Kvikmyndin Þorsti vinnur tvenn verðlaun á Screamfest í Bandaríkjunum Tinni Sveinsson skrifar 17. október 2020 14:30 Kvikmyndin Þorsti nær greinilega til aðdáenda hryllingsmynda víða um heim. Íslenska kvikmyndin Þorsti, sem lýst var sem gay vampírumynd, vann til tvennra verðlauna á bandarísku hryllingsmyndahátíðinni Screamfest, þeirri stærstu þar í landi. Bæði verðlaunin voru fyrir brellur. Geir Njarðarson fékk verðlaun fyrir brelluförðun (e. special effects make up) og Atli Þór Einarsson fékk verðlaun fyrir sjónrænar brellur (e. visual effects). Screamfest er stærsta og elsta hryllingsmyndahátíð í Bandaríkjunum og vel þekkt sem slík. Þar eru til sýnis nýjar hryllingsmyndir, bæði bandarískar og alþjóðlegar. Kvikmyndaverin velja einnig að frumsýna stórar hryllingsmyndir á hátíðinni, á borð við Paranormal Activity, The Grudge, The Human Centipede og Let The Right One In. Það er því greinilegt að Þorsti er komin í góðan félagsskap. Klippa: Þorsti - Sýnishorn (Stranglega bannað börnum) Einstakt verkefni Tilurð kvikmyndarinnar Þorsti var einstök á íslenskan mælikvarða og þó víða væri leitað. Myndin var lokahnykkurinn á sjónvarpsþáttaröðinni Góðir landsmenn, sem sýnd var á Stöð 2 í fyrra. Þættirnir fjölluðu um Steinda sem reyndi að þroskast í starfi sínu sem sjónvarpsmaður en það tókst ekki betur en svo að hann flæktist inn líf eins viðmælandans sem er aukaleikari. Í framhaldinu var hann kominn á fullt í framleiðslu á kvikmynd í fullri lengd með aukaleikaranum og leikhópnum hans. Klippa: Á bak við tjöldin - Þorsti og Góðir landsmenn Framleiðsla þáttanna og kvikmyndarinnar var mikið púsluspil. Gaukur Úlfarsson leikstjóri fór ítarlega yfir þetta flókna verkefni í þættinum Á bak við tjöldin hér á Vísi í vetur. Hægt er að hlusta á hann hér fyrir ofan. Á myndunum hér fyrir neðan má síðan meðal annars sjá myndir frá gerð myndarinnar þar sem brellum þeirra Atla Þórs Einarssonar og Geirs Njarðarsonar bregður meðal annars fyrir. Hægt er að sjá bæði kvikmyndina Þorsta og þættina Góðir landsmenn á Stöð 2 Maraþon. Atli Þór Einarsson var verðlaunaður fyrir bestu sjónrænu brellurnar á Screamfest. Geir Njarðarson fyllir á blóðsprautuna við tökur á Þorsta. Mikið gekk á við tökur Þorsta, eins og er reyndar hægt að sjá í þáttunum Góðir landsmenn. Verðlaunagripirnir á Screamfest eru ekki af verri endanum. Þeir eru hannaðir af Stan Winston sem stýrði förðunarbrellum í Terminator-myndunum, Jurassic Park-myndunum, Aliens, Predator, Iron Man og fleira. Gaukur Úlfarsson leikstjóri og Steindi við tökur á Þorsta. Brellurnar í Þorsta hlutu náð fyrir dómnefnd Screamfest. Mikið bóð, mikið splatter er það sem ber fyrir augu í Þorsta. Hann elskar að bíta, stendur undir titlinum á plakati Þorsta. Góðir landsmenn voru sýndir á Stöð 2. Í þáttunum er gerð myndarinnar Þorsti lýst. Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Þorsti, sem lýst var sem gay vampírumynd, vann til tvennra verðlauna á bandarísku hryllingsmyndahátíðinni Screamfest, þeirri stærstu þar í landi. Bæði verðlaunin voru fyrir brellur. Geir Njarðarson fékk verðlaun fyrir brelluförðun (e. special effects make up) og Atli Þór Einarsson fékk verðlaun fyrir sjónrænar brellur (e. visual effects). Screamfest er stærsta og elsta hryllingsmyndahátíð í Bandaríkjunum og vel þekkt sem slík. Þar eru til sýnis nýjar hryllingsmyndir, bæði bandarískar og alþjóðlegar. Kvikmyndaverin velja einnig að frumsýna stórar hryllingsmyndir á hátíðinni, á borð við Paranormal Activity, The Grudge, The Human Centipede og Let The Right One In. Það er því greinilegt að Þorsti er komin í góðan félagsskap. Klippa: Þorsti - Sýnishorn (Stranglega bannað börnum) Einstakt verkefni Tilurð kvikmyndarinnar Þorsti var einstök á íslenskan mælikvarða og þó víða væri leitað. Myndin var lokahnykkurinn á sjónvarpsþáttaröðinni Góðir landsmenn, sem sýnd var á Stöð 2 í fyrra. Þættirnir fjölluðu um Steinda sem reyndi að þroskast í starfi sínu sem sjónvarpsmaður en það tókst ekki betur en svo að hann flæktist inn líf eins viðmælandans sem er aukaleikari. Í framhaldinu var hann kominn á fullt í framleiðslu á kvikmynd í fullri lengd með aukaleikaranum og leikhópnum hans. Klippa: Á bak við tjöldin - Þorsti og Góðir landsmenn Framleiðsla þáttanna og kvikmyndarinnar var mikið púsluspil. Gaukur Úlfarsson leikstjóri fór ítarlega yfir þetta flókna verkefni í þættinum Á bak við tjöldin hér á Vísi í vetur. Hægt er að hlusta á hann hér fyrir ofan. Á myndunum hér fyrir neðan má síðan meðal annars sjá myndir frá gerð myndarinnar þar sem brellum þeirra Atla Þórs Einarssonar og Geirs Njarðarsonar bregður meðal annars fyrir. Hægt er að sjá bæði kvikmyndina Þorsta og þættina Góðir landsmenn á Stöð 2 Maraþon. Atli Þór Einarsson var verðlaunaður fyrir bestu sjónrænu brellurnar á Screamfest. Geir Njarðarson fyllir á blóðsprautuna við tökur á Þorsta. Mikið gekk á við tökur Þorsta, eins og er reyndar hægt að sjá í þáttunum Góðir landsmenn. Verðlaunagripirnir á Screamfest eru ekki af verri endanum. Þeir eru hannaðir af Stan Winston sem stýrði förðunarbrellum í Terminator-myndunum, Jurassic Park-myndunum, Aliens, Predator, Iron Man og fleira. Gaukur Úlfarsson leikstjóri og Steindi við tökur á Þorsta. Brellurnar í Þorsta hlutu náð fyrir dómnefnd Screamfest. Mikið bóð, mikið splatter er það sem ber fyrir augu í Þorsta. Hann elskar að bíta, stendur undir titlinum á plakati Þorsta. Góðir landsmenn voru sýndir á Stöð 2. Í þáttunum er gerð myndarinnar Þorsti lýst.
Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira