Búa sig undir tvær erfiðar vikur Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2020 11:47 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. Fleiri hafa nú verið lagðir inn á spítala í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins en þeirri fyrstu. 51 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala með Covid-tengd veikindi, þar af eru þrír á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Tíu Covid-sjúklingar útskrifuðust af Landspítala um helgina en tíu lögðust inn, að því er fram kom í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Alls hafa 115 verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid í þessari bylgju sem er „meira en nokkru sinni áður“, sagði Páll. 105 voru lagðir inn á sjúkrahús í fyrstu bylgju. Páll sagði alvarlega stöðu uppi á spítalanum og þróun atburðarásar næstu daga væri þrungin mikilli óvissu. Spítalinn byggi sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta. Gæti fjölgað í hópi smitaðra Páll sagði að eitt mikilvægasta verkefnið nú væri að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti rétt fyrir helgi. Alls hafa 79 smit nú verið rakin til Landakots, 27 hjá starfsfólki og 52 hjá sjúklingum. Smitin hafa greinst á þremur stofnunum; Landakoti, Reykjalundi og dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Af þessum 79 eru 20 starfsmenn Landspítala og 32 sjúklingar á Landakoti. Páll sagði að bæst gæti við þessa tölu smitaðra í sjúklingahópnum þó að stjórnendur voni að svo verði ekki. Sagði sögu ungs sjúkraliða Þá eru nú 270 starfsmenn Landspítala í sóttkví, stærstur hluti vegna sýkingarinnar á Landakoti. Páll notaði tækifærið og þakkaði starfsmönnum sem starfa við erfiðar aðstæður, einkum á Landakoti. „Ég vona að samfélagið skilji og meti framlag þessa fólks til þessarar baráttu og prófi að setja sig í þeirra spor,“ sagði Páll. Þá sagði hann sögu af ungri konu, sjúkraliða og einstæðri móður, sem vinnur á Landakoti. Hún reyndist ekki smituð af Covid-19 en Páll sagði að hún hefði ekki getað hugsað sér annað en að halda áfram að sinna vinnu sinni á Landakoti. „Því tók faðirinn börnin til sín og hún mætir í vinnuna í fullum varnarbúningi og fer einungis á milli heimilis og vinnu. Hún fer svo aftur í skimun á næstu dögum og við vonum auðvitað að hún reynist áfram neikvæð. Börnin sín sér hún ekki næstu tvær vikur. Svona er hún eins og aðrir á Landakoti vakin og sofin yfir sjúklingum sínum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Þrettán íbúar og fjórir starfsmenn Sólvalla smitaðir Ellefu íbúar og fjórir starfsmenn öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 25. október 2020 18:31 Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39 „Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. Fleiri hafa nú verið lagðir inn á spítala í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins en þeirri fyrstu. 51 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala með Covid-tengd veikindi, þar af eru þrír á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Tíu Covid-sjúklingar útskrifuðust af Landspítala um helgina en tíu lögðust inn, að því er fram kom í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Alls hafa 115 verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid í þessari bylgju sem er „meira en nokkru sinni áður“, sagði Páll. 105 voru lagðir inn á sjúkrahús í fyrstu bylgju. Páll sagði alvarlega stöðu uppi á spítalanum og þróun atburðarásar næstu daga væri þrungin mikilli óvissu. Spítalinn byggi sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta. Gæti fjölgað í hópi smitaðra Páll sagði að eitt mikilvægasta verkefnið nú væri að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti rétt fyrir helgi. Alls hafa 79 smit nú verið rakin til Landakots, 27 hjá starfsfólki og 52 hjá sjúklingum. Smitin hafa greinst á þremur stofnunum; Landakoti, Reykjalundi og dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Af þessum 79 eru 20 starfsmenn Landspítala og 32 sjúklingar á Landakoti. Páll sagði að bæst gæti við þessa tölu smitaðra í sjúklingahópnum þó að stjórnendur voni að svo verði ekki. Sagði sögu ungs sjúkraliða Þá eru nú 270 starfsmenn Landspítala í sóttkví, stærstur hluti vegna sýkingarinnar á Landakoti. Páll notaði tækifærið og þakkaði starfsmönnum sem starfa við erfiðar aðstæður, einkum á Landakoti. „Ég vona að samfélagið skilji og meti framlag þessa fólks til þessarar baráttu og prófi að setja sig í þeirra spor,“ sagði Páll. Þá sagði hann sögu af ungri konu, sjúkraliða og einstæðri móður, sem vinnur á Landakoti. Hún reyndist ekki smituð af Covid-19 en Páll sagði að hún hefði ekki getað hugsað sér annað en að halda áfram að sinna vinnu sinni á Landakoti. „Því tók faðirinn börnin til sín og hún mætir í vinnuna í fullum varnarbúningi og fer einungis á milli heimilis og vinnu. Hún fer svo aftur í skimun á næstu dögum og við vonum auðvitað að hún reynist áfram neikvæð. Börnin sín sér hún ekki næstu tvær vikur. Svona er hún eins og aðrir á Landakoti vakin og sofin yfir sjúklingum sínum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Þrettán íbúar og fjórir starfsmenn Sólvalla smitaðir Ellefu íbúar og fjórir starfsmenn öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 25. október 2020 18:31 Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39 „Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Þrettán íbúar og fjórir starfsmenn Sólvalla smitaðir Ellefu íbúar og fjórir starfsmenn öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 25. október 2020 18:31
Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39
„Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47