„Ekkert sérstaklega gaman þegar fólk er að slúðra um mann“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 14:31 Svanhildur Hólm og Logi Bergmann Eiðsson eiga í dag sjö börn. Tvö börn saman og fimm börn úr fyrri samböndum. „Ég hafði aldrei verið með manni sem átti fjögur börn og hafði ekki hugmynd um hvað ég væri að fara út í. Ég var bara 28 ára og átti eitt barn og þetta var svona ókannað land. Þetta var ákveðin brekka og ég get alveg sagt það ef það er einhver í þessari aðstöðu núna að það er eins gott að sambandið sé gott, þetta er alveg brekka að gera þetta,“ segir Svanhildur Hólm sem er sennilega þekktust fyrir fjölmiðlaferil sinn bæði hjá RÚV og Stöð 2 en hún hefur ekki verið á skjánum í mörg ár. Hún er nýhætt sem aðstoðarmaður Bjarna Ben fjármálaráðherra og nýráðin sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Svanhildur fór um víðan völl í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk með Snæbirni Ragnarssyni á dögunum. Þar ræddi hún meðal annars hjónaband sitt. Svanhildur og Logi Bergmann Eiðsson gengu í það heilaga árið 2005 og hafa síðan þá eignast tvö börn saman. Alls eiga þau sjö börn en bæði áttu þau börn úr fyrra sambandi. „Þetta var alveg erfitt á margan lund, að taka saman á þessum tíma og vorum bæði á þessum tíma opinberar persónur og fólk hafði miklar skoðanir á þessu. Þetta var á þessum tíma þar sem svona hlutir voru alltaf forsíðufréttir á Séð & Heyrt. Maður sjálfur er þokkalega rólegur yfir þessu en finnst þetta kannski leiðinlegt vegna allra hinna sem standa að manni, að vera í einhverjum slúðurblöðum og svona,“ segir Svanhildur. Hún segist oftast ekki taka hlutina mikið inn á sig. Það hafi hjálpað að þau hafi bæði verið þekktir einstaklingar. Snæbjörn og Svanhildur fóru um víðan völl í spjallinu. „Fyrir fjölskyldurnar okkar, foreldrum manns og fyrrverandi mökum og svona þá er það ekkert sérstaklega gaman þegar fólk er að slúðra um mann. Fyrrverandi makar okkar velja það ekkert að þetta sé slúður dagsins. En við erum frekar heppin með krakka og áttum til að mynda þrjú börn sem voru fædd á svipuðum tíma, 95,96 og 97 og þau eru til dæmis mjög góðir vinir í dag og þurftu þarna að finna sig áfram í nýjum veruleika. Þetta hefur auðvitað líka mjög mikið að gera með krakkana líka, ekki bara mann sjálfan.“ Hún segist aldrei hafa verið efins um að byrja í sambandi með manni sem átti fjögur börn. „Ég er ofsalega fegin í dag og ég veit ekki hvað fólk segir um sálufélaga en það þarf allavega mjög sérstakan mann til að geta búið með mér í allan þennan tíma. Logi hefur staðið sig með mikilli prýði,“ segir Svanhildur en þau eignuðust saman tvö börn. „Fyrra barnið var alveg planað en seinna kom smá óvænt. Logi segir að það hafi komið út af því að ég get ekki reiknað. Það er ekki satt, ég er bara ekki alltaf að reikna,“ segir Svanhildur en í þættinum lýsir hún sambandi sínu við Loga vel og er það greinilega mjög fallegt og gott. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en þar ræða þau allt á milli himins og jarðar. Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
„Ég hafði aldrei verið með manni sem átti fjögur börn og hafði ekki hugmynd um hvað ég væri að fara út í. Ég var bara 28 ára og átti eitt barn og þetta var svona ókannað land. Þetta var ákveðin brekka og ég get alveg sagt það ef það er einhver í þessari aðstöðu núna að það er eins gott að sambandið sé gott, þetta er alveg brekka að gera þetta,“ segir Svanhildur Hólm sem er sennilega þekktust fyrir fjölmiðlaferil sinn bæði hjá RÚV og Stöð 2 en hún hefur ekki verið á skjánum í mörg ár. Hún er nýhætt sem aðstoðarmaður Bjarna Ben fjármálaráðherra og nýráðin sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Svanhildur fór um víðan völl í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk með Snæbirni Ragnarssyni á dögunum. Þar ræddi hún meðal annars hjónaband sitt. Svanhildur og Logi Bergmann Eiðsson gengu í það heilaga árið 2005 og hafa síðan þá eignast tvö börn saman. Alls eiga þau sjö börn en bæði áttu þau börn úr fyrra sambandi. „Þetta var alveg erfitt á margan lund, að taka saman á þessum tíma og vorum bæði á þessum tíma opinberar persónur og fólk hafði miklar skoðanir á þessu. Þetta var á þessum tíma þar sem svona hlutir voru alltaf forsíðufréttir á Séð & Heyrt. Maður sjálfur er þokkalega rólegur yfir þessu en finnst þetta kannski leiðinlegt vegna allra hinna sem standa að manni, að vera í einhverjum slúðurblöðum og svona,“ segir Svanhildur. Hún segist oftast ekki taka hlutina mikið inn á sig. Það hafi hjálpað að þau hafi bæði verið þekktir einstaklingar. Snæbjörn og Svanhildur fóru um víðan völl í spjallinu. „Fyrir fjölskyldurnar okkar, foreldrum manns og fyrrverandi mökum og svona þá er það ekkert sérstaklega gaman þegar fólk er að slúðra um mann. Fyrrverandi makar okkar velja það ekkert að þetta sé slúður dagsins. En við erum frekar heppin með krakka og áttum til að mynda þrjú börn sem voru fædd á svipuðum tíma, 95,96 og 97 og þau eru til dæmis mjög góðir vinir í dag og þurftu þarna að finna sig áfram í nýjum veruleika. Þetta hefur auðvitað líka mjög mikið að gera með krakkana líka, ekki bara mann sjálfan.“ Hún segist aldrei hafa verið efins um að byrja í sambandi með manni sem átti fjögur börn. „Ég er ofsalega fegin í dag og ég veit ekki hvað fólk segir um sálufélaga en það þarf allavega mjög sérstakan mann til að geta búið með mér í allan þennan tíma. Logi hefur staðið sig með mikilli prýði,“ segir Svanhildur en þau eignuðust saman tvö börn. „Fyrra barnið var alveg planað en seinna kom smá óvænt. Logi segir að það hafi komið út af því að ég get ekki reiknað. Það er ekki satt, ég er bara ekki alltaf að reikna,“ segir Svanhildur en í þættinum lýsir hún sambandi sínu við Loga vel og er það greinilega mjög fallegt og gott. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en þar ræða þau allt á milli himins og jarðar.
Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira