Neyddar til vinnu og mæta ekki Svíum Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 09:00 Ísland átti ekki í vandræðum með að valta yfir Lettland í síðasta mánuði og kom boltanum níu sinnum framhjá hinni 17 ára gömlu Lauru Sinutkina. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lettneska kvennalandsliðið í fótbolta mátti sín lítils gegn því íslenska á Laugardalsvelli í síðasta mánuði. Liðið er án lykilmanna gegn Svíum í dag, meðal annars vegna þess að þær fengu ekki frí frá vinnu. Á meðan að íslenska liðið æfir saman í Gautaborg þessa dagana til að undirbúa sig fyrir stórleikinn við Svíþjóð í næstu viku, spila Svíar í dag við Letta. Íslensku stelpurnar fengu sem betur fer allar frí frá vinnu og námi til að fara snemma út og einbeita sér að leiknum. View this post on Instagram Preparations have started for our match against on Tuesday in the @uefawomenseuro qualifiers #LeiðinTilEnglands #dottir A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) on Oct 21, 2020 at 7:44am PDT Ísland vann Lettland 9-0 í undankeppni EM fyrir mánuði og búast má einnig við stórum tölum í dag. Svíþjóð vann Lettland 4-1 á útivelli og þar skoraði Eyjakonan Olga Sevcova eina mark Letta. Hún verður ekki með Lettlandi í dag vegna fjölskylduástæðna, samkvæmt fjölmiðlafulltrúa lettneska landsliðsins. Segir hafa skipt sköpum að hafa 17 ára markmann gegn Íslandi Lettar verða sömuleiðis án Kristine Girzda og Renate Fedotova í Gautaborg í dag. Girzda er mikilvæg liðinu sem varnarsinnaður miðjumaður en Fedotova á ekki fast sæti í byrjunarliðinu. „Girzda og Fedotova eru ekki atvinnumenn og neyddust báðar til að vera eftir heima til að vinna. Yfirmenn þeirra þvinguðu þær til að vinna,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Ilja Polakovs við Fotbollskanalen. Polakovs segir lettneska liðið einnig hafa verið í markmannsvandræðum undanfarið, eftir að fyrirliðinn Marija Ibragimova hætti. Það hafi haft mikið um tapið stóra að segja gegn Íslandi í markinu hafi verið 17 ára markmaður, Laura Sinutkina. Blackstenius bara með gegn Íslandi Framherjinn Stina Blackstenius verður ekki með Svíum í dag, þrátt fyrir að hafa jafnað sig af meiðslum frá því að hún missti af 1-1 jafnteflinu við Ísland í síðasta mánuði. Hún náði lítið sem ekkert að æfa með sænska landsliðinu á meðan að hún beið niðurstöðu úr kórónuveiruprófi, sem reyndist svo neikvæð. Blackstenius verður því með í leiknum mikilvæga gegn Íslandi næsta þriðjudag. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný skoraði þrennuna á öðrum fæti: Þreytandi að geta ekki leikið við son minn vegna verkja Dagný Brynjarsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum þegar hún gat ekki notað hægri fótinn vegna meiðsla. Hún píndi sig í gegnum leikinn mikilvæga við Svíþjóð en gæti misst af næsta leik við sænska liðið. 16. október 2020 13:31 „Í okkar hugarfari um aldir alda að bregðast við kreppum og krísum“ Jón Þór Hauksson segir að ástandið í þjóðfélaginu setji vissulega strik í reikninginn fyrir undirbúning leiksins mikilvæga gegn Svíþjóð. 9. október 2020 14:03 Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Lettneska kvennalandsliðið í fótbolta mátti sín lítils gegn því íslenska á Laugardalsvelli í síðasta mánuði. Liðið er án lykilmanna gegn Svíum í dag, meðal annars vegna þess að þær fengu ekki frí frá vinnu. Á meðan að íslenska liðið æfir saman í Gautaborg þessa dagana til að undirbúa sig fyrir stórleikinn við Svíþjóð í næstu viku, spila Svíar í dag við Letta. Íslensku stelpurnar fengu sem betur fer allar frí frá vinnu og námi til að fara snemma út og einbeita sér að leiknum. View this post on Instagram Preparations have started for our match against on Tuesday in the @uefawomenseuro qualifiers #LeiðinTilEnglands #dottir A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) on Oct 21, 2020 at 7:44am PDT Ísland vann Lettland 9-0 í undankeppni EM fyrir mánuði og búast má einnig við stórum tölum í dag. Svíþjóð vann Lettland 4-1 á útivelli og þar skoraði Eyjakonan Olga Sevcova eina mark Letta. Hún verður ekki með Lettlandi í dag vegna fjölskylduástæðna, samkvæmt fjölmiðlafulltrúa lettneska landsliðsins. Segir hafa skipt sköpum að hafa 17 ára markmann gegn Íslandi Lettar verða sömuleiðis án Kristine Girzda og Renate Fedotova í Gautaborg í dag. Girzda er mikilvæg liðinu sem varnarsinnaður miðjumaður en Fedotova á ekki fast sæti í byrjunarliðinu. „Girzda og Fedotova eru ekki atvinnumenn og neyddust báðar til að vera eftir heima til að vinna. Yfirmenn þeirra þvinguðu þær til að vinna,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Ilja Polakovs við Fotbollskanalen. Polakovs segir lettneska liðið einnig hafa verið í markmannsvandræðum undanfarið, eftir að fyrirliðinn Marija Ibragimova hætti. Það hafi haft mikið um tapið stóra að segja gegn Íslandi í markinu hafi verið 17 ára markmaður, Laura Sinutkina. Blackstenius bara með gegn Íslandi Framherjinn Stina Blackstenius verður ekki með Svíum í dag, þrátt fyrir að hafa jafnað sig af meiðslum frá því að hún missti af 1-1 jafnteflinu við Ísland í síðasta mánuði. Hún náði lítið sem ekkert að æfa með sænska landsliðinu á meðan að hún beið niðurstöðu úr kórónuveiruprófi, sem reyndist svo neikvæð. Blackstenius verður því með í leiknum mikilvæga gegn Íslandi næsta þriðjudag.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný skoraði þrennuna á öðrum fæti: Þreytandi að geta ekki leikið við son minn vegna verkja Dagný Brynjarsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum þegar hún gat ekki notað hægri fótinn vegna meiðsla. Hún píndi sig í gegnum leikinn mikilvæga við Svíþjóð en gæti misst af næsta leik við sænska liðið. 16. október 2020 13:31 „Í okkar hugarfari um aldir alda að bregðast við kreppum og krísum“ Jón Þór Hauksson segir að ástandið í þjóðfélaginu setji vissulega strik í reikninginn fyrir undirbúning leiksins mikilvæga gegn Svíþjóð. 9. október 2020 14:03 Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Dagný skoraði þrennuna á öðrum fæti: Þreytandi að geta ekki leikið við son minn vegna verkja Dagný Brynjarsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum þegar hún gat ekki notað hægri fótinn vegna meiðsla. Hún píndi sig í gegnum leikinn mikilvæga við Svíþjóð en gæti misst af næsta leik við sænska liðið. 16. október 2020 13:31
„Í okkar hugarfari um aldir alda að bregðast við kreppum og krísum“ Jón Þór Hauksson segir að ástandið í þjóðfélaginu setji vissulega strik í reikninginn fyrir undirbúning leiksins mikilvæga gegn Svíþjóð. 9. október 2020 14:03
Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10
Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48