„Ekkert sérstaklega gaman þegar fólk er að slúðra um mann“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 14:31 Svanhildur Hólm og Logi Bergmann Eiðsson eiga í dag sjö börn. Tvö börn saman og fimm börn úr fyrri samböndum. „Ég hafði aldrei verið með manni sem átti fjögur börn og hafði ekki hugmynd um hvað ég væri að fara út í. Ég var bara 28 ára og átti eitt barn og þetta var svona ókannað land. Þetta var ákveðin brekka og ég get alveg sagt það ef það er einhver í þessari aðstöðu núna að það er eins gott að sambandið sé gott, þetta er alveg brekka að gera þetta,“ segir Svanhildur Hólm sem er sennilega þekktust fyrir fjölmiðlaferil sinn bæði hjá RÚV og Stöð 2 en hún hefur ekki verið á skjánum í mörg ár. Hún er nýhætt sem aðstoðarmaður Bjarna Ben fjármálaráðherra og nýráðin sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Svanhildur fór um víðan völl í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk með Snæbirni Ragnarssyni á dögunum. Þar ræddi hún meðal annars hjónaband sitt. Svanhildur og Logi Bergmann Eiðsson gengu í það heilaga árið 2005 og hafa síðan þá eignast tvö börn saman. Alls eiga þau sjö börn en bæði áttu þau börn úr fyrra sambandi. „Þetta var alveg erfitt á margan lund, að taka saman á þessum tíma og vorum bæði á þessum tíma opinberar persónur og fólk hafði miklar skoðanir á þessu. Þetta var á þessum tíma þar sem svona hlutir voru alltaf forsíðufréttir á Séð & Heyrt. Maður sjálfur er þokkalega rólegur yfir þessu en finnst þetta kannski leiðinlegt vegna allra hinna sem standa að manni, að vera í einhverjum slúðurblöðum og svona,“ segir Svanhildur. Hún segist oftast ekki taka hlutina mikið inn á sig. Það hafi hjálpað að þau hafi bæði verið þekktir einstaklingar. Snæbjörn og Svanhildur fóru um víðan völl í spjallinu. „Fyrir fjölskyldurnar okkar, foreldrum manns og fyrrverandi mökum og svona þá er það ekkert sérstaklega gaman þegar fólk er að slúðra um mann. Fyrrverandi makar okkar velja það ekkert að þetta sé slúður dagsins. En við erum frekar heppin með krakka og áttum til að mynda þrjú börn sem voru fædd á svipuðum tíma, 95,96 og 97 og þau eru til dæmis mjög góðir vinir í dag og þurftu þarna að finna sig áfram í nýjum veruleika. Þetta hefur auðvitað líka mjög mikið að gera með krakkana líka, ekki bara mann sjálfan.“ Hún segist aldrei hafa verið efins um að byrja í sambandi með manni sem átti fjögur börn. „Ég er ofsalega fegin í dag og ég veit ekki hvað fólk segir um sálufélaga en það þarf allavega mjög sérstakan mann til að geta búið með mér í allan þennan tíma. Logi hefur staðið sig með mikilli prýði,“ segir Svanhildur en þau eignuðust saman tvö börn. „Fyrra barnið var alveg planað en seinna kom smá óvænt. Logi segir að það hafi komið út af því að ég get ekki reiknað. Það er ekki satt, ég er bara ekki alltaf að reikna,“ segir Svanhildur en í þættinum lýsir hún sambandi sínu við Loga vel og er það greinilega mjög fallegt og gott. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en þar ræða þau allt á milli himins og jarðar. Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fleiri fréttir „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Sjá meira
„Ég hafði aldrei verið með manni sem átti fjögur börn og hafði ekki hugmynd um hvað ég væri að fara út í. Ég var bara 28 ára og átti eitt barn og þetta var svona ókannað land. Þetta var ákveðin brekka og ég get alveg sagt það ef það er einhver í þessari aðstöðu núna að það er eins gott að sambandið sé gott, þetta er alveg brekka að gera þetta,“ segir Svanhildur Hólm sem er sennilega þekktust fyrir fjölmiðlaferil sinn bæði hjá RÚV og Stöð 2 en hún hefur ekki verið á skjánum í mörg ár. Hún er nýhætt sem aðstoðarmaður Bjarna Ben fjármálaráðherra og nýráðin sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Svanhildur fór um víðan völl í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk með Snæbirni Ragnarssyni á dögunum. Þar ræddi hún meðal annars hjónaband sitt. Svanhildur og Logi Bergmann Eiðsson gengu í það heilaga árið 2005 og hafa síðan þá eignast tvö börn saman. Alls eiga þau sjö börn en bæði áttu þau börn úr fyrra sambandi. „Þetta var alveg erfitt á margan lund, að taka saman á þessum tíma og vorum bæði á þessum tíma opinberar persónur og fólk hafði miklar skoðanir á þessu. Þetta var á þessum tíma þar sem svona hlutir voru alltaf forsíðufréttir á Séð & Heyrt. Maður sjálfur er þokkalega rólegur yfir þessu en finnst þetta kannski leiðinlegt vegna allra hinna sem standa að manni, að vera í einhverjum slúðurblöðum og svona,“ segir Svanhildur. Hún segist oftast ekki taka hlutina mikið inn á sig. Það hafi hjálpað að þau hafi bæði verið þekktir einstaklingar. Snæbjörn og Svanhildur fóru um víðan völl í spjallinu. „Fyrir fjölskyldurnar okkar, foreldrum manns og fyrrverandi mökum og svona þá er það ekkert sérstaklega gaman þegar fólk er að slúðra um mann. Fyrrverandi makar okkar velja það ekkert að þetta sé slúður dagsins. En við erum frekar heppin með krakka og áttum til að mynda þrjú börn sem voru fædd á svipuðum tíma, 95,96 og 97 og þau eru til dæmis mjög góðir vinir í dag og þurftu þarna að finna sig áfram í nýjum veruleika. Þetta hefur auðvitað líka mjög mikið að gera með krakkana líka, ekki bara mann sjálfan.“ Hún segist aldrei hafa verið efins um að byrja í sambandi með manni sem átti fjögur börn. „Ég er ofsalega fegin í dag og ég veit ekki hvað fólk segir um sálufélaga en það þarf allavega mjög sérstakan mann til að geta búið með mér í allan þennan tíma. Logi hefur staðið sig með mikilli prýði,“ segir Svanhildur en þau eignuðust saman tvö börn. „Fyrra barnið var alveg planað en seinna kom smá óvænt. Logi segir að það hafi komið út af því að ég get ekki reiknað. Það er ekki satt, ég er bara ekki alltaf að reikna,“ segir Svanhildur en í þættinum lýsir hún sambandi sínu við Loga vel og er það greinilega mjög fallegt og gott. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en þar ræða þau allt á milli himins og jarðar.
Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fleiri fréttir „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Sjá meira