrigðisstarfsmaður, fórni því að hitta fjölskyldu sína og vini fyrir vinnuna. Anna Lára, sem birti mynd úr afmælinu á Instagram, segir að engar reglur hafi verið brotnar í tengslum við afmælið. Í Facebook færslu sem Sigrún Klara birtir í dag er hún gagnrýnin á afmælisveisluhöld Önnu Láru. „Ég var á leiðinni heim úr vinnu í gær þegar ég sé að samstarfskona mín setur í story á instagram frétt sem stóð “ Hún lét veiruna ekki stoppa afmælisboðið.“ Eins og það væri einhver hetjudáð að láta veiruna ekki stoppa fillerí? Það er ömurlegt að vera heilbrigðisstarfsmaður, að vinna í covid, fórna því að hitta vini og fjölskyldu fyrir vinnuna, og sjá svo þetta!“ skrifar Sigrún Klara og birtir skjáskot af stuttri umfjöllun Vísis um afmælisveisluna. Þá kveðst Sigrún ekki eiga við með færslunni að vinna hennar sé ömurleg. Hún elski vinnuna sína og sé ánægð með samstarfsfólk sitt. Veisluhöldin hafi hins vegar reitt hana til reiði. „Við heilbrigðisstarfsfólk erum að leggja okkur öll fram í að hjálpa þjóðinni í þessu ástandi og það er ekki auðvelt, alls ekki auðvelt. Farið varlega elsku fólk,“ skrifar Sigrún Klara. Færslu hennar má sjá hér að neðan. Segir engar reglur hafa verið brotnar Í samtali við Vísi segir Anna Lára að engar af þeim reglum sem nú eru í gildi í tengslum við faraldurinn hafi verið brotnar. Alls hafi fimmtán manns verið í afmælinu. Hún segist þó vilja koma á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem hafa gagnrýnt afmælisfögnuðinn. „Þetta átti bara að vera smá partý með vinkonum mínum sem ég er mikið með dags daglega. Við vorum allar með spritt og allt svoleiðis, það voru engar reglur brotnar,“ segir Anna. Hún segist þó skilja þá gagnrýni sem komið hefur fram af heilbrigðisstarfsfólks. „Ég skil að það er að leggja hart að sér og þykir örugglega erfitt að sjá að fólk sé að skemmta sér þegar það er að vinna hörðum höndum að því að bjarga fólki og aðstoða það í gegn um þetta. Þannig að ég skil það bara mjög vel og þykir þetta virkilega leiðinlegt.“ View this post on Instagram Tuttugu og sexy!! Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar í gær. 🖤 Btw get yourself a friend like @rakelyre 😍😍 A post shared by Anna Lára Orlowska 🤍 (@annalaraorlowska) on Oct 25, 2020 at 7:25am PDT Ekki ætlunin að taka Önnu Láru sérstaklega fyrir Í samtali við Vísi segir Sigrún Klara að ætlunin með Facebook-færslunni hafi ekki verið að taka Önnu Láru og afmælið hennar sérstaklega fyrir. „Maður er búinn að heyra af partýstandi á unglingum og fullorðnu fólki. Þetta fer alltaf í taugarnar á heilbrigðisstarfsfólki,“ segir Sigrún Klara. Færslan hafi verið ætluð sem almenn gagnrýni á veisluhöld á tímum kórónuveirunnar. „Þetta eru bara vonbrigði. Heilbrigðisstarfsfólk leggur sig allt fram við að aðstoða og hjálpa til, og svo sér maður að einhver er bara að halda partý. Maður verður alveg svekktur og pirraður að sjá svona.“ Sigrún Klara segir gagnrýnina einnig snúa að samkomum sem geti mögulega fallið innan reglnanna. „Þó að þetta séu lítil partý. Ef þú telur hvað það voru margir sem þú hittir í síðustu viku, þá verður það nokkuð stór hópur. Ef það verður síðan smit þá bitnar það á okkur. Maður ætti aðeins að telja hvað maður hittir marga áður en maður heldur svona og margfalda það með fjöldanum sem mætir í partýið,“ segir Sigrún Klara. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:40. Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Sigrún Klara Sævarsdóttir, sjúkraliði á Landspítalanum, hefur gagnrýnt veisluhöld fólks á tímum Covid-19. Afmæli áhrifavaldsins Önnu Láru Orlowsku hefur verið sett í samhengi við þá gagnrýni. Sigrún segir ömurlegt að sjá fólk hópast saman í partýum þegar hún, sem heilbrigðisstarfsmaður, fórni því að hitta fjölskyldu sína og vini fyrir vinnuna. Anna Lára, sem birti mynd úr afmælinu á Instagram, segir að engar reglur hafi verið brotnar í tengslum við afmælið. Í Facebook færslu sem Sigrún Klara birtir í dag er hún gagnrýnin á afmælisveisluhöld Önnu Láru. „Ég var á leiðinni heim úr vinnu í gær þegar ég sé að samstarfskona mín setur í story á instagram frétt sem stóð “ Hún lét veiruna ekki stoppa afmælisboðið.“ Eins og það væri einhver hetjudáð að láta veiruna ekki stoppa fillerí? Það er ömurlegt að vera heilbrigðisstarfsmaður, að vinna í covid, fórna því að hitta vini og fjölskyldu fyrir vinnuna, og sjá svo þetta!“ skrifar Sigrún Klara og birtir skjáskot af stuttri umfjöllun Vísis um afmælisveisluna. Þá kveðst Sigrún ekki eiga við með færslunni að vinna hennar sé ömurleg. Hún elski vinnuna sína og sé ánægð með samstarfsfólk sitt. Veisluhöldin hafi hins vegar reitt hana til reiði. „Við heilbrigðisstarfsfólk erum að leggja okkur öll fram í að hjálpa þjóðinni í þessu ástandi og það er ekki auðvelt, alls ekki auðvelt. Farið varlega elsku fólk,“ skrifar Sigrún Klara. Færslu hennar má sjá hér að neðan. Segir engar reglur hafa verið brotnar Í samtali við Vísi segir Anna Lára að engar af þeim reglum sem nú eru í gildi í tengslum við faraldurinn hafi verið brotnar. Alls hafi fimmtán manns verið í afmælinu. Hún segist þó vilja koma á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem hafa gagnrýnt afmælisfögnuðinn. „Þetta átti bara að vera smá partý með vinkonum mínum sem ég er mikið með dags daglega. Við vorum allar með spritt og allt svoleiðis, það voru engar reglur brotnar,“ segir Anna. Hún segist þó skilja þá gagnrýni sem komið hefur fram af heilbrigðisstarfsfólks. „Ég skil að það er að leggja hart að sér og þykir örugglega erfitt að sjá að fólk sé að skemmta sér þegar það er að vinna hörðum höndum að því að bjarga fólki og aðstoða það í gegn um þetta. Þannig að ég skil það bara mjög vel og þykir þetta virkilega leiðinlegt.“ View this post on Instagram Tuttugu og sexy!! Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar í gær. 🖤 Btw get yourself a friend like @rakelyre 😍😍 A post shared by Anna Lára Orlowska 🤍 (@annalaraorlowska) on Oct 25, 2020 at 7:25am PDT Ekki ætlunin að taka Önnu Láru sérstaklega fyrir Í samtali við Vísi segir Sigrún Klara að ætlunin með Facebook-færslunni hafi ekki verið að taka Önnu Láru og afmælið hennar sérstaklega fyrir. „Maður er búinn að heyra af partýstandi á unglingum og fullorðnu fólki. Þetta fer alltaf í taugarnar á heilbrigðisstarfsfólki,“ segir Sigrún Klara. Færslan hafi verið ætluð sem almenn gagnrýni á veisluhöld á tímum kórónuveirunnar. „Þetta eru bara vonbrigði. Heilbrigðisstarfsfólk leggur sig allt fram við að aðstoða og hjálpa til, og svo sér maður að einhver er bara að halda partý. Maður verður alveg svekktur og pirraður að sjá svona.“ Sigrún Klara segir gagnrýnina einnig snúa að samkomum sem geti mögulega fallið innan reglnanna. „Þó að þetta séu lítil partý. Ef þú telur hvað það voru margir sem þú hittir í síðustu viku, þá verður það nokkuð stór hópur. Ef það verður síðan smit þá bitnar það á okkur. Maður ætti aðeins að telja hvað maður hittir marga áður en maður heldur svona og margfalda það með fjöldanum sem mætir í partýið,“ segir Sigrún Klara. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:40.
Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira