Stórliðin bæði í bleiku og töpuðu óvænt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. október 2020 11:00 Lionel Messi umkringdur leikmönnum Getafe í gær. Reuters Tvö stærstu lið spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu töpuðu leikjum sínum í gær. Bæði töpuðu 1-0 og bæði léku í bleikum búningum. Hér er um að ræða Spánarmeistara Real Madrid og Barcelona. Var þetta fyrsta tap beggja liða í deildinni. Real tapaði á heimavelli fyrir nýliðum Cadiz á meðan Barcelona tapaði fyrir hinu varnarsinnaða liði Getafe. Er þetta í fyrsta skipti sem bæði lið tapa í sömu umferð síðan í september árið 2018. Eflaust er þetta í fyrsta skipti sem bæði eru í bleiku og tapa bæði. Real Madrid and Barcelona have both lost a LaLiga game on the same day for the first time since September 2018.The pink kit effect. pic.twitter.com/4T6V3A1vxb— Squawka Football (@Squawka) October 17, 2020 Liðin geta ekki dvalið við leiki gærdagsins en þau þurfa að fara undirbúa sig undir leiki í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Í kjölfarið er svo El Clasico næstu helgi. Börsungar áttu erfitt með að skapa sér fær gegn Getafe og margir leikmenn liðsins eflaust enn að jafna sig eftir erfiða landsleikjatörn. Ronald Koeman, þjálfari liðsins, er enn að reyna finna pláss fyrir sínar helstu stjörnur í liðinu. Heimsmeistarinn Antoine Griezmann lék því sem fremsti maður og Argentínumaðurinn Lionel Messi var úti á hægri vængnum. Eitthvað sem hvorugur þeirra vill. Griezmann vill spila á bakvið öflugan og líkamlega sterkan fremsta mann á meðan Messi vill vera „fremsti maður“ sjálfur, í hlutverki falskrar níu. Þá var ekki nóg með að Real tapaði sínum leik heldur fór fyrirliði liðsins – Sergio Ramos – meiddur af velli í hálfleik. Óvíst er hvort hann nái leiknum gegn Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Var þetta fyrsti sigur Cadiz gegn Real Madrid í deildinni. Í síðustu 12 leikjum liðanna á heimavelli Real höfðu meistararnir unnið 11 sinnum á meðan einum leiknum lauk með jafntefli. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Gríðarlega óvænt tap hjá Spánarmeisturunum Spánarmeistarar Real Madrid töpuðu ansi óvænt fyrir nýliðum Cádiz á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag. 17. október 2020 18:45 Barcelona tapaði fyrir Getafe Barcelona tapaði 1-0 fyrir Getafe á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 17. október 2020 21:31 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira
Tvö stærstu lið spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu töpuðu leikjum sínum í gær. Bæði töpuðu 1-0 og bæði léku í bleikum búningum. Hér er um að ræða Spánarmeistara Real Madrid og Barcelona. Var þetta fyrsta tap beggja liða í deildinni. Real tapaði á heimavelli fyrir nýliðum Cadiz á meðan Barcelona tapaði fyrir hinu varnarsinnaða liði Getafe. Er þetta í fyrsta skipti sem bæði lið tapa í sömu umferð síðan í september árið 2018. Eflaust er þetta í fyrsta skipti sem bæði eru í bleiku og tapa bæði. Real Madrid and Barcelona have both lost a LaLiga game on the same day for the first time since September 2018.The pink kit effect. pic.twitter.com/4T6V3A1vxb— Squawka Football (@Squawka) October 17, 2020 Liðin geta ekki dvalið við leiki gærdagsins en þau þurfa að fara undirbúa sig undir leiki í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Í kjölfarið er svo El Clasico næstu helgi. Börsungar áttu erfitt með að skapa sér fær gegn Getafe og margir leikmenn liðsins eflaust enn að jafna sig eftir erfiða landsleikjatörn. Ronald Koeman, þjálfari liðsins, er enn að reyna finna pláss fyrir sínar helstu stjörnur í liðinu. Heimsmeistarinn Antoine Griezmann lék því sem fremsti maður og Argentínumaðurinn Lionel Messi var úti á hægri vængnum. Eitthvað sem hvorugur þeirra vill. Griezmann vill spila á bakvið öflugan og líkamlega sterkan fremsta mann á meðan Messi vill vera „fremsti maður“ sjálfur, í hlutverki falskrar níu. Þá var ekki nóg með að Real tapaði sínum leik heldur fór fyrirliði liðsins – Sergio Ramos – meiddur af velli í hálfleik. Óvíst er hvort hann nái leiknum gegn Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Var þetta fyrsti sigur Cadiz gegn Real Madrid í deildinni. Í síðustu 12 leikjum liðanna á heimavelli Real höfðu meistararnir unnið 11 sinnum á meðan einum leiknum lauk með jafntefli.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Gríðarlega óvænt tap hjá Spánarmeisturunum Spánarmeistarar Real Madrid töpuðu ansi óvænt fyrir nýliðum Cádiz á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag. 17. október 2020 18:45 Barcelona tapaði fyrir Getafe Barcelona tapaði 1-0 fyrir Getafe á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 17. október 2020 21:31 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira
Gríðarlega óvænt tap hjá Spánarmeisturunum Spánarmeistarar Real Madrid töpuðu ansi óvænt fyrir nýliðum Cádiz á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag. 17. október 2020 18:45
Barcelona tapaði fyrir Getafe Barcelona tapaði 1-0 fyrir Getafe á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 17. október 2020 21:31