Körfubolti

Haukur Helgi stigahæstur í tapi gegn Barcelona

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson Andorra.jfif

Íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson var í eldlínunni í spænska körfuboltanum í kvöld þegar lið hans, Morabanc Andorra, heimsótti Katalóníustórveldið Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni.

Börsungar hafa á að skipa afar sterku liði og þeir tóku fljótt frumkvæðið í leiknum og voru allan tímann með nokkuð örugga forystu. 

Fór að lokum svo að Barcelona vann sannfærandi sigur, 82-71.

Haukur Helgi hóf leik á varamannabekk Andorra liðsins en lék rúmar 16 mínútur í leiknum og var stigahæstur gestaliðsins með 10 stig.

Rolands Smits var stigahæstur Börsunga með 15 stig en næststigahæstur var Nikola Mirotic með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×