Mikill eldur logar í íbúðarhúsi sveitabæjar í uppsveitum Borgarfjarðar. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Borgarbyggðar voru slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum sendir á vettvang, eftir að tilkynningin barst skömmu fyrir klukkan sex.
Slökkvistarf stendur nú yfir.
Slökkviliðið Borgarbyggðar hefur starfsstöðvar á Bifröst, Borgarnesi, Hvanneyri, Laugargerði og Reykholti. Sveitabærinn sem um ræðir er skammt frá Reykholti.