Erlent

Mótmælt ellefta sunnudaginn í röð í Hvíta Rússlandi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fólkið krefst þess að forseti landsins stígi til hliðar en hann er sakaður um stórfellt kosningasvindl í síðustu kosningum. 
Fólkið krefst þess að forseti landsins stígi til hliðar en hann er sakaður um stórfellt kosningasvindl í síðustu kosningum.  Stringer/Getty Images

Lögreglan í Hvíta Rússlandi lét enn einu sinni til skarar skríða gegn mótmælendum í gærkvöldi en þetta var ellefti sunnudagurinn í röð sem fólk flykktist út á götur höfuðborgarinnar Minsk til að mótmæla stjórnvöldum og forsetanum Alexander Lukashenko.

Fólkið krafðist þess að hann myndi stíga til hliðar, ella myndu allsherjarverkföll hefjast í landinu í dag. Mannréttindasamtök segja að 216 hafi verið handteknir en óljóst er hve margir særðust í átökunum.

Ekki er þó búist við því að verkföllin verði mjög víðtæk. Slíkar aðferðið voru reyndar í ágúst og einnig í september en þær báru lítinn árangur og stóðu stutt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×