Áhrif og viðbrögð heimsfaraldurs efst á baugi þróunarnefndar Heimsljós 20. október 2020 09:28 Höfuðstöðvar Alþjóðabankans í Washington. WB Áhrif heimsfaraldursins á þróunarríki og viðbrögð alþjóðasamfélagsins voru efst á baugi þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í ár. Alþjóðabankinn brást hratt við og tilkynnti við upphaf faraldursins í mars að hann hygðist verja allt að 160 milljörðum Bandaríkjadala á næstu 15 mánuðum í viðbragðsaðgerðir sem náðu í síðasta mánuði til 111 landa. Þá samþykkti stjórn bankans í síðustu viku tillögu um að bankinn veiti samstarfslöndum sínum stuðning og lán upp á 12 milljarða Bandaríkjadala fyrir kaupum og dreifingu á bóluefni gegn COVID-19. Sá stuðningur kemur til viðbótar við yfirstandandi neyðaraðgerðir bankans. Ársfundir Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fara fram þessa dagana í netheimum. Fundur þróunarnefndar Alþjóðbankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var haldinn í síðustu viku og nefndin – skipuð ráðherrum 25 landa – er vettvangur fyrir samstöðu milli ríkja um alþjóðleg þróunarmál. Nefndin hefur umboð til að ráðleggja bankastjórn bankans og sjóðsins um mikilvæg þróunarmál og um það fjármagn sem til þarf til að efla efnahagsþróun í þróunarlöndum. Norðmenn áttu sæti í nefndinni í ár fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja og Dag-Inge Ulstein, norski þróunarmálaráðherrann, flutti ávarp fyrir hönd kjördæmisins. Í ávarpinu lagði norski ráðherrann meðal annars áherslu á græna enduruppbyggingu, jafnréttismál og félagsleg öryggisnet í tengslum við heimsfaraldurinn. David Malpass, forseti Alþjóðabankans, ávarpaði fundinn og lagði áherslu á að heimsfaraldurinn ógni lífi og lífsviðurværi fólks, sérstaklega þeirra fátækustu og berskjölduðustu með því að auka fátækt og ójöfnuð ásamt því að hafa neikvæð áhrif á langtíma efnahagshorfur landa. Hann sagði að faraldurinn gæti haft þær afleiðingar að heill áratugur glataðist með tilliti til efnahags- og félagslegrar þróunar. Einkennin yrðu veikur hagvöxtur, hrun heilbrigðis- og menntakerfa margra landa, og ný skuldakreppa“. Skuldasöfnun í lágtekjuríkjum var til umræðu og þróunarnefndin studdi framlengingu á tímabundnum gjaldfresti á skuldum sem tvíhliða opinberir lánveitendur veittu fátækustu löndunum (Debt Service Suspension Initiative – DSSI) eftir ákall frá Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Afborganir skulda setja mörg fátæk ríki í afar þrönga stöðu til að bregðast við faraldrinum. DSSI tók gildi 1. maí á þessu ári og átti upphaflega að gilda til loka árs 2020. Nú hefur verið samþykkt að framlengja um sex mánuði til viðbótar. Nefndin hvatti jafnframt bankann og sjóðinn til að halda áfram að vinna að því að skoða skuldavanda samstarfslanda, ekki síst lágtekjuríkja, og reyna að koma með lausnir sem henta ólíkum löndum. Sjá fréttatilkynningu Alþjóðabankans um fundi þróunarnefndarinnar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent
Áhrif heimsfaraldursins á þróunarríki og viðbrögð alþjóðasamfélagsins voru efst á baugi þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í ár. Alþjóðabankinn brást hratt við og tilkynnti við upphaf faraldursins í mars að hann hygðist verja allt að 160 milljörðum Bandaríkjadala á næstu 15 mánuðum í viðbragðsaðgerðir sem náðu í síðasta mánuði til 111 landa. Þá samþykkti stjórn bankans í síðustu viku tillögu um að bankinn veiti samstarfslöndum sínum stuðning og lán upp á 12 milljarða Bandaríkjadala fyrir kaupum og dreifingu á bóluefni gegn COVID-19. Sá stuðningur kemur til viðbótar við yfirstandandi neyðaraðgerðir bankans. Ársfundir Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fara fram þessa dagana í netheimum. Fundur þróunarnefndar Alþjóðbankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var haldinn í síðustu viku og nefndin – skipuð ráðherrum 25 landa – er vettvangur fyrir samstöðu milli ríkja um alþjóðleg þróunarmál. Nefndin hefur umboð til að ráðleggja bankastjórn bankans og sjóðsins um mikilvæg þróunarmál og um það fjármagn sem til þarf til að efla efnahagsþróun í þróunarlöndum. Norðmenn áttu sæti í nefndinni í ár fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja og Dag-Inge Ulstein, norski þróunarmálaráðherrann, flutti ávarp fyrir hönd kjördæmisins. Í ávarpinu lagði norski ráðherrann meðal annars áherslu á græna enduruppbyggingu, jafnréttismál og félagsleg öryggisnet í tengslum við heimsfaraldurinn. David Malpass, forseti Alþjóðabankans, ávarpaði fundinn og lagði áherslu á að heimsfaraldurinn ógni lífi og lífsviðurværi fólks, sérstaklega þeirra fátækustu og berskjölduðustu með því að auka fátækt og ójöfnuð ásamt því að hafa neikvæð áhrif á langtíma efnahagshorfur landa. Hann sagði að faraldurinn gæti haft þær afleiðingar að heill áratugur glataðist með tilliti til efnahags- og félagslegrar þróunar. Einkennin yrðu veikur hagvöxtur, hrun heilbrigðis- og menntakerfa margra landa, og ný skuldakreppa“. Skuldasöfnun í lágtekjuríkjum var til umræðu og þróunarnefndin studdi framlengingu á tímabundnum gjaldfresti á skuldum sem tvíhliða opinberir lánveitendur veittu fátækustu löndunum (Debt Service Suspension Initiative – DSSI) eftir ákall frá Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Afborganir skulda setja mörg fátæk ríki í afar þrönga stöðu til að bregðast við faraldrinum. DSSI tók gildi 1. maí á þessu ári og átti upphaflega að gilda til loka árs 2020. Nú hefur verið samþykkt að framlengja um sex mánuði til viðbótar. Nefndin hvatti jafnframt bankann og sjóðinn til að halda áfram að vinna að því að skoða skuldavanda samstarfslanda, ekki síst lágtekjuríkja, og reyna að koma með lausnir sem henta ólíkum löndum. Sjá fréttatilkynningu Alþjóðabankans um fundi þróunarnefndarinnar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent