Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2020 08:12 Duda forseti er 48 ára gamall. Talsmaður hans segir honum líða vel í einangrun. AP/Beata Zawrzal Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. Sýni sem var tekið úr Duda í gær greindist jákvætt. Fyrr um daginn hafði hann meðal annars heimsótt þjóðarleikvanginn í Varsjá sem verið er að breyta í bráðabirgðasjúkrahús og hitt Iga Swiatek, nítján ára gamlan pólskan tennisleikmann sem vann Opna franska mótið fyrr í þessum mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Faraldurinn var ekki eins skæður í Póllandi í vor og víða annars staðar í Evrópu. Verulegur uppgangur er hins vegar í faraldrinum nú. Í gær var slegið met þegar 13.600 manns greindust smitaðir á einum degi og 153 létu lífið. Alls hafa nú fleiri en 4.170 látið af völdum faraldursins í Póllandi. Álag á heilbrigðiskerfi landsins fer ört vaxandi. Læknar segja að sjúklingar deyi nú ekki aðeins af völdum Covid-19 heldur úr öðrum kvillum sem sjúkrahús ná ekki að sinna sem skyldi. Ríkisstjórnin reynir nú að opna bráðabirgðasjúkrahús líkt og í Varsjá en hefur ekki enn tekist að finna lækna og hjúkrunarfræðinga til þess að manna þau. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra, hvatti landa sína til þess að virða sóttvarnareglur til þess að bjarga mannslífum. Pólland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Fleiri fréttir Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Sjá meira
Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. Sýni sem var tekið úr Duda í gær greindist jákvætt. Fyrr um daginn hafði hann meðal annars heimsótt þjóðarleikvanginn í Varsjá sem verið er að breyta í bráðabirgðasjúkrahús og hitt Iga Swiatek, nítján ára gamlan pólskan tennisleikmann sem vann Opna franska mótið fyrr í þessum mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Faraldurinn var ekki eins skæður í Póllandi í vor og víða annars staðar í Evrópu. Verulegur uppgangur er hins vegar í faraldrinum nú. Í gær var slegið met þegar 13.600 manns greindust smitaðir á einum degi og 153 létu lífið. Alls hafa nú fleiri en 4.170 látið af völdum faraldursins í Póllandi. Álag á heilbrigðiskerfi landsins fer ört vaxandi. Læknar segja að sjúklingar deyi nú ekki aðeins af völdum Covid-19 heldur úr öðrum kvillum sem sjúkrahús ná ekki að sinna sem skyldi. Ríkisstjórnin reynir nú að opna bráðabirgðasjúkrahús líkt og í Varsjá en hefur ekki enn tekist að finna lækna og hjúkrunarfræðinga til þess að manna þau. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra, hvatti landa sína til þess að virða sóttvarnareglur til þess að bjarga mannslífum.
Pólland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Fleiri fréttir Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Sjá meira