Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2020 09:42 Frá vettvangi í Albertslund í morgun. EPA/Nils Meilvang Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu og birtir myndir af vettvangi þar sem sjá má Madsen sitjandi í grasi í vegarkanti í Albertslund, úthverfi Kaupmannahafnar, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. Virðist því sem að Madsen hafi tekist að komast út úr Herstedvester-fangelsinu. Hann hefur nú verið handtekinn. Er hann sagður hafa komist út með því að hóta því að sprengja sjálfan sig í loft upp. Peter Madsen afplánar nú lífstíðardóm vegna morðsins á sænsku blaðakonunni Kim Wall árið 2017. Getty Ekstra bladet greindi frá mikilli lögregluaðgerð við Nyvej og sjá mátti á myndum tvo vopnaða lögreglumenn miða byssum sínum á Madsen. Sprengjusveit lögreglu var sögð vera á staðnum. Blaðið segir frá því að Madsen virðist hafa verið með eitthvað sem líktist belti umhverfis mittið. Vej er spærret af og politiet massivt til stede i AlbertslundPosted by Ekstra Bladet on Tuesday, 20 October 2020 Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit á hafsbotni. Lögregla segir frá því á Twitter að maður hafi verið handtekinn eftir flótta úr fangelsinu. Þar er þó ekki gefið upp um hvern ræðir. Vi arbejder aktuelt på Nyvej i Albertslund, hvor en mand er anholdt efter forsøg på fangeflugt. Vi har undersøgelser på stedet, som er afspærret. Efterkom venligst vores anvisninger. Vi kan p.t. ikke give yderligere info mere følger senere. #politidk— Vestegnens Politi (@VestegnsPoliti) October 20, 2020 Um 150 fangar eru nú í Herstedvester fangelsinu, margir einhverjir harðsvíruðustu glæpamenn Danmerkur. Ekstra Bladet segir frá því að Madsen hafi áður verið haldið í einangrun vegna gruns um að hann hafi ætlað sér að reyna að flýja. Jenny Curpen, eiginkona Madsen síðan í janúar, kveðst í samtali við blaðið ekki vilja tjá sig um fréttir dagsins. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu og birtir myndir af vettvangi þar sem sjá má Madsen sitjandi í grasi í vegarkanti í Albertslund, úthverfi Kaupmannahafnar, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. Virðist því sem að Madsen hafi tekist að komast út úr Herstedvester-fangelsinu. Hann hefur nú verið handtekinn. Er hann sagður hafa komist út með því að hóta því að sprengja sjálfan sig í loft upp. Peter Madsen afplánar nú lífstíðardóm vegna morðsins á sænsku blaðakonunni Kim Wall árið 2017. Getty Ekstra bladet greindi frá mikilli lögregluaðgerð við Nyvej og sjá mátti á myndum tvo vopnaða lögreglumenn miða byssum sínum á Madsen. Sprengjusveit lögreglu var sögð vera á staðnum. Blaðið segir frá því að Madsen virðist hafa verið með eitthvað sem líktist belti umhverfis mittið. Vej er spærret af og politiet massivt til stede i AlbertslundPosted by Ekstra Bladet on Tuesday, 20 October 2020 Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit á hafsbotni. Lögregla segir frá því á Twitter að maður hafi verið handtekinn eftir flótta úr fangelsinu. Þar er þó ekki gefið upp um hvern ræðir. Vi arbejder aktuelt på Nyvej i Albertslund, hvor en mand er anholdt efter forsøg på fangeflugt. Vi har undersøgelser på stedet, som er afspærret. Efterkom venligst vores anvisninger. Vi kan p.t. ikke give yderligere info mere følger senere. #politidk— Vestegnens Politi (@VestegnsPoliti) October 20, 2020 Um 150 fangar eru nú í Herstedvester fangelsinu, margir einhverjir harðsvíruðustu glæpamenn Danmerkur. Ekstra Bladet segir frá því að Madsen hafi áður verið haldið í einangrun vegna gruns um að hann hafi ætlað sér að reyna að flýja. Jenny Curpen, eiginkona Madsen síðan í janúar, kveðst í samtali við blaðið ekki vilja tjá sig um fréttir dagsins.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52