Fengu hvorki ferðamenn né „eðlilegt líf“ innanlands Sylvía Hall skrifar 19. október 2020 19:00 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stöðuna erfiða hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafi komur ferðamanna verið mun færri en undanfarin ár og staðan aðeins versnað þegar aðgerðir á landamærunum voru hertar í ágúst. Nú sé þeim tilmælum beint til fólks að ferðast sem minnst innanlands, sem bæti gráu ofan á svart. „Auðvitað verðum við að sýna þessu skilning og reyna að fara eftir þessum fyrirmælum sem er verið að gefa okkur, og ég vona að fólk geri það sem best. Þetta eykur samt á þann vanda sem okkar fyrirtæki standa frammi fyrir; tekjuleysi að miklu leyti til yfir allan veturinn,“ sagði Jóhannes Þór í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Að sögn Jóhannesar koma þessi nýjustu tilmæli sérstaklega illa niður á þeim rekstraraðilum sem hafa treyst á Íslendinga yfir vetrartímann og boðið upp á gistingu og mat á sérstökum tilboðum. Það sé sérstaklega algengt á Suðurlandi og norður á Akureyri, enda margir sem fari í helgarferðir þangað frá höfuðborgarsvæðinu. „En um allt land eru fyrirtæki að reyna að gera það besta úr stöðunni sem þau geta. Þessi tilmæli og staðan undanfarnar tvær vikur hafa gert það að verkum að þessi fyrirtæki hafa sum hver þurft að loka og segja gestum að þau geti því miður ekki uppfyllt þessi tilboð sem þau hafa verið að gefa.“ Innanlandsfaraldur skömmu eftir hertar aðgerðir Jóhannes segir sömu sögu vera að segja af veitingahúsarekstri um allt land. Staðan sé þó afar erfið á höfuðborgarsvæðinu, því rekstrarkostnaður sé hár en tekjurnar mun minni en áður. Þá sé ákveðið svekkelsi að sú áætlun, að herða aðgerðir á landamærunum til þess að viðhalda nokkuð „eðlilegu“ lífi innanlands, hafi ekki gengið upp. „Við erum kannski svekktust með að eftir að það var lokað hér í ágúst á komur ferðamanna, með því fororði að við gætum haft eðlilegt líf, eins og það var orðað, hér innanlands. Við höfum samt sem áður fengið hér heilmikinn innanlandsfaraldur, sem þýðir að við höfum kannski fengið í rauninni það versta út úr hvoru tveggja,“ segir Jóhannes. Það hafi þó verið viðbúið að faraldurinn tæki sig upp á ný. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að faraldurinn myndi að einhverju leyti koma aftur að hausti. Með svona veirufaraldra þarf maður að gera ráð fyrir því að þeir hagi sér eins og til dæmis inflúensufaraldrarnir gera, þegar kólnar í lofti þá koma þeir aftur á haustin og vorin.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn hjá aðilum í ferðaþjónustu, enda fæstir á faraldsfæti.Vísir/Vilhelm Ákveðinn hópur sem ferðast enn Að sögn Jóhannesar var búist við mögulega 550 til 600 þúsund ferðamönnum til landsins í ár, mun færri en undanfarin ár, en með hertum aðgerðum á landamærunum hafi sú spá lækkað um næstum 100 þúsund ferðamenn. Það sé gríðarlegt tap fyrir fyrirtækin sem hlaupi á tugum milljarða. Hann segir alls ekki svo að enginn vilji ferðast. „Menn segja nú stundum: Bíddu er fólk eitthvað að ferðast? Er ekki faraldur á uppleið um alla Evrópu? Þá höfum við séð það að sá hópur sem við vorum að flytja til landsins í sumar og sá hópur sem er enn að ferðast um Evrópu og hefur þá áfram verið að koma til Íslands, það er fólk sem er tilbúið að ferðast þrátt fyrir faraldurinn,“ segir Jóhannes og bætir við að það geti skipt verulegu máli fyrir þau fyrirtæki sem berjast í bökkum. Það er kannski ekki stór hópur, en við þurfum ekkert gríðarlegan fjölda til þess að fá eitthvað af tekjum inn sem hefði hjálpað mjög við að halda svona grunnþjónustu, að halda fyrirtækjunum í öndunarvél í vetur.“ Hann segir ótrúlegt hversu lengi sum fyrirtæki hafa þraukað, en hann kveðst þó ekki bjartsýnn á næstu mánuði: „Þetta verður gríðarlega erfiður vetur.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jóhannes Þór í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stöðuna erfiða hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafi komur ferðamanna verið mun færri en undanfarin ár og staðan aðeins versnað þegar aðgerðir á landamærunum voru hertar í ágúst. Nú sé þeim tilmælum beint til fólks að ferðast sem minnst innanlands, sem bæti gráu ofan á svart. „Auðvitað verðum við að sýna þessu skilning og reyna að fara eftir þessum fyrirmælum sem er verið að gefa okkur, og ég vona að fólk geri það sem best. Þetta eykur samt á þann vanda sem okkar fyrirtæki standa frammi fyrir; tekjuleysi að miklu leyti til yfir allan veturinn,“ sagði Jóhannes Þór í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Að sögn Jóhannesar koma þessi nýjustu tilmæli sérstaklega illa niður á þeim rekstraraðilum sem hafa treyst á Íslendinga yfir vetrartímann og boðið upp á gistingu og mat á sérstökum tilboðum. Það sé sérstaklega algengt á Suðurlandi og norður á Akureyri, enda margir sem fari í helgarferðir þangað frá höfuðborgarsvæðinu. „En um allt land eru fyrirtæki að reyna að gera það besta úr stöðunni sem þau geta. Þessi tilmæli og staðan undanfarnar tvær vikur hafa gert það að verkum að þessi fyrirtæki hafa sum hver þurft að loka og segja gestum að þau geti því miður ekki uppfyllt þessi tilboð sem þau hafa verið að gefa.“ Innanlandsfaraldur skömmu eftir hertar aðgerðir Jóhannes segir sömu sögu vera að segja af veitingahúsarekstri um allt land. Staðan sé þó afar erfið á höfuðborgarsvæðinu, því rekstrarkostnaður sé hár en tekjurnar mun minni en áður. Þá sé ákveðið svekkelsi að sú áætlun, að herða aðgerðir á landamærunum til þess að viðhalda nokkuð „eðlilegu“ lífi innanlands, hafi ekki gengið upp. „Við erum kannski svekktust með að eftir að það var lokað hér í ágúst á komur ferðamanna, með því fororði að við gætum haft eðlilegt líf, eins og það var orðað, hér innanlands. Við höfum samt sem áður fengið hér heilmikinn innanlandsfaraldur, sem þýðir að við höfum kannski fengið í rauninni það versta út úr hvoru tveggja,“ segir Jóhannes. Það hafi þó verið viðbúið að faraldurinn tæki sig upp á ný. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að faraldurinn myndi að einhverju leyti koma aftur að hausti. Með svona veirufaraldra þarf maður að gera ráð fyrir því að þeir hagi sér eins og til dæmis inflúensufaraldrarnir gera, þegar kólnar í lofti þá koma þeir aftur á haustin og vorin.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn hjá aðilum í ferðaþjónustu, enda fæstir á faraldsfæti.Vísir/Vilhelm Ákveðinn hópur sem ferðast enn Að sögn Jóhannesar var búist við mögulega 550 til 600 þúsund ferðamönnum til landsins í ár, mun færri en undanfarin ár, en með hertum aðgerðum á landamærunum hafi sú spá lækkað um næstum 100 þúsund ferðamenn. Það sé gríðarlegt tap fyrir fyrirtækin sem hlaupi á tugum milljarða. Hann segir alls ekki svo að enginn vilji ferðast. „Menn segja nú stundum: Bíddu er fólk eitthvað að ferðast? Er ekki faraldur á uppleið um alla Evrópu? Þá höfum við séð það að sá hópur sem við vorum að flytja til landsins í sumar og sá hópur sem er enn að ferðast um Evrópu og hefur þá áfram verið að koma til Íslands, það er fólk sem er tilbúið að ferðast þrátt fyrir faraldurinn,“ segir Jóhannes og bætir við að það geti skipt verulegu máli fyrir þau fyrirtæki sem berjast í bökkum. Það er kannski ekki stór hópur, en við þurfum ekkert gríðarlegan fjölda til þess að fá eitthvað af tekjum inn sem hefði hjálpað mjög við að halda svona grunnþjónustu, að halda fyrirtækjunum í öndunarvél í vetur.“ Hann segir ótrúlegt hversu lengi sum fyrirtæki hafa þraukað, en hann kveðst þó ekki bjartsýnn á næstu mánuði: „Þetta verður gríðarlega erfiður vetur.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jóhannes Þór í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira