Sport

Katrín Tanja þriðja í tíundu greininni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/fittestincapetown

Katrín Tanja Davíðsdóttir varð þriðja í mark í tíundu grein heimsleikanna í CrossFit sem fram fara í Kaliforníu um helgina en Katrín er eini fulltrúi Íslands á leikunum þar sem fimm bestu konur heims í CrossFit etja kappi.

Hin ástralska Tia-Clair Toomey heldur áfram að auka við forskot sitt á toppnum og er næsta víst að hún mun hampa heimsmeistaratitlinum í kvöld en aðeins á eftir að keppa tvær greinar.

Katrín Tanja er í 2.sæti í heildarkeppninni með 535 stig en Loomey hefur 870 stig í efsta sæti.

Sá keppandi sem vinnur hverja grein fær 100 stig, annað sætið fær 75 stig, þriðja sætið fær 55 stig, fjórða sætið fær 35 stig og síðasta sætið fær 15 stig. Þú þarft hins vegar að klára greinna til að fá stig því annars færðu 0 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×