Sport

Í­þróttir með snertingu leyfðar utan höfuð­borgar­svæðisins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íþróttir verða leyfðar á Akureyri frá og með 20. október. 
Íþróttir verða leyfðar á Akureyri frá og með 20. október.  Vísir/Hulda Margrét

Í nýju minnisblaði heilbrigðisráðherra kemur fram að það megi stunda íþróttir utan höfuðborgarsvæðisins. Taka nýjar reglur gildi þann 20. október.

„Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í meginatriðum þær breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem kveðið verður á um í reglugerð um takmarkanir á samkomum sem tekur gildi þriðjudaginn 20. október. Breytingarnar eru að mestu þær sömu og sóttvarnalæknir leggur til.“

„Ráðherra kynnti breytingarnar og minnisblað sóttvarnalæknis á fundi ríkisstjórnar í dag. Áfram verður kveðið á um strangari takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en gilda á landsvísu. Utan höfuðborgarsvæðisins verður gerð sú meginbreyting að nándarmörk milli einstaklinga verða aukin úr 1 metra í 2,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Þar kemur fram að íþróttaiðkun – einnig sú sem krefst snertingar, eða mikillar nálægðar – verði leyfð. Jafnt innan- sem utandyra.

„Eftirfarandi eru upplýsingar um helstu breytingar sem verða á sóttvarnaráðstöfunum frá og með þriðjudeginum 20. október. Upplýsingarnar eru settar fram með fyrirvara um mögulegar breytingar á útfærslu einstakra þátta í reglugerð sem unnið er að í heilbrigðisráðuneytinu,“ segir einnig í tilkynningunni.

Á höfuðborgarsvæðinu er íþróttaiðkun sem ekki krefst snertingar heimil en fjöldi þátttakenda má að hámarki vera 20 einstaklingar. Tveggja metra nándarmörk skulu virt. Engir áhorfendur mega vera viðstaddir. Æfingar og keppni í íþróttum sem krefjast snertingar verða óheimilar, innan húss og utan, jafnt hjá börnum og fullorðnum.

Tilkynningu heilbrigðisyfirvalda má finna inn í heild sinni inn á veg Stjórnarráðsins.


Tengdar fréttir

HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember

HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×