Aldrei til matur, lyktuðu alltaf illa og urðu fyrir ofbeldi Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2020 10:31 Eydís og Inga enduðu hjá fósturforeldrum sem í raun bjargaði framtíð þeirra. Það var aldrei til matur á heimilinu, þær áttu aðeins fötin sem þær stóðu í, lyktuðu alltaf illa, voru lamdar af foreldrum sínum en móðir þeirra tók að lokum eigið líf. Þær sakna föður síns lítið og segja lífið betra án hans en með honum. Þrátt fyrir ömurlegar aðstæður og eiga þær enn eftir vinna í sínum málum komu þær sér í gegnum mennta- og háskóla. Í Fósturbörnum á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við Eydísi Rán sem fæddist árið 1991 og Ingibjörgu Sædísi sem fæddist árið 1992. Til að byrja með bjuggu þær með foreldrum sínum í Samtúni og var þau bæði mjög veik andlega. Til að mynda henti faðir þeirra móður niður stiga í Samtúni og hún varð í kjölfarið öryrki það sem eftir var. „Það verstu sem kom fyrir móður okkar, og það kom mjög margt slæmt fyrir hana, var að hitta pabba,“ segir Inga. „Ég man eftir einum afmælisdegi mínum eitt árið átti að vera einhver tiltektardagur og ég sagði við pabba, en ég á afmæli í dag pabbi. Hann vissi ekkert af því og ég man að það var kjötfars í matinn þennan dag,“ segir Inga og var það öll afmælisveislan. Minningarnar vondu eru endalausar hjá þessum tveimur systrum og þar koma jólin oftar en einu sinni við sögu. „Það var einhver jólamatur eldaður en við sátum samt bara í draslinu og ég var sú eina sem fór í spariföt og ég var eitthvað að reyna þykjast að það væru í raun og veru jól,“ segir Eydís og engir pakkar voru til staðar um jólin. „Það eina sem við áttum í töluverðan tíma voru fötin sem við vorum í og skólataskan,“ segir Inga. Eydís á í dag þriggja ára gamlan son og segir hún að lífsreynsla hennar hafi mótað hana sem foreldri. „Ég er algjörlega með það á hreinu hvernig ég ætla ekki að vera og hvað ég ætla ekki að gera. Eitt af því mikilvægasta í mínu uppeldi er að sonur minn mun aldrei nokkur tímann upplifa þá tilfinningu að foreldrum hans sé sama um hann. Það er það sem ég ætla alltaf að passa upp á og alltaf að vera til staðar og ég ætla segja við hann að ég elska hann og ég ætla knúsa hann alveg nóg.“ Klippa: Aldrei til matur, lyktuðu alltaf illa og urðu fyrir ofbeldi Fósturbörn Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Það var aldrei til matur á heimilinu, þær áttu aðeins fötin sem þær stóðu í, lyktuðu alltaf illa, voru lamdar af foreldrum sínum en móðir þeirra tók að lokum eigið líf. Þær sakna föður síns lítið og segja lífið betra án hans en með honum. Þrátt fyrir ömurlegar aðstæður og eiga þær enn eftir vinna í sínum málum komu þær sér í gegnum mennta- og háskóla. Í Fósturbörnum á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við Eydísi Rán sem fæddist árið 1991 og Ingibjörgu Sædísi sem fæddist árið 1992. Til að byrja með bjuggu þær með foreldrum sínum í Samtúni og var þau bæði mjög veik andlega. Til að mynda henti faðir þeirra móður niður stiga í Samtúni og hún varð í kjölfarið öryrki það sem eftir var. „Það verstu sem kom fyrir móður okkar, og það kom mjög margt slæmt fyrir hana, var að hitta pabba,“ segir Inga. „Ég man eftir einum afmælisdegi mínum eitt árið átti að vera einhver tiltektardagur og ég sagði við pabba, en ég á afmæli í dag pabbi. Hann vissi ekkert af því og ég man að það var kjötfars í matinn þennan dag,“ segir Inga og var það öll afmælisveislan. Minningarnar vondu eru endalausar hjá þessum tveimur systrum og þar koma jólin oftar en einu sinni við sögu. „Það var einhver jólamatur eldaður en við sátum samt bara í draslinu og ég var sú eina sem fór í spariföt og ég var eitthvað að reyna þykjast að það væru í raun og veru jól,“ segir Eydís og engir pakkar voru til staðar um jólin. „Það eina sem við áttum í töluverðan tíma voru fötin sem við vorum í og skólataskan,“ segir Inga. Eydís á í dag þriggja ára gamlan son og segir hún að lífsreynsla hennar hafi mótað hana sem foreldri. „Ég er algjörlega með það á hreinu hvernig ég ætla ekki að vera og hvað ég ætla ekki að gera. Eitt af því mikilvægasta í mínu uppeldi er að sonur minn mun aldrei nokkur tímann upplifa þá tilfinningu að foreldrum hans sé sama um hann. Það er það sem ég ætla alltaf að passa upp á og alltaf að vera til staðar og ég ætla segja við hann að ég elska hann og ég ætla knúsa hann alveg nóg.“ Klippa: Aldrei til matur, lyktuðu alltaf illa og urðu fyrir ofbeldi
Fósturbörn Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira