Skoraði óvart og „klúðraði“ leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 09:31 Calvin Ridley fagnar Todd Gurley eftir snertimarkið en Gurley gerir sér grein fyrir því að hann gerði mistök. Getty/ Kevin C. Cox Er hægt að „klúðra“ leik með því að skora? Jú það er hægt í NFL-deildinni og gerðist einmitt í leik Atlanta Falcons og Detriot Lions í gær. Atlanta Falcons liðið á þessu tímabili gæti gefið út handbók yfir því hvernig á að klúðra leikjum í ameríska fótboltanum og enn einn kaflinn bættist við í gær. Hvað eftir annað hafa Fálkarnir frá Atlanta misst niður yfirburðarforystu og tapað á lokasekúndum og svo var einnig í gær. Detriot Lions tryggði sér 23-22 sigur á Atlanta Falcons með því að skora snertimark á síðustu sekúndu leiksins eftir magnaða sókn upp allan völlinn. Atlanta Falcons var í lykilstöðu í lokasókn sinni og átti möguleika að tryggja sér endurnýjun þegar 72 sekúndur voru eftir af leiknum. .@TG3II crosses the goal line to give the @AtlantaFalcons the lead! : #DETvsATL on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/MIIkbfUwYk pic.twitter.com/X1UPU3RXGH— NFL (@NFL) October 25, 2020 Hlauparinn Todd Gurley var búinn að tryggja sér endurnýjun en skoraði „óvart“ snertimark. Atlanta Falcons komst þar með í 22-16 en það var rúm mínúta eftir. Gurley reyndi að hætta við að skora en tókst það ekki. Ekki oft sem maður sér sóknarlið ekki vilja fá snertimark dæmt gilt. Það má sjá þetta hér fyrir ofan. Það réttasta í stöðunni fyrir Gurley hefði verið að skora ekki og þá hefði Atlanta Falcons liðið getað eytt miklu meira af klukkunni og skorað síðan vallarmark sem hefði nægt liðinu til að vinna. Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions, fékk hins vegar rúma mínútu til að fara með liðið sitt upp allan völlinn. Það tókst og hann fann loksins innherjann T. J. Hockenson á síðustu sekúndunni og tryggði Ljónunum sigurinn. Það má sjá sigursnertimarkið hér fyrir neðan. TJ HOCKENSON. FOR THE WIN. ON #NationalTightEndsDay! #OnePride #DETvsATL pic.twitter.com/IgPI0pOLGy— NFL (@NFL) October 25, 2020 NFL Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Er hægt að „klúðra“ leik með því að skora? Jú það er hægt í NFL-deildinni og gerðist einmitt í leik Atlanta Falcons og Detriot Lions í gær. Atlanta Falcons liðið á þessu tímabili gæti gefið út handbók yfir því hvernig á að klúðra leikjum í ameríska fótboltanum og enn einn kaflinn bættist við í gær. Hvað eftir annað hafa Fálkarnir frá Atlanta misst niður yfirburðarforystu og tapað á lokasekúndum og svo var einnig í gær. Detriot Lions tryggði sér 23-22 sigur á Atlanta Falcons með því að skora snertimark á síðustu sekúndu leiksins eftir magnaða sókn upp allan völlinn. Atlanta Falcons var í lykilstöðu í lokasókn sinni og átti möguleika að tryggja sér endurnýjun þegar 72 sekúndur voru eftir af leiknum. .@TG3II crosses the goal line to give the @AtlantaFalcons the lead! : #DETvsATL on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/MIIkbfUwYk pic.twitter.com/X1UPU3RXGH— NFL (@NFL) October 25, 2020 Hlauparinn Todd Gurley var búinn að tryggja sér endurnýjun en skoraði „óvart“ snertimark. Atlanta Falcons komst þar með í 22-16 en það var rúm mínúta eftir. Gurley reyndi að hætta við að skora en tókst það ekki. Ekki oft sem maður sér sóknarlið ekki vilja fá snertimark dæmt gilt. Það má sjá þetta hér fyrir ofan. Það réttasta í stöðunni fyrir Gurley hefði verið að skora ekki og þá hefði Atlanta Falcons liðið getað eytt miklu meira af klukkunni og skorað síðan vallarmark sem hefði nægt liðinu til að vinna. Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions, fékk hins vegar rúma mínútu til að fara með liðið sitt upp allan völlinn. Það tókst og hann fann loksins innherjann T. J. Hockenson á síðustu sekúndunni og tryggði Ljónunum sigurinn. Það má sjá sigursnertimarkið hér fyrir neðan. TJ HOCKENSON. FOR THE WIN. ON #NationalTightEndsDay! #OnePride #DETvsATL pic.twitter.com/IgPI0pOLGy— NFL (@NFL) October 25, 2020
NFL Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira