Segir marga hafa verið í sóttkví við greiningu í gær sé áhöfnin tekin út fyrir mengið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. október 2020 21:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar, en nokkuð mörg smit hafa komið upp tengd líkamsræktarstöðvum. Sóttvarnalæknir telur að við séum að ná tökum á þriðju bylgju faraldursins þrátt fyrir að flestir þeirra sem greindust í gær hafi verið utan sóttkvíar við greiningu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til ráðherra að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra heimilaði hins vegar opnun þeirra í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Rætt var við Þórólf Guðnason í Reykjavík síðdegis í dag. „Ég lagði til að líkamsræktarstöðvum yrði lokað áfram. Þá fóru menn að velta fyrir sér annars konar líkamsrækt. Hvort öll líkamsrækt væri þá bönnuð. Hvort það væri banna að fólk stundaði æfingar og færi út að hlaupa.“ „Þá komu þær hugmyndir upp hvort hægt væri að skilgreina krossfitt og jóga sem íþrótt eða ekki. Við það flæktist málið töluvert þannig að á endanum voru íþróttir sem ekki eru skilgreindar innan ÍSÍ, þar á meðal krossfitt og jóga, látnar falla undir venjulegar íþróttir þar sem væri gætt að nándarreglunni og öðru slíku,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalænknir. Mörg smit tengjast líkamsræktarstöðvum Hann segir nokkuð mörg smit hafa komið upp sem tengjast líkamsræktarstöðvum. „Í mínum huga var líkamsrækt algjörlega eitthvað sem við þurftum að stöðva áfram þangað til við værum búin að ná betri tökum á faraldrinum.“ Hann segir að tvær leiðir hafi verið í stöðunni fyrir ráðuneytið. Annað hvort að leyfa krossfitt, jóga og almenna líkamsrækt innan þessara marka líkt og ráðuneytið gerði. „Eða þá að skilgreina þetta allt sem starfsemi sem væri bönnuð. Ég lagði til að það yrði gert en hitt varð ofan á,“ sagði Þórólfur. 62 greindust innanlands í gær og var minnihluti þeirra í sóttkví við greiningu. Aðspurður hvort við séum að ná tökum á þessari þriðju bylgju faraldursins segir Þórólfur meta það sem svo. „Já ég met það þannig að þetta sé að fara niður. Við fengum að vísu enga sérstaka niðursveiflu frá tölunum í gær en það helgast af þessari skipshöfn á Ísafirði sem kom smituðu í höfn. Margir þar voru veikir um borð og bættu þannig í, en þetta eru einstaklingar sem eru ekki að smita út frá sér. Þannig að ef við tökum þá frá tölunni þá erum við með góða niðursveiflu í þessu og marga í sóttkví þannig að ég er nokkuð ánægður með það en auðvitað er ég ekki ánægður að sjá þennan fjölda um borð í þessu veiðiskipi,‘‘ sagði Þórólfur Guðnason. Segir tölur yfir þá sem voru í sóttkví við greiningu skakkar Upplýsingafulltrúi almannavarna tekur undir með Þórólfi og bætir við að tölur yfir þá sem eru í sóttkví séu skakkar í ljósi þess að í þeim sé heil áhöfn á skipi. „Tölurnar yfir þá sem eru í sóttkví í dag eru skakkar í ljósi þess að inni í þeim er áhöfn á skipi. Þeir teljast ekki í sóttkví í skilgreiningu þess orðs. Þannig ef við tökum þá frá tölum dagsins þá er þetta með besta hlutfalli sem við höfum séð í langan tíma,‘‘ sagði Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna. Ekki í samræmi við það sem sóttvarnalæknir lagði upp með Hárgreiðslufólk hefur margt verið óánægt með að mega ekki hafa opið þegar líkamsræktarstöðvar hafa heimild til þess. „Þetta er ákveðið misræmi en ég bendi á að þetta er í reglugerð ráðuneytisins og það er ráðuneytið sem svarar fyrir það. Eins og ég sagði áðan þá er þetta ekki alveg í samræmi við það sem ég lagði upp með. Það er nú reyndar þannig að ég kem með ákveðnar tillögur til ráðherra og svo þurfa þau að setja endanlegar reglugerðir. Þá þarf að taka tillit til kannski annarra hluta þannig það er ekki sjálfgefið að reglugerðin verði nákvæmlega eins og mínar tillögur,‘‘ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir 110 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarra íþrótta Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. 20. október 2020 16:39 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar, en nokkuð mörg smit hafa komið upp tengd líkamsræktarstöðvum. Sóttvarnalæknir telur að við séum að ná tökum á þriðju bylgju faraldursins þrátt fyrir að flestir þeirra sem greindust í gær hafi verið utan sóttkvíar við greiningu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til ráðherra að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra heimilaði hins vegar opnun þeirra í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Rætt var við Þórólf Guðnason í Reykjavík síðdegis í dag. „Ég lagði til að líkamsræktarstöðvum yrði lokað áfram. Þá fóru menn að velta fyrir sér annars konar líkamsrækt. Hvort öll líkamsrækt væri þá bönnuð. Hvort það væri banna að fólk stundaði æfingar og færi út að hlaupa.“ „Þá komu þær hugmyndir upp hvort hægt væri að skilgreina krossfitt og jóga sem íþrótt eða ekki. Við það flæktist málið töluvert þannig að á endanum voru íþróttir sem ekki eru skilgreindar innan ÍSÍ, þar á meðal krossfitt og jóga, látnar falla undir venjulegar íþróttir þar sem væri gætt að nándarreglunni og öðru slíku,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalænknir. Mörg smit tengjast líkamsræktarstöðvum Hann segir nokkuð mörg smit hafa komið upp sem tengjast líkamsræktarstöðvum. „Í mínum huga var líkamsrækt algjörlega eitthvað sem við þurftum að stöðva áfram þangað til við værum búin að ná betri tökum á faraldrinum.“ Hann segir að tvær leiðir hafi verið í stöðunni fyrir ráðuneytið. Annað hvort að leyfa krossfitt, jóga og almenna líkamsrækt innan þessara marka líkt og ráðuneytið gerði. „Eða þá að skilgreina þetta allt sem starfsemi sem væri bönnuð. Ég lagði til að það yrði gert en hitt varð ofan á,“ sagði Þórólfur. 62 greindust innanlands í gær og var minnihluti þeirra í sóttkví við greiningu. Aðspurður hvort við séum að ná tökum á þessari þriðju bylgju faraldursins segir Þórólfur meta það sem svo. „Já ég met það þannig að þetta sé að fara niður. Við fengum að vísu enga sérstaka niðursveiflu frá tölunum í gær en það helgast af þessari skipshöfn á Ísafirði sem kom smituðu í höfn. Margir þar voru veikir um borð og bættu þannig í, en þetta eru einstaklingar sem eru ekki að smita út frá sér. Þannig að ef við tökum þá frá tölunni þá erum við með góða niðursveiflu í þessu og marga í sóttkví þannig að ég er nokkuð ánægður með það en auðvitað er ég ekki ánægður að sjá þennan fjölda um borð í þessu veiðiskipi,‘‘ sagði Þórólfur Guðnason. Segir tölur yfir þá sem voru í sóttkví við greiningu skakkar Upplýsingafulltrúi almannavarna tekur undir með Þórólfi og bætir við að tölur yfir þá sem eru í sóttkví séu skakkar í ljósi þess að í þeim sé heil áhöfn á skipi. „Tölurnar yfir þá sem eru í sóttkví í dag eru skakkar í ljósi þess að inni í þeim er áhöfn á skipi. Þeir teljast ekki í sóttkví í skilgreiningu þess orðs. Þannig ef við tökum þá frá tölum dagsins þá er þetta með besta hlutfalli sem við höfum séð í langan tíma,‘‘ sagði Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna. Ekki í samræmi við það sem sóttvarnalæknir lagði upp með Hárgreiðslufólk hefur margt verið óánægt með að mega ekki hafa opið þegar líkamsræktarstöðvar hafa heimild til þess. „Þetta er ákveðið misræmi en ég bendi á að þetta er í reglugerð ráðuneytisins og það er ráðuneytið sem svarar fyrir það. Eins og ég sagði áðan þá er þetta ekki alveg í samræmi við það sem ég lagði upp með. Það er nú reyndar þannig að ég kem með ákveðnar tillögur til ráðherra og svo þurfa þau að setja endanlegar reglugerðir. Þá þarf að taka tillit til kannski annarra hluta þannig það er ekki sjálfgefið að reglugerðin verði nákvæmlega eins og mínar tillögur,‘‘ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir 110 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarra íþrótta Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. 20. október 2020 16:39 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
110 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarra íþrótta Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. 20. október 2020 16:39
Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03
Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03