Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2020 23:01 Júmbó-þotur Air Atlanta hafa meðal annars verið notaðar í pílagrímaflugi fyrir Saudia. Hér er TF-AAK í Surabaya í Indónesíu sumarið 2019 að taka pílagríma um borð á leið til hinnar heilögu borgar Mekka. Þessi sama vél var áður merkt Iron Maiden þegar hún ferjaði bresku rokkhljómsveitina um heiminn. Getty/Suyanto Putramudj. Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. „Farþegaflug félagsins þar í landi hefur verið kjölfestan í rekstri Atlanta, en nú sitja allar sjö B747-400 farþegavélar flugfélagsins óhreyfðar á jörðu niðri og að minnsta kosti tvær til þrjár þeirra á leið í niðurrif fljótlega,“ segir í tilkynningu Air Atlanta. Þoturnar verða rifnar í Bretlandi, á Cotswold-flugvelli í Kemble norðaustur af Bristol, í samvinnu við viðurkennt niðurrifsfyrirtæki, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Varahlutir verða þannig vottaðir og endurnýttir. Félagið hefur áður sent þangað til niðurrifs nokkrar af eldri 747-400 farþegavélum sínum, sem teknar hafa verið úr rekstri. Air Atlanta hefur einnig sinnt fraktflugi á Boeing 747 fyrir Saudi Arabian Airlines. Hér er TF-AMB á flugvellinum í Liege í Belgíu.Getty/Fabrizio Gandolfo. Fyrsta þotan í ferlinu núna verður TF-AAC og verður henni flogið til Cotswold á komandi dögum. Hinar vélarnar, sem fyrir liggur að endi starfsævina á næstu mánuðum, TF-AAD og TF-AAH, fylgja í kjölfarið eftir áramót. Áætlað er að niðurrifsferlið fyrir hverja vél geti tekið allt að 12 mánuði. TF-AAC var upphaflega smíðuð fyrir All Nippon Airways og bar þá japanskt skrásetningarnúmer. Hún flaug fyrst í febrúar árið 1999 en Air Atlanta eignaðist hana árið 2012. TF-AAD kom til Air Atlanta árið 2012 en hún var smíðuð fyrr Malaysia Airlines árið 1997. Yngsta þotan, TF-AAH, flaug fyrst árið 2002, einnig fyrir Malaysia Airlines, en komst í eigu Air Atlanta árið 2014. Boeing 747, júmbó-þotan, hefur verið sannkölluð drottning háloftanna undanfarna hálfa öld, en er óðum að hverfa úr notkun sem farþegaflugvél. Hún er þó talin eiga nokkra áratugi eftir sem fraktþota, enda enn í smíðum sem slík. Boeing á eftir að afgreiða á annan tug pantana, sem og tvær nýjar Air Force One fyrir Bandaríkjaforseta. Hér má fræðast um sögu Boeing 747: Fréttir af flugi Boeing Air Atlanta Tengdar fréttir Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25 British Airways leggur júmbó-þotunni Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni 17. júlí 2020 08:26 Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. „Farþegaflug félagsins þar í landi hefur verið kjölfestan í rekstri Atlanta, en nú sitja allar sjö B747-400 farþegavélar flugfélagsins óhreyfðar á jörðu niðri og að minnsta kosti tvær til þrjár þeirra á leið í niðurrif fljótlega,“ segir í tilkynningu Air Atlanta. Þoturnar verða rifnar í Bretlandi, á Cotswold-flugvelli í Kemble norðaustur af Bristol, í samvinnu við viðurkennt niðurrifsfyrirtæki, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Varahlutir verða þannig vottaðir og endurnýttir. Félagið hefur áður sent þangað til niðurrifs nokkrar af eldri 747-400 farþegavélum sínum, sem teknar hafa verið úr rekstri. Air Atlanta hefur einnig sinnt fraktflugi á Boeing 747 fyrir Saudi Arabian Airlines. Hér er TF-AMB á flugvellinum í Liege í Belgíu.Getty/Fabrizio Gandolfo. Fyrsta þotan í ferlinu núna verður TF-AAC og verður henni flogið til Cotswold á komandi dögum. Hinar vélarnar, sem fyrir liggur að endi starfsævina á næstu mánuðum, TF-AAD og TF-AAH, fylgja í kjölfarið eftir áramót. Áætlað er að niðurrifsferlið fyrir hverja vél geti tekið allt að 12 mánuði. TF-AAC var upphaflega smíðuð fyrir All Nippon Airways og bar þá japanskt skrásetningarnúmer. Hún flaug fyrst í febrúar árið 1999 en Air Atlanta eignaðist hana árið 2012. TF-AAD kom til Air Atlanta árið 2012 en hún var smíðuð fyrr Malaysia Airlines árið 1997. Yngsta þotan, TF-AAH, flaug fyrst árið 2002, einnig fyrir Malaysia Airlines, en komst í eigu Air Atlanta árið 2014. Boeing 747, júmbó-þotan, hefur verið sannkölluð drottning háloftanna undanfarna hálfa öld, en er óðum að hverfa úr notkun sem farþegaflugvél. Hún er þó talin eiga nokkra áratugi eftir sem fraktþota, enda enn í smíðum sem slík. Boeing á eftir að afgreiða á annan tug pantana, sem og tvær nýjar Air Force One fyrir Bandaríkjaforseta. Hér má fræðast um sögu Boeing 747:
Fréttir af flugi Boeing Air Atlanta Tengdar fréttir Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25 British Airways leggur júmbó-þotunni Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni 17. júlí 2020 08:26 Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25
British Airways leggur júmbó-þotunni Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni 17. júlí 2020 08:26
Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08