Svartur blettur á borgarstjórn Egill Þór Jónsson skrifar 21. október 2020 12:01 Borgarstjórn fundaði í gær og voru tvö mikilvæg mál afgreidd á fundinum sem samþykkt voru samhljóða áður en tvær grímur fóru að renna á borgarfulltrúa. Annars vegar var um að ræða tillögu Sjálfstæðisflokksins um gerð úttektar á kynbundnum mun á námsárangri barna í grunn- og leikskólum borgarinnar sem vísað til meðferðar og frekari útfærslu skóla- og frístundaráðs. Hins vegar var um tillögu meirihlutans að ræða að fela velferðarsviði að hefja viðræður við heilbrigðisráðuneytið um sameiginlegan rekstur á neyslurými í Reykjavík. Undir lok fundar var óskað eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn fengi að skipta út einum fulltrúa sínum fyrir annan fulltrúa í endurskoðunarnefnd borgarinnar. Þessi ósk hafði legið fyrir fimm dögum fyrir fundinn, sem telst raunar nokkuð langur tími, en hefð er fyrir því að þeir flokkar sem eiga sæti í ákveðnum ráðum og nefndum borgarinnar geti óskað eftir breytingu á skipan fulltrúa með afbrigðum. Og það með mun skemmri fyrirvara en var á þessari ósk okkar, enda á forræði flokkanna að velja fulltrúa til að sitja í þeirra umboði. Fordæmalaus valdbeiting Meirihluti borgarstjórnar, fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, VG og Pírata, misbeittu valdi sínu og höfnuðu þessari fullkomlega eðlilegu ósk okkar sjálfstæðismanna. Með þessu var sleginn nýr tónn í valdbeitingu meirihluta gegn minnihluta, en vinnubrögð þessi eru áfellisdómur yfir meirihlutaflokkunum og svartur blettur á borgarstjórn Reykjavíkur. En hvað útskýrir þessi vinnubrögð meirihlutans og borgarstjórans? Sá aðili, Einar S. Hálfdánarson, sem skipa átti inn í nefndina hafði áður gert athugasemdir við framsetningu samstæðureiknings Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019. Ekki var hlustað á hans faglegu rök og varnaðarorð og ákvað hann því að segja sig frá nefndinni þar til niðurstaða fengist í málið. Borgarstjóri kvartaði raunar sáran undan athugasemdum Einars á sínum tíma þegar samstæðureikningurinn var til umræðu í borgarstjórn og gaf lítið fyrir varnaðarorð hans og Sjálfstæðisflokksins, sem undirritaði reikninginn með fyrirvara vegna þessa. Svo virðist sem borgarstjóra sé ekki kunnugt um þá staðreynd að það er beinlínis hlutverk fulltrúa í endurskoðunarnefndum almennt, hvort sem það er hjá lífeyrissjóðum, lánastofnunum, tryggingafélögum eða Reykjavíkurborg, að hafa eftirlit með reikningsskilum. Nefndir sem þessar eiga sér stoð í lögum en skylt er að starfrækja slíkar nefndir í einingum tengdum almannahagsmunum. Nefndin hefur fallist á gagnrýnina Nú liggur fyrir álit reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga sem hefur fallist á gagnrýni Einars. Borgarstjóra var greinilega verulega brugðið yfir þeirri niðurstöðu og brá því á það ráð að gera hæfi viðkomandi tortryggilegt án nokkurra raka og ákveður ásamt forseta borgarstjórnar að koma í veg fyrir að taka kosninguna inn á dagskrá fundarins. Sú skógarferð borgarstjórans að reyna að varpa rýrð á hæfi viðkomandi er hálf hjákátleg, enda viðkomandi hámenntaður í þessum fræðum en hann er hæstaréttarlögmaður með viðskiptafræðigráðu frá virtum háskóla í Bandaríkjunum með aðaláherslu á reikningsskil. Þá er hann enn fremur löggiltur endurskoðandi sem er gjarnan fenginn sem matsmaður og sem sérfróður dómari við íslenska dómstóla þar sem reynir á reikningsskil. Vandfundinn er hæfari maður til setu í nefndinni. Augljós ásetningur Ásetningur borgarstjóra er augljós því á næstu dögum verður úrskurður reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga til umræðu í endurskoðunarnefndinni og augljóst að borgarstjóri ætlar sér að leita allra leiða til að fegra úrskurðinn sér í vil. Þess vegna var allt gert til að koma í veg fyrir að hægt yrði að skipa viðkomandi aftur í nefndina. Þetta er gömul saga og ný þegar borgarstjórinn á í hlut þar sem úrskurðir og úttektir liggja fyrir sem eru honum í óhag. Hann hefur farið mikinn á fundum borgarstjórnar og í fjölmiðlum í þeirri vegferð sinni að réttlæta reikningsskilin, sem gefa ekki glögga mynd af svartri fjárhagsstöðu borgarinnar. Staðreyndin er nefnilega sú að fjárhagsstaða borgarinnar verður enn svartari verði réttum reikningsskilareglum beitt og því verður forvitnilegt að sjá hvert útspil borgarstjórans verður í tengslum við úrskurð nefndarinnar. Hætt er við að sama leiksýningin verði endurtekin enn og aftur þegar óþægileg mál koma upp hjá borginni. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Borgarstjórn Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn fundaði í gær og voru tvö mikilvæg mál afgreidd á fundinum sem samþykkt voru samhljóða áður en tvær grímur fóru að renna á borgarfulltrúa. Annars vegar var um að ræða tillögu Sjálfstæðisflokksins um gerð úttektar á kynbundnum mun á námsárangri barna í grunn- og leikskólum borgarinnar sem vísað til meðferðar og frekari útfærslu skóla- og frístundaráðs. Hins vegar var um tillögu meirihlutans að ræða að fela velferðarsviði að hefja viðræður við heilbrigðisráðuneytið um sameiginlegan rekstur á neyslurými í Reykjavík. Undir lok fundar var óskað eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn fengi að skipta út einum fulltrúa sínum fyrir annan fulltrúa í endurskoðunarnefnd borgarinnar. Þessi ósk hafði legið fyrir fimm dögum fyrir fundinn, sem telst raunar nokkuð langur tími, en hefð er fyrir því að þeir flokkar sem eiga sæti í ákveðnum ráðum og nefndum borgarinnar geti óskað eftir breytingu á skipan fulltrúa með afbrigðum. Og það með mun skemmri fyrirvara en var á þessari ósk okkar, enda á forræði flokkanna að velja fulltrúa til að sitja í þeirra umboði. Fordæmalaus valdbeiting Meirihluti borgarstjórnar, fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, VG og Pírata, misbeittu valdi sínu og höfnuðu þessari fullkomlega eðlilegu ósk okkar sjálfstæðismanna. Með þessu var sleginn nýr tónn í valdbeitingu meirihluta gegn minnihluta, en vinnubrögð þessi eru áfellisdómur yfir meirihlutaflokkunum og svartur blettur á borgarstjórn Reykjavíkur. En hvað útskýrir þessi vinnubrögð meirihlutans og borgarstjórans? Sá aðili, Einar S. Hálfdánarson, sem skipa átti inn í nefndina hafði áður gert athugasemdir við framsetningu samstæðureiknings Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019. Ekki var hlustað á hans faglegu rök og varnaðarorð og ákvað hann því að segja sig frá nefndinni þar til niðurstaða fengist í málið. Borgarstjóri kvartaði raunar sáran undan athugasemdum Einars á sínum tíma þegar samstæðureikningurinn var til umræðu í borgarstjórn og gaf lítið fyrir varnaðarorð hans og Sjálfstæðisflokksins, sem undirritaði reikninginn með fyrirvara vegna þessa. Svo virðist sem borgarstjóra sé ekki kunnugt um þá staðreynd að það er beinlínis hlutverk fulltrúa í endurskoðunarnefndum almennt, hvort sem það er hjá lífeyrissjóðum, lánastofnunum, tryggingafélögum eða Reykjavíkurborg, að hafa eftirlit með reikningsskilum. Nefndir sem þessar eiga sér stoð í lögum en skylt er að starfrækja slíkar nefndir í einingum tengdum almannahagsmunum. Nefndin hefur fallist á gagnrýnina Nú liggur fyrir álit reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga sem hefur fallist á gagnrýni Einars. Borgarstjóra var greinilega verulega brugðið yfir þeirri niðurstöðu og brá því á það ráð að gera hæfi viðkomandi tortryggilegt án nokkurra raka og ákveður ásamt forseta borgarstjórnar að koma í veg fyrir að taka kosninguna inn á dagskrá fundarins. Sú skógarferð borgarstjórans að reyna að varpa rýrð á hæfi viðkomandi er hálf hjákátleg, enda viðkomandi hámenntaður í þessum fræðum en hann er hæstaréttarlögmaður með viðskiptafræðigráðu frá virtum háskóla í Bandaríkjunum með aðaláherslu á reikningsskil. Þá er hann enn fremur löggiltur endurskoðandi sem er gjarnan fenginn sem matsmaður og sem sérfróður dómari við íslenska dómstóla þar sem reynir á reikningsskil. Vandfundinn er hæfari maður til setu í nefndinni. Augljós ásetningur Ásetningur borgarstjóra er augljós því á næstu dögum verður úrskurður reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga til umræðu í endurskoðunarnefndinni og augljóst að borgarstjóri ætlar sér að leita allra leiða til að fegra úrskurðinn sér í vil. Þess vegna var allt gert til að koma í veg fyrir að hægt yrði að skipa viðkomandi aftur í nefndina. Þetta er gömul saga og ný þegar borgarstjórinn á í hlut þar sem úrskurðir og úttektir liggja fyrir sem eru honum í óhag. Hann hefur farið mikinn á fundum borgarstjórnar og í fjölmiðlum í þeirri vegferð sinni að réttlæta reikningsskilin, sem gefa ekki glögga mynd af svartri fjárhagsstöðu borgarinnar. Staðreyndin er nefnilega sú að fjárhagsstaða borgarinnar verður enn svartari verði réttum reikningsskilareglum beitt og því verður forvitnilegt að sjá hvert útspil borgarstjórans verður í tengslum við úrskurð nefndarinnar. Hætt er við að sama leiksýningin verði endurtekin enn og aftur þegar óþægileg mál koma upp hjá borginni. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun