„Þurfum að læra að slaka aðeins á“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. október 2020 14:29 Jóhanna að gefa út heilsubók sjö ár eftir að sú fyrri kom út. Fyrrum sjónvarpskonan Jóhanna Vilhjálmsdóttir er búsett í Þýskalandi og segir himinn og haf á milli þess hvernig Þjóðverjar og Íslendingar hugsa. Jóhanna er nýbúin að gefa út sína aðra bók, Heilsubók Jóhönnu og ræddi Sindri Sindrason við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Heilsan á alfarið hug Jóhönnu. „Þetta hefuð verið einskonar ástríða hjá mér og líka bara að horfa upp á alla þessa lífstílssjúkdóma í vexti, taugaraskanir, krabbamein, astma, ofnæmi og hvað sem þú vilt kalla það,“ segir Jóhanna. „Það er alveg ljóst að umhverfið hjá okkur hefur breyst, ekki genin okkar á þessum stutta tíma. Það hefur verið ástríðan mín að hjálpa líkamanum að vera þessi frábæri læknir sem hann auðvitað er. Við erum með fullkomið kerfi til að vilhalda honum og halda honum heilbrigðum, en af hverju erum við öll meira og minna veik og förum svo á lyf til að bæla einkennin.“ Hún segir að hennar draumur sé að við byggjum upp alvöru heilbrigðiskerfi. „Þetta er ekkert heilbrigðiskerfi sem við erum með. Þó að það hafi ofboðslega margt breyst erum við enn að taka við sjúku fólki og reyna að bæla niður einkennin. Í einhverjum tilfellum að lækna það, en í flestum tilfellum erum við að bæla niður einkennin. Að hugsa sér allan peninginn sem fer í þetta kerfi og lyfjanotkun. Bara ef við gætum gert meira í því að styðja fólk virkilega í því að halda heilbrigði og styrkja ónæmiskerfið. Við vitum í dag hvað maturinn hefur mikil áhrif, við vitum hvað svefninn hefur mikil áhrif og við vitum hvað hreyfingin hefur mikil áhrif,“ segir Jóhann sem gaf fyrst út heilsubók fyrir sjö ár sem fjallaði um mat og heilsu. Nú fjallar þessi bók um umhverfið og hvað við erum búin að setja út í umhverfið í náttúrunni. Búum til nýja vana „Við erum hluti og náttúrunni og það hefur því áhrif á okkur í leiðinni. Við getum dregið úr magni þessara efna en getum því miður ekki alfarið forðast þau. Þessi efni finnast í blóði og fituvef okkar allra. Þetta snýst um að búa til nýja vana og tenginguna við okkur sjálf og gefa okkur tíma.“ Hún segist finna gríðarlegan mun á Þjóðverjum og Íslendingum. „Þar er allt í meiri ró. Það er ekki svona þessi hraði en þetta er líka okkar karakter líka en við þurfum að læra að slaka aðeins á. Ég bý í sveit í litlu þorpi og ég er alveg komin út úr þessu. Ég kem stundum hingað heim og þetta er bara svo yfirþyrmandi. Maður venst þessu en svo kemur að því að fólk brennur út og getur ekki meir,“ segir Jóhanna en bætir við að Íslendingar séu harðduglegt fólk og þetta geti einnig verið kostur. „Þjóðverjar geta líka lært margt af okkur en stressið og streitan hér er rosalega mikið. Mér finnst alltaf yndislegt að koma hingað,“ segir Jóhanna. Heilsa Þýskaland Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira
Fyrrum sjónvarpskonan Jóhanna Vilhjálmsdóttir er búsett í Þýskalandi og segir himinn og haf á milli þess hvernig Þjóðverjar og Íslendingar hugsa. Jóhanna er nýbúin að gefa út sína aðra bók, Heilsubók Jóhönnu og ræddi Sindri Sindrason við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Heilsan á alfarið hug Jóhönnu. „Þetta hefuð verið einskonar ástríða hjá mér og líka bara að horfa upp á alla þessa lífstílssjúkdóma í vexti, taugaraskanir, krabbamein, astma, ofnæmi og hvað sem þú vilt kalla það,“ segir Jóhanna. „Það er alveg ljóst að umhverfið hjá okkur hefur breyst, ekki genin okkar á þessum stutta tíma. Það hefur verið ástríðan mín að hjálpa líkamanum að vera þessi frábæri læknir sem hann auðvitað er. Við erum með fullkomið kerfi til að vilhalda honum og halda honum heilbrigðum, en af hverju erum við öll meira og minna veik og förum svo á lyf til að bæla einkennin.“ Hún segir að hennar draumur sé að við byggjum upp alvöru heilbrigðiskerfi. „Þetta er ekkert heilbrigðiskerfi sem við erum með. Þó að það hafi ofboðslega margt breyst erum við enn að taka við sjúku fólki og reyna að bæla niður einkennin. Í einhverjum tilfellum að lækna það, en í flestum tilfellum erum við að bæla niður einkennin. Að hugsa sér allan peninginn sem fer í þetta kerfi og lyfjanotkun. Bara ef við gætum gert meira í því að styðja fólk virkilega í því að halda heilbrigði og styrkja ónæmiskerfið. Við vitum í dag hvað maturinn hefur mikil áhrif, við vitum hvað svefninn hefur mikil áhrif og við vitum hvað hreyfingin hefur mikil áhrif,“ segir Jóhann sem gaf fyrst út heilsubók fyrir sjö ár sem fjallaði um mat og heilsu. Nú fjallar þessi bók um umhverfið og hvað við erum búin að setja út í umhverfið í náttúrunni. Búum til nýja vana „Við erum hluti og náttúrunni og það hefur því áhrif á okkur í leiðinni. Við getum dregið úr magni þessara efna en getum því miður ekki alfarið forðast þau. Þessi efni finnast í blóði og fituvef okkar allra. Þetta snýst um að búa til nýja vana og tenginguna við okkur sjálf og gefa okkur tíma.“ Hún segist finna gríðarlegan mun á Þjóðverjum og Íslendingum. „Þar er allt í meiri ró. Það er ekki svona þessi hraði en þetta er líka okkar karakter líka en við þurfum að læra að slaka aðeins á. Ég bý í sveit í litlu þorpi og ég er alveg komin út úr þessu. Ég kem stundum hingað heim og þetta er bara svo yfirþyrmandi. Maður venst þessu en svo kemur að því að fólk brennur út og getur ekki meir,“ segir Jóhanna en bætir við að Íslendingar séu harðduglegt fólk og þetta geti einnig verið kostur. „Þjóðverjar geta líka lært margt af okkur en stressið og streitan hér er rosalega mikið. Mér finnst alltaf yndislegt að koma hingað,“ segir Jóhanna.
Heilsa Þýskaland Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira