„Ekkert sérstaklega gaman þegar fólk er að slúðra um mann“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 14:31 Svanhildur Hólm og Logi Bergmann Eiðsson eiga í dag sjö börn. Tvö börn saman og fimm börn úr fyrri samböndum. „Ég hafði aldrei verið með manni sem átti fjögur börn og hafði ekki hugmynd um hvað ég væri að fara út í. Ég var bara 28 ára og átti eitt barn og þetta var svona ókannað land. Þetta var ákveðin brekka og ég get alveg sagt það ef það er einhver í þessari aðstöðu núna að það er eins gott að sambandið sé gott, þetta er alveg brekka að gera þetta,“ segir Svanhildur Hólm sem er sennilega þekktust fyrir fjölmiðlaferil sinn bæði hjá RÚV og Stöð 2 en hún hefur ekki verið á skjánum í mörg ár. Hún er nýhætt sem aðstoðarmaður Bjarna Ben fjármálaráðherra og nýráðin sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Svanhildur fór um víðan völl í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk með Snæbirni Ragnarssyni á dögunum. Þar ræddi hún meðal annars hjónaband sitt. Svanhildur og Logi Bergmann Eiðsson gengu í það heilaga árið 2005 og hafa síðan þá eignast tvö börn saman. Alls eiga þau sjö börn en bæði áttu þau börn úr fyrra sambandi. „Þetta var alveg erfitt á margan lund, að taka saman á þessum tíma og vorum bæði á þessum tíma opinberar persónur og fólk hafði miklar skoðanir á þessu. Þetta var á þessum tíma þar sem svona hlutir voru alltaf forsíðufréttir á Séð & Heyrt. Maður sjálfur er þokkalega rólegur yfir þessu en finnst þetta kannski leiðinlegt vegna allra hinna sem standa að manni, að vera í einhverjum slúðurblöðum og svona,“ segir Svanhildur. Hún segist oftast ekki taka hlutina mikið inn á sig. Það hafi hjálpað að þau hafi bæði verið þekktir einstaklingar. Snæbjörn og Svanhildur fóru um víðan völl í spjallinu. „Fyrir fjölskyldurnar okkar, foreldrum manns og fyrrverandi mökum og svona þá er það ekkert sérstaklega gaman þegar fólk er að slúðra um mann. Fyrrverandi makar okkar velja það ekkert að þetta sé slúður dagsins. En við erum frekar heppin með krakka og áttum til að mynda þrjú börn sem voru fædd á svipuðum tíma, 95,96 og 97 og þau eru til dæmis mjög góðir vinir í dag og þurftu þarna að finna sig áfram í nýjum veruleika. Þetta hefur auðvitað líka mjög mikið að gera með krakkana líka, ekki bara mann sjálfan.“ Hún segist aldrei hafa verið efins um að byrja í sambandi með manni sem átti fjögur börn. „Ég er ofsalega fegin í dag og ég veit ekki hvað fólk segir um sálufélaga en það þarf allavega mjög sérstakan mann til að geta búið með mér í allan þennan tíma. Logi hefur staðið sig með mikilli prýði,“ segir Svanhildur en þau eignuðust saman tvö börn. „Fyrra barnið var alveg planað en seinna kom smá óvænt. Logi segir að það hafi komið út af því að ég get ekki reiknað. Það er ekki satt, ég er bara ekki alltaf að reikna,“ segir Svanhildur en í þættinum lýsir hún sambandi sínu við Loga vel og er það greinilega mjög fallegt og gott. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en þar ræða þau allt á milli himins og jarðar. Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
„Ég hafði aldrei verið með manni sem átti fjögur börn og hafði ekki hugmynd um hvað ég væri að fara út í. Ég var bara 28 ára og átti eitt barn og þetta var svona ókannað land. Þetta var ákveðin brekka og ég get alveg sagt það ef það er einhver í þessari aðstöðu núna að það er eins gott að sambandið sé gott, þetta er alveg brekka að gera þetta,“ segir Svanhildur Hólm sem er sennilega þekktust fyrir fjölmiðlaferil sinn bæði hjá RÚV og Stöð 2 en hún hefur ekki verið á skjánum í mörg ár. Hún er nýhætt sem aðstoðarmaður Bjarna Ben fjármálaráðherra og nýráðin sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Svanhildur fór um víðan völl í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk með Snæbirni Ragnarssyni á dögunum. Þar ræddi hún meðal annars hjónaband sitt. Svanhildur og Logi Bergmann Eiðsson gengu í það heilaga árið 2005 og hafa síðan þá eignast tvö börn saman. Alls eiga þau sjö börn en bæði áttu þau börn úr fyrra sambandi. „Þetta var alveg erfitt á margan lund, að taka saman á þessum tíma og vorum bæði á þessum tíma opinberar persónur og fólk hafði miklar skoðanir á þessu. Þetta var á þessum tíma þar sem svona hlutir voru alltaf forsíðufréttir á Séð & Heyrt. Maður sjálfur er þokkalega rólegur yfir þessu en finnst þetta kannski leiðinlegt vegna allra hinna sem standa að manni, að vera í einhverjum slúðurblöðum og svona,“ segir Svanhildur. Hún segist oftast ekki taka hlutina mikið inn á sig. Það hafi hjálpað að þau hafi bæði verið þekktir einstaklingar. Snæbjörn og Svanhildur fóru um víðan völl í spjallinu. „Fyrir fjölskyldurnar okkar, foreldrum manns og fyrrverandi mökum og svona þá er það ekkert sérstaklega gaman þegar fólk er að slúðra um mann. Fyrrverandi makar okkar velja það ekkert að þetta sé slúður dagsins. En við erum frekar heppin með krakka og áttum til að mynda þrjú börn sem voru fædd á svipuðum tíma, 95,96 og 97 og þau eru til dæmis mjög góðir vinir í dag og þurftu þarna að finna sig áfram í nýjum veruleika. Þetta hefur auðvitað líka mjög mikið að gera með krakkana líka, ekki bara mann sjálfan.“ Hún segist aldrei hafa verið efins um að byrja í sambandi með manni sem átti fjögur börn. „Ég er ofsalega fegin í dag og ég veit ekki hvað fólk segir um sálufélaga en það þarf allavega mjög sérstakan mann til að geta búið með mér í allan þennan tíma. Logi hefur staðið sig með mikilli prýði,“ segir Svanhildur en þau eignuðust saman tvö börn. „Fyrra barnið var alveg planað en seinna kom smá óvænt. Logi segir að það hafi komið út af því að ég get ekki reiknað. Það er ekki satt, ég er bara ekki alltaf að reikna,“ segir Svanhildur en í þættinum lýsir hún sambandi sínu við Loga vel og er það greinilega mjög fallegt og gott. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en þar ræða þau allt á milli himins og jarðar.
Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira