Lífið

Fjölbreytt tíska í fjölnota grímum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva Dögg hefur farið vel og vandlega yfir grímurnar.
Eva Dögg hefur farið vel og vandlega yfir grímurnar.

Grímur eru að verða hluti að okkar útliti og klæðnaði á hverjum einasta degi og er það farið að færast í aukanna að fólk gangi um með fjölnota grímur. Vala Matt kynnti sér málið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Ýmsar þriggja laga grímur geta verið bæði töff og einnig skemmtilegar. Vala heimsótti tískudrottninguna og áhrifavaldinn Evu Dögg Sigurgeirsdóttur sem heldur úti vefsíðunni tiska.is og fékk að sjá hvað hún var búin að finna af flottum andlitsgrímum og þar var margt spennandi að sjá. Eva hefur skoðað úrvalið frá a-ö.

„Það eru mjög margir með flottar grímur og eru að flytja þær inn. Margar á frábæru verði,“ segir Eva Dögg.

Eva Dögg hefur farið í gegnum grímutískuna frá a-ö.

„Sumar grímur eru í raun eins og myndlistarverk svo er stundum gaman að fara út með pallíettu grímu ef maður er að fara í Þjóðleikhúsið eða eitthvað fínt út.“

Hún segir að fjölmörg fyrirtæki séu að framleiða grímur og sum þeirra framleiða sérhannaðar grímur með merkjum íþróttafélaganna á eða bara merki saumaklúbbsins. Eva segir að stærstu tískufyrirtæki heims séu farin að hanna grímur.

„Þeir eru allir farnir að framleiða grímur núna því þetta er greinilega orðinn partur af lífi okkar núna.“

Myndlistarmaðurinn Daði Guðbjörnsson sýndi einnig hvernig hann lét prenta andlitið á sér á grímu en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×