Býst við að harðra aðgerða verði þörf þar til bóluefni kemur fram Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2020 18:58 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, undirbýr jarðveginn fyrir að grípa gæti þurft oftar til harðra aðgerða jafnvel eftir að núverandi bylgja faraldursins gengur niður í minnisblaði sínu til ráðherra um framhald sóttvarnaaðgerða. Vísir/Vilhelm Íslenskt samfélag þarf að búa sig undir að kórónuveirusmit verði í samfélaginu næstu mánuðina og að líklegt sé að á einhverjum tímapunktum þurfi að beita hörðum aðgerðum til að koma í veg fyrir stóra faraldra, að mati sóttvarnalæknis. Í minnisblaði hans til ráðherra segir hann faraldurinn nú í línulegum vexti en ekki veldisvexti, líklega vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Hertar sóttvarnaaðgerðir sem tóku gildi 6. október vegna hraðrar útbreiðslu faraldursins á höfuðborgarsvæðinu renna út á mánudaginn. Heilbrigðisráðuneytið greindi frá því í dag að aðgerðirnar yrðu áfram í gildi og hertar nokkuð á landsvísu. Frá og með þriðjudegi verði þannig grímuskylda á tilteknum stöðum um allt landið og tveggja metra fjarlægðarregla taki aftur gildi á landsbyggðinni. Þá verður allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar á höfuðborgarsvæðinu stöðvað tímabundið. Endanleg reglugerð um sóttvarnaaðgerðirnar verður kynnt í næstu viku. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, til heilbrigðisráðherra kemur fram að daglegur fjöldi tilfella hafi verið á bilinu 50-100 frá því að gripið var til hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sé faraldurinn í línulegum vexti en ekki veldisvexti. Hann telur líklegt að það muni taka nokkuð lengri tíma en eina til tvær vikur að sjá árangur af aðgerðunum þar sem veiran hafi náð að hreiðra um sig víða í samfélaginu. Hægt muni ganga að ná faraldrinum niður. „Að mínu mati þarf því íslenskt samfélag að búa sig undir að hér verði smit í þjóðfélaginu næstu mánuðina og líklegt að á einhverjum tímapunktum þurfi að beita hörðum aðgerðum til koma í veg fyrir stóra faraldra. Þetta ástand verður að líkindum viðvarandi þar til virkt og öruggt bóluefni verður tilbúið til notkunar sem verður líklega einhvern tíma á næsta ári,“ segir í minnisblaðinu. Telur Þórólfur ráðlegt að halda takmörkunum í gildi næstu tvær til þrjár vikurnar frá 20. október með möguleika á endurskoðun ef áhættumat breytist. „Ég vænti þess að þegar við förum að sjá faraldurinn ganga niður verði hægt að slaka á þeim aðgerðum sem nú eru í gangi. Samkvæmt fyrri reynslu og leiðbeiningum alþjóða stofnana þarf þó að fara með gát í öllum tilslökunum,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýsmituðum gæti fækkað heldur á næstu tíu dögum Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag. 16. október 2020 14:52 Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Íslenskt samfélag þarf að búa sig undir að kórónuveirusmit verði í samfélaginu næstu mánuðina og að líklegt sé að á einhverjum tímapunktum þurfi að beita hörðum aðgerðum til að koma í veg fyrir stóra faraldra, að mati sóttvarnalæknis. Í minnisblaði hans til ráðherra segir hann faraldurinn nú í línulegum vexti en ekki veldisvexti, líklega vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Hertar sóttvarnaaðgerðir sem tóku gildi 6. október vegna hraðrar útbreiðslu faraldursins á höfuðborgarsvæðinu renna út á mánudaginn. Heilbrigðisráðuneytið greindi frá því í dag að aðgerðirnar yrðu áfram í gildi og hertar nokkuð á landsvísu. Frá og með þriðjudegi verði þannig grímuskylda á tilteknum stöðum um allt landið og tveggja metra fjarlægðarregla taki aftur gildi á landsbyggðinni. Þá verður allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar á höfuðborgarsvæðinu stöðvað tímabundið. Endanleg reglugerð um sóttvarnaaðgerðirnar verður kynnt í næstu viku. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, til heilbrigðisráðherra kemur fram að daglegur fjöldi tilfella hafi verið á bilinu 50-100 frá því að gripið var til hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sé faraldurinn í línulegum vexti en ekki veldisvexti. Hann telur líklegt að það muni taka nokkuð lengri tíma en eina til tvær vikur að sjá árangur af aðgerðunum þar sem veiran hafi náð að hreiðra um sig víða í samfélaginu. Hægt muni ganga að ná faraldrinum niður. „Að mínu mati þarf því íslenskt samfélag að búa sig undir að hér verði smit í þjóðfélaginu næstu mánuðina og líklegt að á einhverjum tímapunktum þurfi að beita hörðum aðgerðum til koma í veg fyrir stóra faraldra. Þetta ástand verður að líkindum viðvarandi þar til virkt og öruggt bóluefni verður tilbúið til notkunar sem verður líklega einhvern tíma á næsta ári,“ segir í minnisblaðinu. Telur Þórólfur ráðlegt að halda takmörkunum í gildi næstu tvær til þrjár vikurnar frá 20. október með möguleika á endurskoðun ef áhættumat breytist. „Ég vænti þess að þegar við förum að sjá faraldurinn ganga niður verði hægt að slaka á þeim aðgerðum sem nú eru í gangi. Samkvæmt fyrri reynslu og leiðbeiningum alþjóða stofnana þarf þó að fara með gát í öllum tilslökunum,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýsmituðum gæti fækkað heldur á næstu tíu dögum Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag. 16. október 2020 14:52 Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Nýsmituðum gæti fækkað heldur á næstu tíu dögum Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag. 16. október 2020 14:52
Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22
Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53