Gunnar Jóhann dæmdur í þrettán ára fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2020 10:13 Gunnar Jóhann Gunnarsson við veiðar á norskum miðum. Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra. Fram kemur í frétt Mbl að dómurinn hafi verið kynntur fyrir Gunnari Jóhanni í fangelsinu en ekki í sérstöku þinghaldi af sóttvarnasjónarmiðum. Dómurinn virðist vera í samræmi við kröfur saksóknara í málinu sem höfðu farið fram á það að Gunnar Jóhann yrði dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar, á þeim grundvelli að drápið hafi verið framið af yfirlögðu ráði. Hann hafi bæði hótað að drepa, undirbúið að drepa og að lokum drepið bróður sinn. Að sama skapi virðist dómurinn ekki hafa tekið tillit til röksemda Bjørns Andre Gulstad, verjanda Gunnars Jóhanns sem taldi að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór að bana myndi verða til þess að Gunnar yrði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. Um slysaskot hafi verið að ræða og því ætti að dæma Gunnar í 4-5 ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Gunnar Jóhann sagðist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina í apríl 2019 sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. Sagði hann að til átaka hafi komið milli bræðranna og að skotum hafi verið hleypt af fyrir slysni. Tæpum tveimur mánuðum fyrir dauða Gísla hafði Gunnar haft í hótunum við bæði Gísla og barnsmóður sína. Hafði Gunnar brugðist hart við fréttum af því að Gísli og barnsmóðir hans hefðu tekið saman og sagst vilja drepa bróður sinn. Tíu dögum fyrir dauða Gísla hafði Gunnar verið úrskurðaður í nálgunarbann. Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísla Þór var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl sagði að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. Mikið blóð hafi verið í íbúðinni. Gunnar Jóhann var þó ekki handtekinn fyrr en fimm og hálfum klukkutíma eftir að fyrst var tilkynnt um málið. Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Telur að dómurinn geti ekki horft fram hjá vitnisburði um galla byssunnar Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, telur að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður Gunnars, að bana í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra, verði til þess að Gunnar verði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. 29. september 2020 22:01 Krefst þess að Gunnar verði dæmdur í þrettán ára fangelsi Málflutningi lauk í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun 29. september 2020 11:24 Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00 Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00 Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra. Fram kemur í frétt Mbl að dómurinn hafi verið kynntur fyrir Gunnari Jóhanni í fangelsinu en ekki í sérstöku þinghaldi af sóttvarnasjónarmiðum. Dómurinn virðist vera í samræmi við kröfur saksóknara í málinu sem höfðu farið fram á það að Gunnar Jóhann yrði dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar, á þeim grundvelli að drápið hafi verið framið af yfirlögðu ráði. Hann hafi bæði hótað að drepa, undirbúið að drepa og að lokum drepið bróður sinn. Að sama skapi virðist dómurinn ekki hafa tekið tillit til röksemda Bjørns Andre Gulstad, verjanda Gunnars Jóhanns sem taldi að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór að bana myndi verða til þess að Gunnar yrði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. Um slysaskot hafi verið að ræða og því ætti að dæma Gunnar í 4-5 ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Gunnar Jóhann sagðist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina í apríl 2019 sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. Sagði hann að til átaka hafi komið milli bræðranna og að skotum hafi verið hleypt af fyrir slysni. Tæpum tveimur mánuðum fyrir dauða Gísla hafði Gunnar haft í hótunum við bæði Gísla og barnsmóður sína. Hafði Gunnar brugðist hart við fréttum af því að Gísli og barnsmóðir hans hefðu tekið saman og sagst vilja drepa bróður sinn. Tíu dögum fyrir dauða Gísla hafði Gunnar verið úrskurðaður í nálgunarbann. Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísla Þór var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl sagði að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. Mikið blóð hafi verið í íbúðinni. Gunnar Jóhann var þó ekki handtekinn fyrr en fimm og hálfum klukkutíma eftir að fyrst var tilkynnt um málið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Telur að dómurinn geti ekki horft fram hjá vitnisburði um galla byssunnar Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, telur að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður Gunnars, að bana í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra, verði til þess að Gunnar verði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. 29. september 2020 22:01 Krefst þess að Gunnar verði dæmdur í þrettán ára fangelsi Málflutningi lauk í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun 29. september 2020 11:24 Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00 Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00 Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Telur að dómurinn geti ekki horft fram hjá vitnisburði um galla byssunnar Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, telur að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður Gunnars, að bana í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra, verði til þess að Gunnar verði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. 29. september 2020 22:01
Krefst þess að Gunnar verði dæmdur í þrettán ára fangelsi Málflutningi lauk í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun 29. september 2020 11:24
Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00
Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00
Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01