„Þetta er það sem mig dreymdi um“ Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2020 13:01 Anton Sveinn McKee hefur keppt á ótalmörgum stórmótum á ferlinum en nú er það nýja atvinnumannadeildin, heimsdeildin, sem hann einbeitir sér að. Getty/Iain McGuinness „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. Eftir stanslaust „hark“ til að geta verið afreksmaður í sundi en samt haft í sig og á eru nú breyttir tímar í íþróttinni, segir Anton. Þessi 26 ára gamli sundkappi, sem fer á sína þriðju Ólympíuleika í Tókýó næsta sumar, er einn þeirra sem komist hafa að í ISL, heimsdeildinni í sundi. Í þessari nýju og einu atvinnumannadeild í sundi keppa tíu lið og hver sundmaður getur unnið sér inn umtalsvert vinningsfé á hverju móti. Þannig vann Anton sér til að mynda inn 6.600 Bandaríkjadali um helgina, jafnvirði um 920 þúsunda króna, með því að vinna 100 og 200 metra bringusund, ná 2. sæti í 50 metra bringusundi og 4. sæti í 4x100 metra fjórsundi. Vegna kórónuveirufaraldursins fer keppnistímabilið í heimsdeildinni nú allt fram í Búdapest og keppir Anton næst á móti þar 2.-3. nóvember. Alls keppir hann á fjórum mótum áður en átta efstu liðin komast áfram í undanúrslit, og fjögur lið komast svo alla leið í úrslitin. Anton Sveinn McKee er stoltur fulltrúi Íslands á stórmótum en í heimsdeildinni keppir hann fyrir kanadíska félagið Toronto Titans.Getty/Ian MacNicol „Þetta er framtíðin hjá sundinu. Sundið hefur alltaf snúist um fjögurra ára hring vegna Ólympíuleikanna, varðandi athygli og fjármögnunarmöguleika. Það hefur verið mjög erfitt að fóta sig en nú þegar þessi atvinnumannadeild er komin, þá er athyglin hjá mér á því að skara fram úr í henni. Svo er bara gaman á fjögurra ára fresti að keppa á Ólympíuleikum, en fókusinn mun fara á þessa deild. Hún gerir okkur kleyft að vera atvinnumenn,“ segir Anton, ánægður með að njóta nú afraksturs margra ára vinnu. „Ég fékk þannig séð enga peninga, og það eina sem hélt manni á floti voru afreksstyrkir frá ÍSÍ. En það var erfitt að byggja framtíð á þeim. Bankabókin var ekki í fallegri stöðu. Sem betur fer er þessi deild núna komin og þegar heimurinn verður eðlilegur aftur eftir Covid ættu að vera tíu mót á hverju tímabili fyrir mig að keppa á, með fleiri tækifærum til að afla tekna. Þetta er það sem mig dreymdi um að sund gæti orðið og stundum þarf maður að klípa sig til að fatta að maður sé hluti af því. Þetta breytir sundi til frambúðar.“ Getur stolið stigum af lakari keppendum Anton tilheyrir liði Toronto Titans og syndir þar meðal annars með Svíanum Erik Persson sem einnig er sterkur bringusundsmaður, og átti Norðurlandamet sem Anton sló um helgina. Anton var í þriðja sæti yfir það sundfólk sem safnaði flestum stigum fyrir Toronto Titans, og í 12. sæti alls, með 28,5 stig. Á mótum ISL geta keppendur „stolið“ stigum af lakari keppendum með því að koma nægilega löngu á undan þeim í bakkann. Það tókst Antoni til að mynda í 200 metra bringusundinu, með því að vera yfir 5 sekúndum á undan síðasta keppanda og taka þar með 1 stig sem fæst fyrir að vera í 8. og síðasta sæti. Anton fékk því 10 stig í stað 9 fyrir sigur í því sundi, og safnaði alls 28,5 stigum fyrir sitt lið sem varð í 3. sæti af fjórum liðum um helgina. Fjögur lið keppa á hverju móti og fær Toronto nýja andstæðinga í næstu keppni. View this post on Instagram Toronto Titans 2020 Anton McKee A post shared by Toronto Titans (@torontotitans_isl) on Oct 16, 2020 at 1:23pm PDT Eftir framgöngu sína um helgina á Anton nú öll þrjú Norðurlandametin í bringusundi, í 25 metra laug. Sjálfsagt er hann með metin í 50 metra laug í sigtinu en það verður að bíða betri tíma, bókstaflega, að ná þeim. Anton á nú áttunda besta tíma sögunnar í 200 metra bringusundi í 25 metra laug, eftir að hafa synt á 2:01,73 mínútum um helgina, og tólfta besta tímann í 100 metra bringusundinu sem hann synti á 56,30 sekúndum. „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun. Þetta gefur manni mikið sjálfstraust og hvatningu í að gera enn betur, setja markið enn hærra og halda áfram að klífa upp þennan lista,“ segir Anton. Anton Sveinn McKee í loftinu á æfingu.Mike Lewis Hann stórbætti Íslandsmet sín í 100 og 200 metra sundinu. Í 50 metra bringusundinu synti hann svo á 26,29 sekúndum, eða 15/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu, rétt eftir að hafa sett metið í 200 metra sundinu. Meira á tankinum Anton er eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, en það gerði hann í 200 metra bringusundi á HM í fyrra. Árangurinn um helgina gefur góð fyrirheit fyrir leikana þó að enn séu 8-9 mánuðir í þá. „Eftir EM 2019 [í 25 metra laug í Glasgow í desember] var markmiðið að ná ólympíulágmarkinu í 100 metra bringusundinu. Rétt áður en Covid skall á bjó maður sig undir að geta „tekið út“ smá framfarir aftur. En svo kom Covid og þá fór ég í það að keyra upp æfingamagnið aftur því það var ekkert mót á næstunni til að sýna hvar ég stæði. Ég vissi því vel að það var eitthvað inni á tankinum. Sem betur fer var lítil truflun hjá mér vegna Covid. Ég var þó þrjár vikur án laugar. Vitandi þetta, að ég hefði lagt á mig hellings vinnu í upphafi árs og farið aftur út til Bandaríkjanna [Anton hefur búið í Bandaríkjunum og á Íslandi síðustu ár] í ágúst og náð frábærum æfingum, setti sjálfstraustið í gang. Ég náði svo fullri hvíld fyrir mótin hérna og bjóst við að geta synt hratt undir þessa tíma. Kannski ekki alveg svona á fyrsta mótinu svo þetta kemur skemmtilega á óvart, en ég veit að það er meira á tankinum og það verður að koma á næsta móti,“ segir Anton. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Sló fjögur met á tveimur dögum Sundkappinn Anton Sveinn McKee er í hörkuformi þessa dagana. 26. október 2020 07:00 27 manna Ólympíuhópur fyrir ÓL í Tókýó Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér keppnisrétt á ÓL í Tókýó 2021 en þeim gæti fjölgað þegar líður nær leikum. 24. október 2020 10:01 Anton telur að það sé hægt að koma út úr þessum aðstæðum á góðum stað Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í Japan í sumar. Hann segir að frestun leikanna hafi haft mikil áhrif á sálarlífið. 19. apríl 2020 09:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira
„Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. Eftir stanslaust „hark“ til að geta verið afreksmaður í sundi en samt haft í sig og á eru nú breyttir tímar í íþróttinni, segir Anton. Þessi 26 ára gamli sundkappi, sem fer á sína þriðju Ólympíuleika í Tókýó næsta sumar, er einn þeirra sem komist hafa að í ISL, heimsdeildinni í sundi. Í þessari nýju og einu atvinnumannadeild í sundi keppa tíu lið og hver sundmaður getur unnið sér inn umtalsvert vinningsfé á hverju móti. Þannig vann Anton sér til að mynda inn 6.600 Bandaríkjadali um helgina, jafnvirði um 920 þúsunda króna, með því að vinna 100 og 200 metra bringusund, ná 2. sæti í 50 metra bringusundi og 4. sæti í 4x100 metra fjórsundi. Vegna kórónuveirufaraldursins fer keppnistímabilið í heimsdeildinni nú allt fram í Búdapest og keppir Anton næst á móti þar 2.-3. nóvember. Alls keppir hann á fjórum mótum áður en átta efstu liðin komast áfram í undanúrslit, og fjögur lið komast svo alla leið í úrslitin. Anton Sveinn McKee er stoltur fulltrúi Íslands á stórmótum en í heimsdeildinni keppir hann fyrir kanadíska félagið Toronto Titans.Getty/Ian MacNicol „Þetta er framtíðin hjá sundinu. Sundið hefur alltaf snúist um fjögurra ára hring vegna Ólympíuleikanna, varðandi athygli og fjármögnunarmöguleika. Það hefur verið mjög erfitt að fóta sig en nú þegar þessi atvinnumannadeild er komin, þá er athyglin hjá mér á því að skara fram úr í henni. Svo er bara gaman á fjögurra ára fresti að keppa á Ólympíuleikum, en fókusinn mun fara á þessa deild. Hún gerir okkur kleyft að vera atvinnumenn,“ segir Anton, ánægður með að njóta nú afraksturs margra ára vinnu. „Ég fékk þannig séð enga peninga, og það eina sem hélt manni á floti voru afreksstyrkir frá ÍSÍ. En það var erfitt að byggja framtíð á þeim. Bankabókin var ekki í fallegri stöðu. Sem betur fer er þessi deild núna komin og þegar heimurinn verður eðlilegur aftur eftir Covid ættu að vera tíu mót á hverju tímabili fyrir mig að keppa á, með fleiri tækifærum til að afla tekna. Þetta er það sem mig dreymdi um að sund gæti orðið og stundum þarf maður að klípa sig til að fatta að maður sé hluti af því. Þetta breytir sundi til frambúðar.“ Getur stolið stigum af lakari keppendum Anton tilheyrir liði Toronto Titans og syndir þar meðal annars með Svíanum Erik Persson sem einnig er sterkur bringusundsmaður, og átti Norðurlandamet sem Anton sló um helgina. Anton var í þriðja sæti yfir það sundfólk sem safnaði flestum stigum fyrir Toronto Titans, og í 12. sæti alls, með 28,5 stig. Á mótum ISL geta keppendur „stolið“ stigum af lakari keppendum með því að koma nægilega löngu á undan þeim í bakkann. Það tókst Antoni til að mynda í 200 metra bringusundinu, með því að vera yfir 5 sekúndum á undan síðasta keppanda og taka þar með 1 stig sem fæst fyrir að vera í 8. og síðasta sæti. Anton fékk því 10 stig í stað 9 fyrir sigur í því sundi, og safnaði alls 28,5 stigum fyrir sitt lið sem varð í 3. sæti af fjórum liðum um helgina. Fjögur lið keppa á hverju móti og fær Toronto nýja andstæðinga í næstu keppni. View this post on Instagram Toronto Titans 2020 Anton McKee A post shared by Toronto Titans (@torontotitans_isl) on Oct 16, 2020 at 1:23pm PDT Eftir framgöngu sína um helgina á Anton nú öll þrjú Norðurlandametin í bringusundi, í 25 metra laug. Sjálfsagt er hann með metin í 50 metra laug í sigtinu en það verður að bíða betri tíma, bókstaflega, að ná þeim. Anton á nú áttunda besta tíma sögunnar í 200 metra bringusundi í 25 metra laug, eftir að hafa synt á 2:01,73 mínútum um helgina, og tólfta besta tímann í 100 metra bringusundinu sem hann synti á 56,30 sekúndum. „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun. Þetta gefur manni mikið sjálfstraust og hvatningu í að gera enn betur, setja markið enn hærra og halda áfram að klífa upp þennan lista,“ segir Anton. Anton Sveinn McKee í loftinu á æfingu.Mike Lewis Hann stórbætti Íslandsmet sín í 100 og 200 metra sundinu. Í 50 metra bringusundinu synti hann svo á 26,29 sekúndum, eða 15/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu, rétt eftir að hafa sett metið í 200 metra sundinu. Meira á tankinum Anton er eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, en það gerði hann í 200 metra bringusundi á HM í fyrra. Árangurinn um helgina gefur góð fyrirheit fyrir leikana þó að enn séu 8-9 mánuðir í þá. „Eftir EM 2019 [í 25 metra laug í Glasgow í desember] var markmiðið að ná ólympíulágmarkinu í 100 metra bringusundinu. Rétt áður en Covid skall á bjó maður sig undir að geta „tekið út“ smá framfarir aftur. En svo kom Covid og þá fór ég í það að keyra upp æfingamagnið aftur því það var ekkert mót á næstunni til að sýna hvar ég stæði. Ég vissi því vel að það var eitthvað inni á tankinum. Sem betur fer var lítil truflun hjá mér vegna Covid. Ég var þó þrjár vikur án laugar. Vitandi þetta, að ég hefði lagt á mig hellings vinnu í upphafi árs og farið aftur út til Bandaríkjanna [Anton hefur búið í Bandaríkjunum og á Íslandi síðustu ár] í ágúst og náð frábærum æfingum, setti sjálfstraustið í gang. Ég náði svo fullri hvíld fyrir mótin hérna og bjóst við að geta synt hratt undir þessa tíma. Kannski ekki alveg svona á fyrsta mótinu svo þetta kemur skemmtilega á óvart, en ég veit að það er meira á tankinum og það verður að koma á næsta móti,“ segir Anton.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Sló fjögur met á tveimur dögum Sundkappinn Anton Sveinn McKee er í hörkuformi þessa dagana. 26. október 2020 07:00 27 manna Ólympíuhópur fyrir ÓL í Tókýó Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér keppnisrétt á ÓL í Tókýó 2021 en þeim gæti fjölgað þegar líður nær leikum. 24. október 2020 10:01 Anton telur að það sé hægt að koma út úr þessum aðstæðum á góðum stað Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í Japan í sumar. Hann segir að frestun leikanna hafi haft mikil áhrif á sálarlífið. 19. apríl 2020 09:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira
Sló fjögur met á tveimur dögum Sundkappinn Anton Sveinn McKee er í hörkuformi þessa dagana. 26. október 2020 07:00
27 manna Ólympíuhópur fyrir ÓL í Tókýó Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér keppnisrétt á ÓL í Tókýó 2021 en þeim gæti fjölgað þegar líður nær leikum. 24. október 2020 10:01
Anton telur að það sé hægt að koma út úr þessum aðstæðum á góðum stað Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í Japan í sumar. Hann segir að frestun leikanna hafi haft mikil áhrif á sálarlífið. 19. apríl 2020 09:00