Múslimar víða reiðir Macron Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2020 11:14 Frá mótmælum gegn Macron í Istanbúl í Tyrklandi um helgina. AP/Emrah Gurel Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði. Erdogan hefur gagnrýnt Macron harðlega á undanförnum dögum og sakað hann um múslimahatur en ríkisstjórn Macron stefnir að því að auka eftirlit með moskum í landinu, auk annarra aðgerða. Franskar vörur eru nú sniðgengnar víða í Arabaríkjum og hafa Frakkar verið gagnrýndir harðlega af múslimum fyrir viðbrögð Macron við hrottalegu morði kennara í úthverfi Parísar. Samuel Paty var myrtur fyrir að hafa sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í tíma um málfrelsi. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna myrti Paty og afhöfðaði hann. Morðinginn var ekki nemandi við skóla Paty og virðist hafa lagt land undir fót til að fremja morðið. Sjá einnig: Greiddi nemendum til að benda á kennarann Sendiherra Frakklands í Pakistan var kallaður á teppið af Imran Khan, forsætisráðherra landsins, í morgun. Á fundi Khan og sendiherrans sakaði forsætisráðherrann Macron um að „ráðast á íslam“. Franska veraldarhyggjan mikilvæg Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennurum hefur þó þótt það mun erfiðara á undanförnum árum. Í byrjun mánaðarins opinberaði Emmanuel Macron, forseti, áætlun ríkisstjórnar hans varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Hann sagði henni ætlað að berjast gegn „aðskilnaðaröflum“ og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Áætlunin felur meðal annars í sér aukið eftirlit með skólum og fjárveitingum bænahúsa. Markmiðið er að draga úr áhrifum erlendra aðila, eins og Tyrkja, í moskum í Frakklandi. Þetta hefur verið gagnrýnt og hefur Macron verið sakaður um að vilja bæla niður trú múslima. Áætlunin er sömuleiðis sögð eiga á hættu að réttlæta fordóma gegn múslimum. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Morð Paty virðist hafa gefið þessari áætlun byr undir báða vængi. í frétt France24 segir að umræðan um franska veraldarhyggju hafi aukist til muna. We will not give in, ever.We respect all differences in a spirit of peace. We do not accept hate speech and defend reasonable debate. We will always be on the side of human dignity and universal values.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) October 25, 2020 Í ræðu í Tyrklandi um helgina gaf Erdogan í skyn að Macron væri veikur á geði og sagði franska forsetann vera með sig á heilanum. „Hvað hefur Macron á móti íslam? Hvað hefur hann á móti múslimum?“ sagði Erdogan. „Hann þarf einhvers konar geðheilsumeðferð. Hvað annað er hægt að segja um þjóðarleiðtoga sem trúir ekki á trúfrelsi og hagar sér svona gegn milljónum manna sem eru annarrar trúar og búa í hans eigin landi?“ Forsætisembætti Frakklands hefur gagnrýnt ummælin harðlega og krafist þess að Erdogan dragi úr áróðri sínum. Vert er að taka fram að Frakkar og Tyrkir deila nú um margvís málefni og þar á meðal þegar kemur að átökunum í Líbíu, Sýrlandi og Nagorno-Karabakh auk þess sem Frakkar hafa staðið við bak Grikkja í deilum þeirra við Tyrki. Hér má sjá forsíðu Daily Sabah, sem er tyrkneskt dagblað og þykir ritstjórn þess mjög hliðhollt ríkisstjórn Erdogan. Macron and Wilders, the two faces of hatred, racism in Europe | Today's Front Pagehttps://t.co/q4FsngMGLQ pic.twitter.com/DUeTDH2or7— DAILY SABAH (@DailySabah) October 26, 2020 Frakkland Tyrkland Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði. Erdogan hefur gagnrýnt Macron harðlega á undanförnum dögum og sakað hann um múslimahatur en ríkisstjórn Macron stefnir að því að auka eftirlit með moskum í landinu, auk annarra aðgerða. Franskar vörur eru nú sniðgengnar víða í Arabaríkjum og hafa Frakkar verið gagnrýndir harðlega af múslimum fyrir viðbrögð Macron við hrottalegu morði kennara í úthverfi Parísar. Samuel Paty var myrtur fyrir að hafa sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í tíma um málfrelsi. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna myrti Paty og afhöfðaði hann. Morðinginn var ekki nemandi við skóla Paty og virðist hafa lagt land undir fót til að fremja morðið. Sjá einnig: Greiddi nemendum til að benda á kennarann Sendiherra Frakklands í Pakistan var kallaður á teppið af Imran Khan, forsætisráðherra landsins, í morgun. Á fundi Khan og sendiherrans sakaði forsætisráðherrann Macron um að „ráðast á íslam“. Franska veraldarhyggjan mikilvæg Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennurum hefur þó þótt það mun erfiðara á undanförnum árum. Í byrjun mánaðarins opinberaði Emmanuel Macron, forseti, áætlun ríkisstjórnar hans varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Hann sagði henni ætlað að berjast gegn „aðskilnaðaröflum“ og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Áætlunin felur meðal annars í sér aukið eftirlit með skólum og fjárveitingum bænahúsa. Markmiðið er að draga úr áhrifum erlendra aðila, eins og Tyrkja, í moskum í Frakklandi. Þetta hefur verið gagnrýnt og hefur Macron verið sakaður um að vilja bæla niður trú múslima. Áætlunin er sömuleiðis sögð eiga á hættu að réttlæta fordóma gegn múslimum. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Morð Paty virðist hafa gefið þessari áætlun byr undir báða vængi. í frétt France24 segir að umræðan um franska veraldarhyggju hafi aukist til muna. We will not give in, ever.We respect all differences in a spirit of peace. We do not accept hate speech and defend reasonable debate. We will always be on the side of human dignity and universal values.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) October 25, 2020 Í ræðu í Tyrklandi um helgina gaf Erdogan í skyn að Macron væri veikur á geði og sagði franska forsetann vera með sig á heilanum. „Hvað hefur Macron á móti íslam? Hvað hefur hann á móti múslimum?“ sagði Erdogan. „Hann þarf einhvers konar geðheilsumeðferð. Hvað annað er hægt að segja um þjóðarleiðtoga sem trúir ekki á trúfrelsi og hagar sér svona gegn milljónum manna sem eru annarrar trúar og búa í hans eigin landi?“ Forsætisembætti Frakklands hefur gagnrýnt ummælin harðlega og krafist þess að Erdogan dragi úr áróðri sínum. Vert er að taka fram að Frakkar og Tyrkir deila nú um margvís málefni og þar á meðal þegar kemur að átökunum í Líbíu, Sýrlandi og Nagorno-Karabakh auk þess sem Frakkar hafa staðið við bak Grikkja í deilum þeirra við Tyrki. Hér má sjá forsíðu Daily Sabah, sem er tyrkneskt dagblað og þykir ritstjórn þess mjög hliðhollt ríkisstjórn Erdogan. Macron and Wilders, the two faces of hatred, racism in Europe | Today's Front Pagehttps://t.co/q4FsngMGLQ pic.twitter.com/DUeTDH2or7— DAILY SABAH (@DailySabah) October 26, 2020
Frakkland Tyrkland Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira