Afreksíþróttafólk og meistaraflokkar á höfuðborgarsvæðinu fá grænt ljós Anton Ingi Leifsson skrifar 21. október 2020 20:09 Þórdís Eva Steinsdóttir og annað frjálsíþróttafólk getur aftur farið að æfa í mannvirkjum sveitarfélaganna. FRÍ UMFÍ greindi frá því á heimasíðu sinni í kvöld að eftir fund sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviða sveitarfélaganna hafi verið ákveðið að gefa grænt ljós á hluta af æfingum íþróttafélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Afreksíþróttafólk og meistaraflokkar geta nú hafið æfingar í mannvirkjum á vegum sveitarfélaganna en húsunum hafði verið lokað á dögunum vegna kórónuveirunnar. Yngri flokkarnir þurfa þó enn að bíða en þeir sem eru fæddir 2005 eða síðar geta ekki hafið æfingar fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. KSÍ tilkynnti fyrr í dag að félög innan knattspyrnusambandsins gæti hafið æfingar en þar verði að virða tveggja metra regluna og ekki megi snerta boltann með hausi eða höfði. Svipaðar reglur í gildum í öðrum íþróttum sem og að allur búnaður verði hreinsaður vel eftir hverja æfingu en yfirlýsing frá Almannavörnum er væntanleg, segir í frétt UMFÍ. Hér má m.a. lesa þær reglur sem gilda um handboltann og körfuboltann. Yfirlýsing UMFÍ: Ákveðið var á fundi með öllum sviðsstjórum íþrótta- og tómstundasviða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í dag (21. október) að meistaraflokkar og afreksíþróttafólk geti hafið æfingar í mannvirkjum á vegum sveitarfélaganna. Hvert sveitarfélag ákveður hvenær starfið getur hafist þar sem undirbúa þarf opnun íþróttahúsa með tilliti til starfsfólks og sóttvarnareglna sérsambanda. Íþróttastarf barna fædd 2005 og síðar hefst ekki að svo stöddu og verður það metið í næstu viku í samstarfi við ÍSÍ. Tilgangurinn með því að fresta því að hefja íþróttastarf barna er sá að forðast blöndun aðra en er til staðar í skólastarfi nú þegar. Von er á formlegri tilkynningu frá Almannavörnum höfuðborgarsvæðisins um málið. Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
UMFÍ greindi frá því á heimasíðu sinni í kvöld að eftir fund sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviða sveitarfélaganna hafi verið ákveðið að gefa grænt ljós á hluta af æfingum íþróttafélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Afreksíþróttafólk og meistaraflokkar geta nú hafið æfingar í mannvirkjum á vegum sveitarfélaganna en húsunum hafði verið lokað á dögunum vegna kórónuveirunnar. Yngri flokkarnir þurfa þó enn að bíða en þeir sem eru fæddir 2005 eða síðar geta ekki hafið æfingar fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. KSÍ tilkynnti fyrr í dag að félög innan knattspyrnusambandsins gæti hafið æfingar en þar verði að virða tveggja metra regluna og ekki megi snerta boltann með hausi eða höfði. Svipaðar reglur í gildum í öðrum íþróttum sem og að allur búnaður verði hreinsaður vel eftir hverja æfingu en yfirlýsing frá Almannavörnum er væntanleg, segir í frétt UMFÍ. Hér má m.a. lesa þær reglur sem gilda um handboltann og körfuboltann. Yfirlýsing UMFÍ: Ákveðið var á fundi með öllum sviðsstjórum íþrótta- og tómstundasviða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í dag (21. október) að meistaraflokkar og afreksíþróttafólk geti hafið æfingar í mannvirkjum á vegum sveitarfélaganna. Hvert sveitarfélag ákveður hvenær starfið getur hafist þar sem undirbúa þarf opnun íþróttahúsa með tilliti til starfsfólks og sóttvarnareglna sérsambanda. Íþróttastarf barna fædd 2005 og síðar hefst ekki að svo stöddu og verður það metið í næstu viku í samstarfi við ÍSÍ. Tilgangurinn með því að fresta því að hefja íþróttastarf barna er sá að forðast blöndun aðra en er til staðar í skólastarfi nú þegar. Von er á formlegri tilkynningu frá Almannavörnum höfuðborgarsvæðisins um málið.
Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira