Miedema orðin markahæst í sögu deildarinnar er Arsenal valtaði yfir Tottenham | Úrslit dagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. október 2020 16:46 Vivianne Miedema hefur skorað 50 mörk í 50 leikjum fyrir Arsenal. Catherine Ivill/Getty Images Alls fóru fjórir leikir fram í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi í dag. Arsenal vann stórsigur á erkifjendum sínum í Tottenham Hotspur, Everton og Manchester City misstigu sig í toppbaráttunni og Manchester United vann góðan sigur. Leikur Arsenal og Tottenham var í raun búinn eftir aðeins 15. mínútna leik. Staðan þá strax orðin 3-0 þökk sé mörkum Katie McCabe, Vivianne Miedema og Caitlin Foord. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Miedema bætt við tveimur mörkum og þar með fullkomnað þrennu sína. Vivianne Miedema. That s it. That s the tweet. pic.twitter.com/bkYulKIh3r— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 18, 2020 Staðan því 5-0 í hálfleik. Lucia Leon kórónaði leik Tottenham er hún klúðraði vítaspyrnu í upphafi fyrri hálfleiks og þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum skoraði Caitlin Foord sjötta mark Arsenal. Leon minnkaði muninn í 6-1 á 75. mínútu og þar við sat. Öruggur sigur Arsenal og liðið sem fyrr á toppi deildarinnar. Miedema hefur nú skorað 50 mörk í aðeins 50 leikjum í deildinni sem gerir hana að markahæsta leikmanni í sögu ensku Ofurdeildarinnar eins og hún heitir. Both of Vivianne Miedema's first-ever #BarclaysFAWSL goal and the record-breaking goal have been assisted by @DanielleDonk 1st goal October 2017 Everton Van de Donk 50th goal October 2020 Tottenham Van de Donk pic.twitter.com/UpySF4esZi— miedemastuff (@miedemastuff) October 18, 2020 Manchester United heimsótti West Ham United og vann góðan sigur í miklum markaleik. Lokatölur 4-2 þar sem Alessia Russo skoraði tvívegis. Þær Tobin Heath og Christen Press bættu svið sitt hvoru markinu. Emily Van Egmond og Rachel Daly skoruðu mörk West Ham. Everton missteig sig í toppbaráttunni en liðið varð að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Brighton & Hove Albion í dag. Sömu sögu er að segja af Manchester City en liðið gerði 1-1 jafntefli við Reading. Staðan í deildinni er þannig að Arsenal er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Þar á eftir koma Everton og Man Utd bæði með 13 stig. Chelsea er svo í 4. sæti með 10 stig en á leik til góða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi í dag. Arsenal vann stórsigur á erkifjendum sínum í Tottenham Hotspur, Everton og Manchester City misstigu sig í toppbaráttunni og Manchester United vann góðan sigur. Leikur Arsenal og Tottenham var í raun búinn eftir aðeins 15. mínútna leik. Staðan þá strax orðin 3-0 þökk sé mörkum Katie McCabe, Vivianne Miedema og Caitlin Foord. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Miedema bætt við tveimur mörkum og þar með fullkomnað þrennu sína. Vivianne Miedema. That s it. That s the tweet. pic.twitter.com/bkYulKIh3r— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 18, 2020 Staðan því 5-0 í hálfleik. Lucia Leon kórónaði leik Tottenham er hún klúðraði vítaspyrnu í upphafi fyrri hálfleiks og þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum skoraði Caitlin Foord sjötta mark Arsenal. Leon minnkaði muninn í 6-1 á 75. mínútu og þar við sat. Öruggur sigur Arsenal og liðið sem fyrr á toppi deildarinnar. Miedema hefur nú skorað 50 mörk í aðeins 50 leikjum í deildinni sem gerir hana að markahæsta leikmanni í sögu ensku Ofurdeildarinnar eins og hún heitir. Both of Vivianne Miedema's first-ever #BarclaysFAWSL goal and the record-breaking goal have been assisted by @DanielleDonk 1st goal October 2017 Everton Van de Donk 50th goal October 2020 Tottenham Van de Donk pic.twitter.com/UpySF4esZi— miedemastuff (@miedemastuff) October 18, 2020 Manchester United heimsótti West Ham United og vann góðan sigur í miklum markaleik. Lokatölur 4-2 þar sem Alessia Russo skoraði tvívegis. Þær Tobin Heath og Christen Press bættu svið sitt hvoru markinu. Emily Van Egmond og Rachel Daly skoruðu mörk West Ham. Everton missteig sig í toppbaráttunni en liðið varð að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Brighton & Hove Albion í dag. Sömu sögu er að segja af Manchester City en liðið gerði 1-1 jafntefli við Reading. Staðan í deildinni er þannig að Arsenal er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Þar á eftir koma Everton og Man Utd bæði með 13 stig. Chelsea er svo í 4. sæti með 10 stig en á leik til góða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira