„Hef kostað samfélagið í kringum tvö hundruð milljónir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2020 11:31 Guðmundur hefur í nokkur ár verið formaður Afstöðu. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu sat í fangelsi í sextán ár fyrir fíkniefnasmygl, bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Í dag er hann frjáls maður og einbeitir sér að málum fanga hér á landi. Hann gagnrýnir fangelsismál á Íslandi og líkir fangelsum við geymslu, þar sé eitruð menning og erfitt fyrir einstaklinga sem sitja þar inni að koma betrumbættir út í samfélagið á ný. Hann segir það kosta samfélagið margfalt meira að fá sömu einstaklingana út í samfélagið án þess að þeir hafi fengið viðeigandi aðstoð. Eva Laufey Kjaran ræddi við Guðmund Inga nú á dögunum og fékk að heyra hans sögu og hvernig leiddist út á þessa braut. „Ég fer í rauninni út í það harða neyslu að ég tapa öllu sem ég átti. Maður þarf að viðhalda ákveðnum lífsstandard og því lá það beinast við að fara í innflutning,“ segir Guðmundur. „Maður hugsar aldrei um þann hluta að lenda í fangelsi, maður er bara í neyslu og þarf að viðhalda henni. Það er rangt að harðir dómar hafi forvarnargildi.“ Verða ítrekað fyrir áfalli Guðmundur segist aldrei hafa hitt neinn í fangelsi sem vilji ekki breyta og snúa lífi sínu við en stuðninginn vantar sárlega. Guðmundur endaði í fangelsi rétt fyrir aldamótin. „Flestir sem eru að fara í fangelsi hafa orðið fyrir einhvers konar áfalli í æsku eða einhverskonar röskun eða félagslegum vanda. Þegar þú kemur í fangelsi er síðan annað áfall sem gerist þar sem þarf síðan að vinna úr seinna. Svo þegar þú færð þungan dóm þá kemur enn eitt áfallið. Ég vissi í bæði skiptin að ég fengi þungan dóm en það er samt áfall.“ Hann segir að þrátt fyrir að það vanti mikið í kerfið á Íslandi séu jákvæðir punktar og þá helst þrepaskiptingin sem gerir föngum kleift að afplána hluta af fangelsisdómi sínum fyrir utan fangelsi en það vanti ákveðna endurhæfingu þegar fangar afplána. „Það er ekkert í boði. Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? Við ætlum að hjálpa þér að verða það. Það var bara ekkert þannig og nám í fangelsum er að mjög skornum skammti. Það er mikil neysla inn í fangelsunum og þú sogast inn í mjög svartan húmor og eitraða menningu. Það er misskilningur að setja fólk í geymslu í x tíma að hann lagist bara við það. Að hann verði betri eftir þann tíma, þvert á móti þá verður hann verri.“ Hann segir að það sé mikill sparnaður í því að reyna eftir bestu getu að betrumbæta fangana inn í fangelsunum. „Ég reiknaði það einhver tímann að ég sjálfur hef kostað samfélagið í kringum tvö hundruð milljónir. Segjum að við tækum tíu prósent af þessari upphæð og myndum vinna markvisst með manneskjunni frá byrjun og veita henni þá menntun sem hún þarf. Þá eru menn að koma út með eitthvað í farteskinu og koma út með menntun og starfsþjálfun og geta farið strax að vinna,“ segir Guðmundur sem stefnir sjálfur á það að fara út í stjórnmál og bæta réttindi fanga. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fangelsismál Ísland í dag Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu sat í fangelsi í sextán ár fyrir fíkniefnasmygl, bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Í dag er hann frjáls maður og einbeitir sér að málum fanga hér á landi. Hann gagnrýnir fangelsismál á Íslandi og líkir fangelsum við geymslu, þar sé eitruð menning og erfitt fyrir einstaklinga sem sitja þar inni að koma betrumbættir út í samfélagið á ný. Hann segir það kosta samfélagið margfalt meira að fá sömu einstaklingana út í samfélagið án þess að þeir hafi fengið viðeigandi aðstoð. Eva Laufey Kjaran ræddi við Guðmund Inga nú á dögunum og fékk að heyra hans sögu og hvernig leiddist út á þessa braut. „Ég fer í rauninni út í það harða neyslu að ég tapa öllu sem ég átti. Maður þarf að viðhalda ákveðnum lífsstandard og því lá það beinast við að fara í innflutning,“ segir Guðmundur. „Maður hugsar aldrei um þann hluta að lenda í fangelsi, maður er bara í neyslu og þarf að viðhalda henni. Það er rangt að harðir dómar hafi forvarnargildi.“ Verða ítrekað fyrir áfalli Guðmundur segist aldrei hafa hitt neinn í fangelsi sem vilji ekki breyta og snúa lífi sínu við en stuðninginn vantar sárlega. Guðmundur endaði í fangelsi rétt fyrir aldamótin. „Flestir sem eru að fara í fangelsi hafa orðið fyrir einhvers konar áfalli í æsku eða einhverskonar röskun eða félagslegum vanda. Þegar þú kemur í fangelsi er síðan annað áfall sem gerist þar sem þarf síðan að vinna úr seinna. Svo þegar þú færð þungan dóm þá kemur enn eitt áfallið. Ég vissi í bæði skiptin að ég fengi þungan dóm en það er samt áfall.“ Hann segir að þrátt fyrir að það vanti mikið í kerfið á Íslandi séu jákvæðir punktar og þá helst þrepaskiptingin sem gerir föngum kleift að afplána hluta af fangelsisdómi sínum fyrir utan fangelsi en það vanti ákveðna endurhæfingu þegar fangar afplána. „Það er ekkert í boði. Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? Við ætlum að hjálpa þér að verða það. Það var bara ekkert þannig og nám í fangelsum er að mjög skornum skammti. Það er mikil neysla inn í fangelsunum og þú sogast inn í mjög svartan húmor og eitraða menningu. Það er misskilningur að setja fólk í geymslu í x tíma að hann lagist bara við það. Að hann verði betri eftir þann tíma, þvert á móti þá verður hann verri.“ Hann segir að það sé mikill sparnaður í því að reyna eftir bestu getu að betrumbæta fangana inn í fangelsunum. „Ég reiknaði það einhver tímann að ég sjálfur hef kostað samfélagið í kringum tvö hundruð milljónir. Segjum að við tækum tíu prósent af þessari upphæð og myndum vinna markvisst með manneskjunni frá byrjun og veita henni þá menntun sem hún þarf. Þá eru menn að koma út með eitthvað í farteskinu og koma út með menntun og starfsþjálfun og geta farið strax að vinna,“ segir Guðmundur sem stefnir sjálfur á það að fara út í stjórnmál og bæta réttindi fanga. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Fangelsismál Ísland í dag Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira