Mótmæltu lögum um þungunarrof í Þórunnartúni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2020 11:58 Lögin voru samþykkt í síðustu viku og þá kom hópur fólks líka saman við sendiráð Póllands. Kvenréttindafélag Íslands Nokkur hundruð manns komu saman við sendiráð Póllands í Þórunnartúni í gærkvöldi og mótmæltu nýjum þungunarrofslögum í Póllandi. Dómur stjórnlagadómstóls þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu og einungis heimilt í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu. Mótmælin fyrir utan sendiráðið virðast hafa farið fram með rólegum hætti. Fólk bar grímur og hélt á skiltum sem sýndu andstöðu við nýju lögin. Mótmælt var á sama stað á föstudaginn þegar lögin voru nýsett. Að mótmælunum loknum gekk hópurinn niður í miðbæ Reykjavíkur og kallaði baráttuorð á pólsku eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. #jebacpis #StrajkKobiet #ToJestWojna w Reykjavík 🇮🇸 pic.twitter.com/rdxxsNFeIV— Michał Drewienkowski (@MDrewienkowski) October 26, 2020 Löggjöf Póllands þegar kemur að þungunarrofi þykir ein sú strangasta í álfunni og segir í frétt BBC að áætlað sé að um 100 þúsund konur leiti til annarra landa á hverju ári til að gangast undir þungunarrof vegna hinna ströngu reglna. Mikil mótmæli hafa verið í Póllandi undanfarna daga og hefur lögregla beitt piparúða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðu mála í Póllandi. Hún hvetur til þess að fólk láti í sér heyra þegar brotið er á réttindum kvenna og standa vörð um jafnrétti. Deeply concerned about recent developments in Poland regarding women’s sexual & reproductive health & rights. The gender equality backlash around the world is alarming. We must continue to safeguard gender equality & women’s rights and speak out when we see these rights violated.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) October 26, 2020 Pólland Þungunarrof Jafnréttismál Tengdar fréttir Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. 24. október 2020 08:12 Piparúða beitt á hundruð mótmælenda í Póllandi Lögregla í Póllandi beitti piparúða á nokkur hundruð mótmælenda sem höfðu safnast saman á götum Varsjár í gærkvöldi til að mótmæla dómi stjórnlagadómstóls landsins sem bannar þungunarrof vegna fósturgalla. 23. október 2020 13:07 Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Nokkur hundruð manns komu saman við sendiráð Póllands í Þórunnartúni í gærkvöldi og mótmæltu nýjum þungunarrofslögum í Póllandi. Dómur stjórnlagadómstóls þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu og einungis heimilt í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu. Mótmælin fyrir utan sendiráðið virðast hafa farið fram með rólegum hætti. Fólk bar grímur og hélt á skiltum sem sýndu andstöðu við nýju lögin. Mótmælt var á sama stað á föstudaginn þegar lögin voru nýsett. Að mótmælunum loknum gekk hópurinn niður í miðbæ Reykjavíkur og kallaði baráttuorð á pólsku eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. #jebacpis #StrajkKobiet #ToJestWojna w Reykjavík 🇮🇸 pic.twitter.com/rdxxsNFeIV— Michał Drewienkowski (@MDrewienkowski) October 26, 2020 Löggjöf Póllands þegar kemur að þungunarrofi þykir ein sú strangasta í álfunni og segir í frétt BBC að áætlað sé að um 100 þúsund konur leiti til annarra landa á hverju ári til að gangast undir þungunarrof vegna hinna ströngu reglna. Mikil mótmæli hafa verið í Póllandi undanfarna daga og hefur lögregla beitt piparúða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðu mála í Póllandi. Hún hvetur til þess að fólk láti í sér heyra þegar brotið er á réttindum kvenna og standa vörð um jafnrétti. Deeply concerned about recent developments in Poland regarding women’s sexual & reproductive health & rights. The gender equality backlash around the world is alarming. We must continue to safeguard gender equality & women’s rights and speak out when we see these rights violated.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) October 26, 2020
Pólland Þungunarrof Jafnréttismál Tengdar fréttir Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. 24. október 2020 08:12 Piparúða beitt á hundruð mótmælenda í Póllandi Lögregla í Póllandi beitti piparúða á nokkur hundruð mótmælenda sem höfðu safnast saman á götum Varsjár í gærkvöldi til að mótmæla dómi stjórnlagadómstóls landsins sem bannar þungunarrof vegna fósturgalla. 23. október 2020 13:07 Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59
Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. 24. október 2020 08:12
Piparúða beitt á hundruð mótmælenda í Póllandi Lögregla í Póllandi beitti piparúða á nokkur hundruð mótmælenda sem höfðu safnast saman á götum Varsjár í gærkvöldi til að mótmæla dómi stjórnlagadómstóls landsins sem bannar þungunarrof vegna fósturgalla. 23. október 2020 13:07
Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59