Gæfur svanur veitti níu ára dreng mikla athygli við Reykjavíkurtjörn í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. október 2020 16:43 Baltasar Máni var ansi hissa á því hve gæfur svanurinn var. AÐSEND Hinn níu ára gamli Baltasar Máni var heldur hissa þegar hann fór með fjölskyldu sinni að gefa öndunum á Reykjavíkurtjörn brauð í dag. Til Baltasars rölti ansi gæfur svanur sem vildi ekkert heitar en að fá athygli frá Baltasar líkt og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Svanurinn fékk glænýtt brauð Erla Ósk Ásgeirsdóttir móðir Baltasars segir upplifunina hafa verið einstaka. ,,Ég hef aldrei upplifað annað eins. Svanurinn elti Baltasar upp á trébekk þar sem hann gaf svaninum glænýtt brauð og urðu þeir mestu mátar,‘‘ sagði Erla Ósk Ásgeirsdóttir, móðir Baltasars. Svanurinn elti Baltasar upp á trébekk við tjörnina.AÐSEND Vinirnir spjölluðu saman í um hálftíma og flykktist fólk að til að fylgjast með þessu einstaka sambandi svansins og Baltasars. Erla Ósk segir að fjölskyldan hafi verið ansi hissa á því hve gæfur svanurinn var þar sem fuglarnir séu vanalega nokkuð styggir. ,,Svanurinn leyfði Baltasar að klappa sér í dágóðan tíma og gerði ekki tilraun til að kroppa í hann. Baltasar sjálfur var ansi hissa á þessu,‘‘ sagði Erla Ósk. Mikill dýravinur Baltasar er mikill dýravinur og hefur sérstakan áhuga á skordýrum og fuglum. Hann á kött og er því vanur að vera í kringum dýr. Auk þess sem hann fer í réttir árlega. ,,Já hann er vanur dýrum og greinilega fuglahvíslari‘‘ Svanurinn át glænýtt brauð af bestu lyst.AÐSEND Dýr Reykjavík Krakkar Fuglar Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Hinn níu ára gamli Baltasar Máni var heldur hissa þegar hann fór með fjölskyldu sinni að gefa öndunum á Reykjavíkurtjörn brauð í dag. Til Baltasars rölti ansi gæfur svanur sem vildi ekkert heitar en að fá athygli frá Baltasar líkt og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Svanurinn fékk glænýtt brauð Erla Ósk Ásgeirsdóttir móðir Baltasars segir upplifunina hafa verið einstaka. ,,Ég hef aldrei upplifað annað eins. Svanurinn elti Baltasar upp á trébekk þar sem hann gaf svaninum glænýtt brauð og urðu þeir mestu mátar,‘‘ sagði Erla Ósk Ásgeirsdóttir, móðir Baltasars. Svanurinn elti Baltasar upp á trébekk við tjörnina.AÐSEND Vinirnir spjölluðu saman í um hálftíma og flykktist fólk að til að fylgjast með þessu einstaka sambandi svansins og Baltasars. Erla Ósk segir að fjölskyldan hafi verið ansi hissa á því hve gæfur svanurinn var þar sem fuglarnir séu vanalega nokkuð styggir. ,,Svanurinn leyfði Baltasar að klappa sér í dágóðan tíma og gerði ekki tilraun til að kroppa í hann. Baltasar sjálfur var ansi hissa á þessu,‘‘ sagði Erla Ósk. Mikill dýravinur Baltasar er mikill dýravinur og hefur sérstakan áhuga á skordýrum og fuglum. Hann á kött og er því vanur að vera í kringum dýr. Auk þess sem hann fer í réttir árlega. ,,Já hann er vanur dýrum og greinilega fuglahvíslari‘‘ Svanurinn át glænýtt brauð af bestu lyst.AÐSEND
Dýr Reykjavík Krakkar Fuglar Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira