Allir skipverjarnir nema einn yfirgefa togarann Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. október 2020 15:33 Skipverjarnir fóru í sýnatöku í gær. Niðurstöður úr henni bárust í hádeginu í dag. Vísir/Hafþór Skipverjarnir 25 á Júlíusi Geirmundssyni hafa fengið leyfi til að yfirgefa skipið og munu allir nema einn gera það í dag. Níu skipverjar hafa jafnað sig af kórónuveirunni og eru með mótefni en þrettán eru smitaðir og þurfa að vera í einangrun áfram, samkvæmt niðurstöðum sýnatöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða nú síðdegis. Júlíus Geirmundsson kom til hafnar á Ísafirði á sunnudag til að taka olíu. Skipverjar fóru þá í sýnatöku vegna mögulegs kórónuveirusmits. Ekki var beðið eftir niðurstöðum úr sýnatökunni heldur haldið aftur á haf út. Þegar í ljós kom að stór hluti hópsins væri með veiruna var siglt til baka og komið til hafnar á Ísafirði í hádegi í gær. Skipverjarnir hafa dvalið í skipinu síðan. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ættingjum skipverja hafi ekki staðið á sama um þá ráðstöfun. Umdæmislæknir sóttvarna hefur nú gefið leyfi fyrir því að skipverjarnir yfirgefi skipið en með skilyrðum, að því er segir í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Niðurstöður sýnatöku frá í gær bárust í hádeginu og þar kom í ljós að níu skipverjar hafi jafnað sig á veikindunum, eru með mótefni og því frjálsir ferða sinna. Þrettán eru smitaðir og þurfa að vera í einangrun áfram. Þrír eru hvorki smitaðir né með mótefni og þurfa því að sæta sóttkví. Fimm skipverjanna fara í farsóttarhús í nágrenni Ísafjarðar sem sett verður upp af þessu tilefni. Aðrir fara til síns heima eða í íbúðir á eigin vegum víða um land. Einn verður eftir um borð í skipinu. „Vettvangsstjórn og aðgerðastjórn hefur verið virkjuð við uppsetningu farsóttahússins, flutning á fólki og annað sem tengist málinu. Samráð hefur verið haft við sóttvarnalækni, Sjúkratryggingar Íslands, Rauða kross Íslands og fleiri,“ segir í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, vildi ekki svara því í samtali við Vísi í dag hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja. Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson ÍS 270, vill ekki svara því hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja. 21. október 2020 14:12 Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14 Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Skipverjarnir 25 á Júlíusi Geirmundssyni hafa fengið leyfi til að yfirgefa skipið og munu allir nema einn gera það í dag. Níu skipverjar hafa jafnað sig af kórónuveirunni og eru með mótefni en þrettán eru smitaðir og þurfa að vera í einangrun áfram, samkvæmt niðurstöðum sýnatöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða nú síðdegis. Júlíus Geirmundsson kom til hafnar á Ísafirði á sunnudag til að taka olíu. Skipverjar fóru þá í sýnatöku vegna mögulegs kórónuveirusmits. Ekki var beðið eftir niðurstöðum úr sýnatökunni heldur haldið aftur á haf út. Þegar í ljós kom að stór hluti hópsins væri með veiruna var siglt til baka og komið til hafnar á Ísafirði í hádegi í gær. Skipverjarnir hafa dvalið í skipinu síðan. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ættingjum skipverja hafi ekki staðið á sama um þá ráðstöfun. Umdæmislæknir sóttvarna hefur nú gefið leyfi fyrir því að skipverjarnir yfirgefi skipið en með skilyrðum, að því er segir í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Niðurstöður sýnatöku frá í gær bárust í hádeginu og þar kom í ljós að níu skipverjar hafi jafnað sig á veikindunum, eru með mótefni og því frjálsir ferða sinna. Þrettán eru smitaðir og þurfa að vera í einangrun áfram. Þrír eru hvorki smitaðir né með mótefni og þurfa því að sæta sóttkví. Fimm skipverjanna fara í farsóttarhús í nágrenni Ísafjarðar sem sett verður upp af þessu tilefni. Aðrir fara til síns heima eða í íbúðir á eigin vegum víða um land. Einn verður eftir um borð í skipinu. „Vettvangsstjórn og aðgerðastjórn hefur verið virkjuð við uppsetningu farsóttahússins, flutning á fólki og annað sem tengist málinu. Samráð hefur verið haft við sóttvarnalækni, Sjúkratryggingar Íslands, Rauða kross Íslands og fleiri,“ segir í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, vildi ekki svara því í samtali við Vísi í dag hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja.
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson ÍS 270, vill ekki svara því hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja. 21. október 2020 14:12 Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14 Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson ÍS 270, vill ekki svara því hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja. 21. október 2020 14:12
Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14
Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11