Segir marga hafa verið í sóttkví við greiningu í gær sé áhöfnin tekin út fyrir mengið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. október 2020 21:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar, en nokkuð mörg smit hafa komið upp tengd líkamsræktarstöðvum. Sóttvarnalæknir telur að við séum að ná tökum á þriðju bylgju faraldursins þrátt fyrir að flestir þeirra sem greindust í gær hafi verið utan sóttkvíar við greiningu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til ráðherra að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra heimilaði hins vegar opnun þeirra í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Rætt var við Þórólf Guðnason í Reykjavík síðdegis í dag. „Ég lagði til að líkamsræktarstöðvum yrði lokað áfram. Þá fóru menn að velta fyrir sér annars konar líkamsrækt. Hvort öll líkamsrækt væri þá bönnuð. Hvort það væri banna að fólk stundaði æfingar og færi út að hlaupa.“ „Þá komu þær hugmyndir upp hvort hægt væri að skilgreina krossfitt og jóga sem íþrótt eða ekki. Við það flæktist málið töluvert þannig að á endanum voru íþróttir sem ekki eru skilgreindar innan ÍSÍ, þar á meðal krossfitt og jóga, látnar falla undir venjulegar íþróttir þar sem væri gætt að nándarreglunni og öðru slíku,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalænknir. Mörg smit tengjast líkamsræktarstöðvum Hann segir nokkuð mörg smit hafa komið upp sem tengjast líkamsræktarstöðvum. „Í mínum huga var líkamsrækt algjörlega eitthvað sem við þurftum að stöðva áfram þangað til við værum búin að ná betri tökum á faraldrinum.“ Hann segir að tvær leiðir hafi verið í stöðunni fyrir ráðuneytið. Annað hvort að leyfa krossfitt, jóga og almenna líkamsrækt innan þessara marka líkt og ráðuneytið gerði. „Eða þá að skilgreina þetta allt sem starfsemi sem væri bönnuð. Ég lagði til að það yrði gert en hitt varð ofan á,“ sagði Þórólfur. 62 greindust innanlands í gær og var minnihluti þeirra í sóttkví við greiningu. Aðspurður hvort við séum að ná tökum á þessari þriðju bylgju faraldursins segir Þórólfur meta það sem svo. „Já ég met það þannig að þetta sé að fara niður. Við fengum að vísu enga sérstaka niðursveiflu frá tölunum í gær en það helgast af þessari skipshöfn á Ísafirði sem kom smituðu í höfn. Margir þar voru veikir um borð og bættu þannig í, en þetta eru einstaklingar sem eru ekki að smita út frá sér. Þannig að ef við tökum þá frá tölunni þá erum við með góða niðursveiflu í þessu og marga í sóttkví þannig að ég er nokkuð ánægður með það en auðvitað er ég ekki ánægður að sjá þennan fjölda um borð í þessu veiðiskipi,‘‘ sagði Þórólfur Guðnason. Segir tölur yfir þá sem voru í sóttkví við greiningu skakkar Upplýsingafulltrúi almannavarna tekur undir með Þórólfi og bætir við að tölur yfir þá sem eru í sóttkví séu skakkar í ljósi þess að í þeim sé heil áhöfn á skipi. „Tölurnar yfir þá sem eru í sóttkví í dag eru skakkar í ljósi þess að inni í þeim er áhöfn á skipi. Þeir teljast ekki í sóttkví í skilgreiningu þess orðs. Þannig ef við tökum þá frá tölum dagsins þá er þetta með besta hlutfalli sem við höfum séð í langan tíma,‘‘ sagði Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna. Ekki í samræmi við það sem sóttvarnalæknir lagði upp með Hárgreiðslufólk hefur margt verið óánægt með að mega ekki hafa opið þegar líkamsræktarstöðvar hafa heimild til þess. „Þetta er ákveðið misræmi en ég bendi á að þetta er í reglugerð ráðuneytisins og það er ráðuneytið sem svarar fyrir það. Eins og ég sagði áðan þá er þetta ekki alveg í samræmi við það sem ég lagði upp með. Það er nú reyndar þannig að ég kem með ákveðnar tillögur til ráðherra og svo þurfa þau að setja endanlegar reglugerðir. Þá þarf að taka tillit til kannski annarra hluta þannig það er ekki sjálfgefið að reglugerðin verði nákvæmlega eins og mínar tillögur,‘‘ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir 110 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarra íþrótta Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. 20. október 2020 16:39 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Sjá meira
Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar, en nokkuð mörg smit hafa komið upp tengd líkamsræktarstöðvum. Sóttvarnalæknir telur að við séum að ná tökum á þriðju bylgju faraldursins þrátt fyrir að flestir þeirra sem greindust í gær hafi verið utan sóttkvíar við greiningu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til ráðherra að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra heimilaði hins vegar opnun þeirra í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Rætt var við Þórólf Guðnason í Reykjavík síðdegis í dag. „Ég lagði til að líkamsræktarstöðvum yrði lokað áfram. Þá fóru menn að velta fyrir sér annars konar líkamsrækt. Hvort öll líkamsrækt væri þá bönnuð. Hvort það væri banna að fólk stundaði æfingar og færi út að hlaupa.“ „Þá komu þær hugmyndir upp hvort hægt væri að skilgreina krossfitt og jóga sem íþrótt eða ekki. Við það flæktist málið töluvert þannig að á endanum voru íþróttir sem ekki eru skilgreindar innan ÍSÍ, þar á meðal krossfitt og jóga, látnar falla undir venjulegar íþróttir þar sem væri gætt að nándarreglunni og öðru slíku,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalænknir. Mörg smit tengjast líkamsræktarstöðvum Hann segir nokkuð mörg smit hafa komið upp sem tengjast líkamsræktarstöðvum. „Í mínum huga var líkamsrækt algjörlega eitthvað sem við þurftum að stöðva áfram þangað til við værum búin að ná betri tökum á faraldrinum.“ Hann segir að tvær leiðir hafi verið í stöðunni fyrir ráðuneytið. Annað hvort að leyfa krossfitt, jóga og almenna líkamsrækt innan þessara marka líkt og ráðuneytið gerði. „Eða þá að skilgreina þetta allt sem starfsemi sem væri bönnuð. Ég lagði til að það yrði gert en hitt varð ofan á,“ sagði Þórólfur. 62 greindust innanlands í gær og var minnihluti þeirra í sóttkví við greiningu. Aðspurður hvort við séum að ná tökum á þessari þriðju bylgju faraldursins segir Þórólfur meta það sem svo. „Já ég met það þannig að þetta sé að fara niður. Við fengum að vísu enga sérstaka niðursveiflu frá tölunum í gær en það helgast af þessari skipshöfn á Ísafirði sem kom smituðu í höfn. Margir þar voru veikir um borð og bættu þannig í, en þetta eru einstaklingar sem eru ekki að smita út frá sér. Þannig að ef við tökum þá frá tölunni þá erum við með góða niðursveiflu í þessu og marga í sóttkví þannig að ég er nokkuð ánægður með það en auðvitað er ég ekki ánægður að sjá þennan fjölda um borð í þessu veiðiskipi,‘‘ sagði Þórólfur Guðnason. Segir tölur yfir þá sem voru í sóttkví við greiningu skakkar Upplýsingafulltrúi almannavarna tekur undir með Þórólfi og bætir við að tölur yfir þá sem eru í sóttkví séu skakkar í ljósi þess að í þeim sé heil áhöfn á skipi. „Tölurnar yfir þá sem eru í sóttkví í dag eru skakkar í ljósi þess að inni í þeim er áhöfn á skipi. Þeir teljast ekki í sóttkví í skilgreiningu þess orðs. Þannig ef við tökum þá frá tölum dagsins þá er þetta með besta hlutfalli sem við höfum séð í langan tíma,‘‘ sagði Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna. Ekki í samræmi við það sem sóttvarnalæknir lagði upp með Hárgreiðslufólk hefur margt verið óánægt með að mega ekki hafa opið þegar líkamsræktarstöðvar hafa heimild til þess. „Þetta er ákveðið misræmi en ég bendi á að þetta er í reglugerð ráðuneytisins og það er ráðuneytið sem svarar fyrir það. Eins og ég sagði áðan þá er þetta ekki alveg í samræmi við það sem ég lagði upp með. Það er nú reyndar þannig að ég kem með ákveðnar tillögur til ráðherra og svo þurfa þau að setja endanlegar reglugerðir. Þá þarf að taka tillit til kannski annarra hluta þannig það er ekki sjálfgefið að reglugerðin verði nákvæmlega eins og mínar tillögur,‘‘ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir 110 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarra íþrótta Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. 20. október 2020 16:39 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Sjá meira
110 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarra íþrótta Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. 20. október 2020 16:39
Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03
Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03