Sport

Setti nýtt Íslandsmet í dag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hlynur hljóp á nýju Íslandsmeti í dag.
Hlynur hljóp á nýju Íslandsmeti í dag. FRÍ

Hlynur Andrésson setti nýtt Íslandsmet í hálfu maraþoni er hann tók þátt á heimsmeistaramótinu í Gdynia í Póllandi í dag.

Hlynur gerði sér lítið fyrir og kom í mark á 1:02:48 klukkustundum í hlaupi dagsins. Bætti hann þar með Íslandsmet Kára Steins Karlssonar um rúmar tvær mínútur. Met Kára Steins hafði staðið frá árinu 2015.

Kári setti metið á sínum tíma í Berlín í Þýskalandi.

Alls tóku 117 keppendur þátt í dag. Hlynur, sem hefur aðallega einbeitt sér að styttri vegalengdum, hafnaði í 52. sæti. Hlynur á fjölda Íslandsmeta í 1500 metra til 10.000 metra hlaupum.

Nú virðist bara spurning hvort Hlynur reyni að tækla heilt maraþon.

Arnar Pétursson var einnig meðal keppenda í dag en honum tókst ekki að klára hlaupið að þessu sinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×