Innlent

Erfitt að skylda eigandann til að rífa húsið

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Frá Bræðraborgarstíg í dag.
Frá Bræðraborgarstíg í dag. Vísir/Vilhelm

Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst.

Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár.

Svona lítur húsið út séð frá Bræðraborgarstíg í dag.Vísir/Vilhelm

Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir hússins verði fjarlægðar strax í nóvember. Í bókun ráðsins frá fundi á miðvikudaginn segir að hætta stafi af rústunum og þær veki óhug hjá nágrönnum. Þrír fórust í brunanum.

„Það segir í mannvirkjalögum að ef hús er hættulegt eða af því getur skapast hætta fyrir næstu nágranna þá ber okkur að láta viðkomandi eiganda sjá til þess að það verði ekki þannig og við höfum í höndunum tól til þess að tryggja það að það gangi eftir,“ segir Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi Reykjavíkur.

Nikulás ætlar að funda með eiganda hússins sem fyrst. „Við þurfum bara að skoða stöðuna í málinu. Við væntanlega getum ekki farið fram á það að hann rífi húsið þar sem að það er ekki okkar að ákveða það hvort að húsið sé ónýtt eða ekki eða hvort að það sé hægt að gera á því endurbætur.“


Tengdar fréttir

Útilokar að húsið verði rifið á þessu ári

Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×