Sögulegur sigur Ardern í þingkosningum á Nýja Sjálandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. október 2020 11:07 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, greiddi atkvæði daginn sem opnað var fyrir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, þann 3. október Vísir/EPA Verkamannaflokkur Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, fór með yfirburðasigur í þingkosningum sem fram fóru þar í landi í nótt. Nú þegar stór hluti atkvæða hefur verið talinn hlýtur flokkur Ardern um 49% atkvæða. Það tryggir flokknum 64 þingsæti sem ætti að duga til að mynda hreinan meirihluta í nýsjálenska þinginu. Þetta hefur engum stjórnmálaflokki tekist þar í landi síðan nýtt kosningakerfi var tekið í gagnið árið 1996. Búist var við harðri baráttu milli Verkamannaflokks Ardern og Íhaldsmanna í Þjóðarflokknum. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna bentu þó til þess að kjósendur á Nýja Sjálandi myndu veita Ardern, sem nýtur töluverðra vinsælda, umboð til að stýra landinu næsta kjörtímabilið og sú varð raunin. Þjóðarflokkurinn hlýtur 27% af töldum atkvæðum og hefur játað ósigur í kosningunum. Kosningarnar áttu upprunalega að fara fram í september en var frestað um mánuð vegna kórónuveirufaraldursins. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu að morgni að staðartíma og lokuðu klukkan sjö að kvöldi, en Nýja Sjáland er ellefu klukkustundum á undan íslensku klukkunni. Yfir milljón kjósendur höfðu þegar greitt atkvæði utan kjörfundar en utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þann 3. október. Nýja-Sjáland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Verkamannaflokkur Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, fór með yfirburðasigur í þingkosningum sem fram fóru þar í landi í nótt. Nú þegar stór hluti atkvæða hefur verið talinn hlýtur flokkur Ardern um 49% atkvæða. Það tryggir flokknum 64 þingsæti sem ætti að duga til að mynda hreinan meirihluta í nýsjálenska þinginu. Þetta hefur engum stjórnmálaflokki tekist þar í landi síðan nýtt kosningakerfi var tekið í gagnið árið 1996. Búist var við harðri baráttu milli Verkamannaflokks Ardern og Íhaldsmanna í Þjóðarflokknum. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna bentu þó til þess að kjósendur á Nýja Sjálandi myndu veita Ardern, sem nýtur töluverðra vinsælda, umboð til að stýra landinu næsta kjörtímabilið og sú varð raunin. Þjóðarflokkurinn hlýtur 27% af töldum atkvæðum og hefur játað ósigur í kosningunum. Kosningarnar áttu upprunalega að fara fram í september en var frestað um mánuð vegna kórónuveirufaraldursins. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu að morgni að staðartíma og lokuðu klukkan sjö að kvöldi, en Nýja Sjáland er ellefu klukkustundum á undan íslensku klukkunni. Yfir milljón kjósendur höfðu þegar greitt atkvæði utan kjörfundar en utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þann 3. október.
Nýja-Sjáland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira