Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2020 13:32 Stigið sem Ísland náði í gegn Svíþjóð fyrir mánuði gæti reynst afar dýrmætt, sama hvernig fer í kvöld. vísir/vilhelm Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. Ísland hefur leikið fimm af átta leikjum sínum í undankeppninni og gengið svo vel að möguleikinn á að liðið komist fjórða skiptið í röð á EM er góður. Ísland vann fyrstu fjóra leiki sína og gerði svo 1-1 jafntefli við Svíþjóð í síðasta mánuði. Svíar hafa unnið fimm leiki og eru því með þriggja stiga forskot á Ísland og auk þess mun betri markatölu. Reglurnar í undankeppni EM Leikið er í níu undanriðlum. Efsta lið hvers riðils kemst beint á EM en liðið í 2. sæti gæti einnig komist beint á EM ellegar farið í umspil. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á EM en sex lið fara í umspil um þrjú laus sæti. Ísland er til dæmis í 4. sæti núna, af liðum í 2. sæti síns riðils, og á leið í umspil miðað við þá stöðu. Fyrir ofan eru þó lið sem eiga eftir tvo „toppslagi“ en ekki einn eins og Ísland. En hversu mikla möguleika á Ísland á að komast á EM? Úrslitin í kvöld gefa skýrari mynd af því, en hafa ber í huga að Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland eftir mánuð. Tap gegn Svíþjóð: Svíar, bronslið HM, þykja að sjálfsögðu sigurstranglegri í kvöld. Með sigri tryggir Svíþjóð sér toppsæti riðilsins, með sex stiga forskot á Ísland og betri innbyrðis úrslit. Ísland þyrfti þá að hugsa um að tryggja sér 2. sæti, sem er svo til öruggt, og safna sem flestum stigum og mörkum í baráttunni um að sleppa við umspil. Sex stig gegn Slóvakíu og Ungverjalandi gætu dugað til þess. Jafntefli við Svíþjóð: Ef Svíþjóð og Ísland gera 0-0 jafntefli er Svíþjóð með betri innbyrðis úrslit og endar ofar verði liðin jöfn að stigum. Ef liðin gera 1-1 jafntefli, eins og í Reykjavík, er Svíþjóð með mun betri heildarmarkatölu og yrði ofar ef liðin enduðu jöfn að stigum. Ef liðin gera 2-2, 3-3, 4-4 eða fleiri marka jafntefli þá endar Ísland ofar verði liðin jöfn að stigum. Ísland þyrfti samt sem áður nær örugglega að vinna leikina við Slóvakíu og Ungverjaland til að ná efsta sæti riðilsins. Sigur gegn Svíþjóð: Sigur í kvöld væri eitt mesta afrek landsliðsins frá upphafi og færi langleiðina með að skila Íslandi á EM. Þá myndi liðinu duga að ná í þrjú stig samtals úr leikjunum við Slóvakíu og Ungverjaland, til að ná efsta sætinu. Næsta Evrópumót fer fram í Englandi. Það átti upphaflega að fara fram sumarið 2021 en var frestað um eitt ár vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Tíu eftirminnilegustu landsleikirnir á ferli Söru Bjarkar Vísir fer yfir helstu vörðurnar á landsliðsferli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem bætir leikjamet íslenska kvennalandsliðsins gegn Svíþjóð í kvöld. 27. október 2020 12:01 „Verður örugglega rætt um þennan árgang sem gullkynslóð“ Sif Atladóttir er mjög spennt fyrir yngri leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu og vonast til að þær komist á stærra svið fyrr en síðar. Hún kveðst nokkuð bjartsýn fyrir leikinn gegn Svíum í kvöld. 27. október 2020 09:01 „Vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022“ Þorkell Máni Pétursson segir að jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir íslenska kvennalandsliðið gegn því sænska í undankeppni EM annað kvöld. 26. október 2020 15:00 Bítast um íslensku ungstirnin Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir vöktu mikla athygli með frammistöðu sinni í landsleikjunum við Lettland og Svíþjóð í síðasta mánuði. 26. október 2020 12:01 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Sjá meira
Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. Ísland hefur leikið fimm af átta leikjum sínum í undankeppninni og gengið svo vel að möguleikinn á að liðið komist fjórða skiptið í röð á EM er góður. Ísland vann fyrstu fjóra leiki sína og gerði svo 1-1 jafntefli við Svíþjóð í síðasta mánuði. Svíar hafa unnið fimm leiki og eru því með þriggja stiga forskot á Ísland og auk þess mun betri markatölu. Reglurnar í undankeppni EM Leikið er í níu undanriðlum. Efsta lið hvers riðils kemst beint á EM en liðið í 2. sæti gæti einnig komist beint á EM ellegar farið í umspil. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á EM en sex lið fara í umspil um þrjú laus sæti. Ísland er til dæmis í 4. sæti núna, af liðum í 2. sæti síns riðils, og á leið í umspil miðað við þá stöðu. Fyrir ofan eru þó lið sem eiga eftir tvo „toppslagi“ en ekki einn eins og Ísland. En hversu mikla möguleika á Ísland á að komast á EM? Úrslitin í kvöld gefa skýrari mynd af því, en hafa ber í huga að Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland eftir mánuð. Tap gegn Svíþjóð: Svíar, bronslið HM, þykja að sjálfsögðu sigurstranglegri í kvöld. Með sigri tryggir Svíþjóð sér toppsæti riðilsins, með sex stiga forskot á Ísland og betri innbyrðis úrslit. Ísland þyrfti þá að hugsa um að tryggja sér 2. sæti, sem er svo til öruggt, og safna sem flestum stigum og mörkum í baráttunni um að sleppa við umspil. Sex stig gegn Slóvakíu og Ungverjalandi gætu dugað til þess. Jafntefli við Svíþjóð: Ef Svíþjóð og Ísland gera 0-0 jafntefli er Svíþjóð með betri innbyrðis úrslit og endar ofar verði liðin jöfn að stigum. Ef liðin gera 1-1 jafntefli, eins og í Reykjavík, er Svíþjóð með mun betri heildarmarkatölu og yrði ofar ef liðin enduðu jöfn að stigum. Ef liðin gera 2-2, 3-3, 4-4 eða fleiri marka jafntefli þá endar Ísland ofar verði liðin jöfn að stigum. Ísland þyrfti samt sem áður nær örugglega að vinna leikina við Slóvakíu og Ungverjaland til að ná efsta sæti riðilsins. Sigur gegn Svíþjóð: Sigur í kvöld væri eitt mesta afrek landsliðsins frá upphafi og færi langleiðina með að skila Íslandi á EM. Þá myndi liðinu duga að ná í þrjú stig samtals úr leikjunum við Slóvakíu og Ungverjaland, til að ná efsta sætinu. Næsta Evrópumót fer fram í Englandi. Það átti upphaflega að fara fram sumarið 2021 en var frestað um eitt ár vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Reglurnar í undankeppni EM Leikið er í níu undanriðlum. Efsta lið hvers riðils kemst beint á EM en liðið í 2. sæti gæti einnig komist beint á EM ellegar farið í umspil. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á EM en sex lið fara í umspil um þrjú laus sæti. Ísland er til dæmis í 4. sæti núna, af liðum í 2. sæti síns riðils, og á leið í umspil miðað við þá stöðu. Fyrir ofan eru þó lið sem eiga eftir tvo „toppslagi“ en ekki einn eins og Ísland.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Tíu eftirminnilegustu landsleikirnir á ferli Söru Bjarkar Vísir fer yfir helstu vörðurnar á landsliðsferli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem bætir leikjamet íslenska kvennalandsliðsins gegn Svíþjóð í kvöld. 27. október 2020 12:01 „Verður örugglega rætt um þennan árgang sem gullkynslóð“ Sif Atladóttir er mjög spennt fyrir yngri leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu og vonast til að þær komist á stærra svið fyrr en síðar. Hún kveðst nokkuð bjartsýn fyrir leikinn gegn Svíum í kvöld. 27. október 2020 09:01 „Vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022“ Þorkell Máni Pétursson segir að jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir íslenska kvennalandsliðið gegn því sænska í undankeppni EM annað kvöld. 26. október 2020 15:00 Bítast um íslensku ungstirnin Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir vöktu mikla athygli með frammistöðu sinni í landsleikjunum við Lettland og Svíþjóð í síðasta mánuði. 26. október 2020 12:01 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Sjá meira
Tíu eftirminnilegustu landsleikirnir á ferli Söru Bjarkar Vísir fer yfir helstu vörðurnar á landsliðsferli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem bætir leikjamet íslenska kvennalandsliðsins gegn Svíþjóð í kvöld. 27. október 2020 12:01
„Verður örugglega rætt um þennan árgang sem gullkynslóð“ Sif Atladóttir er mjög spennt fyrir yngri leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu og vonast til að þær komist á stærra svið fyrr en síðar. Hún kveðst nokkuð bjartsýn fyrir leikinn gegn Svíum í kvöld. 27. október 2020 09:01
„Vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022“ Þorkell Máni Pétursson segir að jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir íslenska kvennalandsliðið gegn því sænska í undankeppni EM annað kvöld. 26. október 2020 15:00
Bítast um íslensku ungstirnin Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir vöktu mikla athygli með frammistöðu sinni í landsleikjunum við Lettland og Svíþjóð í síðasta mánuði. 26. október 2020 12:01