Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2020 22:18 Kennarinn Samuel Paty var myrtur á hrottalegan hátt fyrir að sýna skopmyndir af Múhammeð spámanni. Hann var jarðaður í gær. AP/Francois Mori Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. Kennarar vilja frekari leiðbeiningar og vernd yfirvalda. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Samkvæmt umfjöllun Reuters hefur kennurum þó þótt það mun erfiðara á undanförnum árum. Kennarar á yngri skólastigum segjast jafnvel ekki hafa lesið söguna um gríslíngana þrjá af ótta við mótmæli frá múslimum og sagnfræðikennarar hafa forðast að fjalla um trúarádeilur. Sagðist hafa verið heigull í kjölfar árásar Einn kennari sem blaðmenn Reuters ræddu við segist hafa sjálfritskoðað sjálfa sig töluvert. Hún starfaði í grunnskóla í París og sagðist hafa fundið fyrir hatri gagnvart frönskum gildum. Hún hafi óttast hefndaraðgerðir. Rifjaði hún upp árásina á skrifstofu Charlie Hebdo árið 2015 og sagði að hún hefði lítið talað um hana við nemendur sína. „Við héldum mínútu þögn og héldum svo áfram. Ég var heigull,“ sagði hún. Þessi vandræði þykja hvað umfangsmest í fátækari úthverfum Parísar. Þar segja kennarar að listinn yfir málefni sem erfitt sé að ræða sé sífellt stækkandi og kenna þeir fjölskyldumeðlimum og samfélagsleiðtogum um að hafa áhrif á ungmenni. Stjórnvöld í Frakklandi segjast meðvituð um vandamálið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti því yfir í gær að ríkið myndi standa vörð um frönsk gildi og verja kennara. Kennarar vilja þó frekari leiðbeiningar og tryggingar frá yfirvöldum. „Á ég að tala um þetta við nemendur mína þegar þeir koma aftur úr vetrarfríi, með skopmynd af spámanninum í hönd?“ sagði einn listakennari við Reuters. Hún ímyndaði sér að það yrði verra að segja ekki neitt. „Í dag er ég hrædd. Ég óttast þó meira hvað gerist ef við látum svo hræðilega hluti hafa áhrif á umræðuna.“ Grípa til aðgerða vegna „aðskilnaðarafla“ Í byrjun mánaðarins opinberaði Emmanuel Macron, forseti, áætlun ríkisstjórnar hans varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Hann sagði henni ætlað að berjast gegn „aðskilnaðaröflum“ og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Á undanförnum árum hafa fjölmargar hryðjuverkaárásir verið gerðar af íslamistum í Frakklandi. Samhliða því hafa fordómar gegn íslamstrú aukist í landinu. Frakkland Tengdar fréttir Greiddi nemendum til að benda á kennarann Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að tveir nemendur í skólanum þar sem Samuel Paty kenndi hafi fengið greitt fyrir að bera kennsl á hann fyrir morðingjans hans. 21. október 2020 19:45 Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25 Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. Kennarar vilja frekari leiðbeiningar og vernd yfirvalda. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Samkvæmt umfjöllun Reuters hefur kennurum þó þótt það mun erfiðara á undanförnum árum. Kennarar á yngri skólastigum segjast jafnvel ekki hafa lesið söguna um gríslíngana þrjá af ótta við mótmæli frá múslimum og sagnfræðikennarar hafa forðast að fjalla um trúarádeilur. Sagðist hafa verið heigull í kjölfar árásar Einn kennari sem blaðmenn Reuters ræddu við segist hafa sjálfritskoðað sjálfa sig töluvert. Hún starfaði í grunnskóla í París og sagðist hafa fundið fyrir hatri gagnvart frönskum gildum. Hún hafi óttast hefndaraðgerðir. Rifjaði hún upp árásina á skrifstofu Charlie Hebdo árið 2015 og sagði að hún hefði lítið talað um hana við nemendur sína. „Við héldum mínútu þögn og héldum svo áfram. Ég var heigull,“ sagði hún. Þessi vandræði þykja hvað umfangsmest í fátækari úthverfum Parísar. Þar segja kennarar að listinn yfir málefni sem erfitt sé að ræða sé sífellt stækkandi og kenna þeir fjölskyldumeðlimum og samfélagsleiðtogum um að hafa áhrif á ungmenni. Stjórnvöld í Frakklandi segjast meðvituð um vandamálið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti því yfir í gær að ríkið myndi standa vörð um frönsk gildi og verja kennara. Kennarar vilja þó frekari leiðbeiningar og tryggingar frá yfirvöldum. „Á ég að tala um þetta við nemendur mína þegar þeir koma aftur úr vetrarfríi, með skopmynd af spámanninum í hönd?“ sagði einn listakennari við Reuters. Hún ímyndaði sér að það yrði verra að segja ekki neitt. „Í dag er ég hrædd. Ég óttast þó meira hvað gerist ef við látum svo hræðilega hluti hafa áhrif á umræðuna.“ Grípa til aðgerða vegna „aðskilnaðarafla“ Í byrjun mánaðarins opinberaði Emmanuel Macron, forseti, áætlun ríkisstjórnar hans varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Hann sagði henni ætlað að berjast gegn „aðskilnaðaröflum“ og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Á undanförnum árum hafa fjölmargar hryðjuverkaárásir verið gerðar af íslamistum í Frakklandi. Samhliða því hafa fordómar gegn íslamstrú aukist í landinu.
Frakkland Tengdar fréttir Greiddi nemendum til að benda á kennarann Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að tveir nemendur í skólanum þar sem Samuel Paty kenndi hafi fengið greitt fyrir að bera kennsl á hann fyrir morðingjans hans. 21. október 2020 19:45 Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25 Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Greiddi nemendum til að benda á kennarann Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að tveir nemendur í skólanum þar sem Samuel Paty kenndi hafi fengið greitt fyrir að bera kennsl á hann fyrir morðingjans hans. 21. október 2020 19:45
Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25
Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46