„Tíminn var að renna út og við urðum að ná honum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 11:53 Kettlingurinn hafði komið sér í þrönga stöðu. Hann var heppinn, kettlingur litli, sem hafði hreiðrað um sig í hlöðnum vegg í Norðurbæ Hafnarfjarðar í gærkvöldi, að hópur kattaáhugamanna vissi af því að hann væri á svæðinu. Eftir mikla leit í kapphlaupi við næturkuldann tókst að finna kettlinginn og koma honum í öruggt skjól áður en kuldinn skall á. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir var ein af þeim sem hóf leit að kettlingnum en hún er hluti af samtökum sem kalla sig Villikettir, markmið þeirra er að koma villiköttum til hjálpar. Á myndbandi sem hún birti á Facebook, og sjá má hér að neðan má sjá hvernig henni og tveimur öðrum dýrabjörgunarmönnum tókst að grafa kettlinginn úr veggnum, og koma honum í skjól. Eins og sjá má var kötturinn í þröngri stöðu.Á myndbandi sem hún birti á Facebook, og sjá má hér að ofan má sjá hvernig henni og tveimur öðrum dýrabjörgunarmönnum tókst að grafa kettlinginn úr veggnum, og koma honum í skjól. Eins og sjá má var kötturinn í þröngri stöðu. „Þetta var spurning um líf og dauða fyrir kisa því einn úti hefði hann ekki lifað nóttina af vegna kulda,“ skrifar hún á Facebook. Í samtali við Vísi segir Millý að þær stöllur hafi vitað af kettlingnum, sem er um fimm til sex vikna gamall, á svæði í Norðurbænum þar sem sést hafi til læðu með þrjá kettlinga. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir kom að björguninni.Úr einkasafni Í samtali við Vísi segir Millý að þær stöllur hafi vitað af kettlingnum, sem er um fimm til sex vikna gamall, á svæði í Norðurbænum þar sem sést hafi til læðu með þrjá kettlinga. Búið var að koma læðunni og tveimur kettlingum í skjól, en þann þriðja vantaði. „Það var farið að kólna, tíminn var að renna út og við urðum að ná honum,“ segir Millý. Því var brugðið á það ráð að manna vaktir til ganga um umrætt svæði í Norðurbænum til þess að finna og koma kettlingnum í skjól. „Við vorum þarna tvær upp úr ellefu í gærkvöldi á þessu svæði labbandi með vasaljós og lýsandi inn í hlaðinn hraunvegg. Það var bara fyrir tilviljun að hún Margrét Sif tók eftir kettlingi þar inn í,“ segir Millý en með í för var Margrét Sif Sigurðardóttir. Þær kölluðu til Helgu Óskarsdóttur og hófust þær þrjár handa við að finna út hvernig hægt væri að koma kettlingnum út úr veggnum. Kettlingnum varð ekki meint af bröltinu. „Við þurftum að breiða teppi yfir vegginn svo að hann gæti ekki skotist neins staðar frá. Svo var bara eina leiðin að losa fullt af grjóti til að ná honum út. Hann var alveg snarbrjálaður enda skíthræddur við þessa mannverur. Við náðum honum, vöfðum honum inn í teppi og svo var bara farið með hann inn í búr og farið með hann inn í hús þar sem kona er að fóstra kettlinga.“ Kettlingurinn fékk volga mjólk og braggaðist hann fljótlega eftir að hann komst inn í hlýjuna og hitti systkini sín og móður á nýjan leik. Forsjáin greinilega í liði með þessum litla kettlingi. „Það er í raun og veru bara ótrúleg heppni að við höfum verið þarna inn á þessum parti að lýsa inn í þennan hlaðna vegg.“ Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Hann var heppinn, kettlingur litli, sem hafði hreiðrað um sig í hlöðnum vegg í Norðurbæ Hafnarfjarðar í gærkvöldi, að hópur kattaáhugamanna vissi af því að hann væri á svæðinu. Eftir mikla leit í kapphlaupi við næturkuldann tókst að finna kettlinginn og koma honum í öruggt skjól áður en kuldinn skall á. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir var ein af þeim sem hóf leit að kettlingnum en hún er hluti af samtökum sem kalla sig Villikettir, markmið þeirra er að koma villiköttum til hjálpar. Á myndbandi sem hún birti á Facebook, og sjá má hér að neðan má sjá hvernig henni og tveimur öðrum dýrabjörgunarmönnum tókst að grafa kettlinginn úr veggnum, og koma honum í skjól. Eins og sjá má var kötturinn í þröngri stöðu.Á myndbandi sem hún birti á Facebook, og sjá má hér að ofan má sjá hvernig henni og tveimur öðrum dýrabjörgunarmönnum tókst að grafa kettlinginn úr veggnum, og koma honum í skjól. Eins og sjá má var kötturinn í þröngri stöðu. „Þetta var spurning um líf og dauða fyrir kisa því einn úti hefði hann ekki lifað nóttina af vegna kulda,“ skrifar hún á Facebook. Í samtali við Vísi segir Millý að þær stöllur hafi vitað af kettlingnum, sem er um fimm til sex vikna gamall, á svæði í Norðurbænum þar sem sést hafi til læðu með þrjá kettlinga. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir kom að björguninni.Úr einkasafni Í samtali við Vísi segir Millý að þær stöllur hafi vitað af kettlingnum, sem er um fimm til sex vikna gamall, á svæði í Norðurbænum þar sem sést hafi til læðu með þrjá kettlinga. Búið var að koma læðunni og tveimur kettlingum í skjól, en þann þriðja vantaði. „Það var farið að kólna, tíminn var að renna út og við urðum að ná honum,“ segir Millý. Því var brugðið á það ráð að manna vaktir til ganga um umrætt svæði í Norðurbænum til þess að finna og koma kettlingnum í skjól. „Við vorum þarna tvær upp úr ellefu í gærkvöldi á þessu svæði labbandi með vasaljós og lýsandi inn í hlaðinn hraunvegg. Það var bara fyrir tilviljun að hún Margrét Sif tók eftir kettlingi þar inn í,“ segir Millý en með í för var Margrét Sif Sigurðardóttir. Þær kölluðu til Helgu Óskarsdóttur og hófust þær þrjár handa við að finna út hvernig hægt væri að koma kettlingnum út úr veggnum. Kettlingnum varð ekki meint af bröltinu. „Við þurftum að breiða teppi yfir vegginn svo að hann gæti ekki skotist neins staðar frá. Svo var bara eina leiðin að losa fullt af grjóti til að ná honum út. Hann var alveg snarbrjálaður enda skíthræddur við þessa mannverur. Við náðum honum, vöfðum honum inn í teppi og svo var bara farið með hann inn í búr og farið með hann inn í hús þar sem kona er að fóstra kettlinga.“ Kettlingurinn fékk volga mjólk og braggaðist hann fljótlega eftir að hann komst inn í hlýjuna og hitti systkini sín og móður á nýjan leik. Forsjáin greinilega í liði með þessum litla kettlingi. „Það er í raun og veru bara ótrúleg heppni að við höfum verið þarna inn á þessum parti að lýsa inn í þennan hlaðna vegg.“
Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira