Johnson segir litlar líkur á samningi Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2020 15:32 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Breska þingið/Jessica Taylor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretar eigi að undirbúa sig fyrir að vera án fríverslunarsamnings við Evrópusambandið þann 1. janúar. Hann sakar ráðmenn í Brussel um að hafa „yfirgefið“ samningaviðræður við Breta og segir að þeir verði að breyta um stefnu. Annars séu viðræður tilgangslausar. Nái Bretar og ESB ekki saman fyrir áramótin eru líkur á því að breskar birgðakeðjur munu raskast verulega og verð hækka. Það mun jafnvel leiða til mikillar óreiðu þar. Það yrði þá á sama tíma og hagkerfi Bretlands hefur þegar tekið á sig mikið högg vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í yfirlýsingu sagði Johnson í dag að Bretar muni undirbúa sig vel og í kjölfarið muni Bretland vaxa og dafna sem frjáls viðskiptaþjóð sem setji sín eigin lög. Í millitíðinni muni ríkisstjórn hans einbeita sér að því að berjast gegn faraldri nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Ríkisstjórn Johnson hefur gert breytingar á lögum sem eru í tra´ssi við alþjóðalög og og eru í raun breyting á útgöngusamningi sem ríkisstjórn hans var búin að gera við ESB. Johnson fundaði í dag með forsvarsmönnum ESB í gær og heldur hann því fram að sambandið vilji áfram hafa stjórn á lögum Bretlands og fiskimiðum. Það sé óásættanlegt. Hann sakar ESB sömuleiðis um að hafa neitað að semja af fullri alvöru. Eftir leiðtogafund ESB í Brussel í dag voru skilaboðin þaðan að þeir vildu að viðræður héldu áfram. Hins vegar þyrftu Bretar að endurhugsa einhverjar kröfur, samkvæmt frétt Reuters. Í kjölfarið sagði talsmaður Johnson að með þeim yfirlýsingum væri ESB í raun að stöðva viðræðurnar. Leiðtogar ESB eru þó ekki sannfærðir um það að viðræðum sé lokið og telja mögulegt að um samningabragð Breta sé að ræða. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði viðræðurnar ekki hafa strandað á veiðum. Þær hefðu strandað á mun fleiri atriðum en það. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretar eigi að undirbúa sig fyrir að vera án fríverslunarsamnings við Evrópusambandið þann 1. janúar. Hann sakar ráðmenn í Brussel um að hafa „yfirgefið“ samningaviðræður við Breta og segir að þeir verði að breyta um stefnu. Annars séu viðræður tilgangslausar. Nái Bretar og ESB ekki saman fyrir áramótin eru líkur á því að breskar birgðakeðjur munu raskast verulega og verð hækka. Það mun jafnvel leiða til mikillar óreiðu þar. Það yrði þá á sama tíma og hagkerfi Bretlands hefur þegar tekið á sig mikið högg vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í yfirlýsingu sagði Johnson í dag að Bretar muni undirbúa sig vel og í kjölfarið muni Bretland vaxa og dafna sem frjáls viðskiptaþjóð sem setji sín eigin lög. Í millitíðinni muni ríkisstjórn hans einbeita sér að því að berjast gegn faraldri nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Ríkisstjórn Johnson hefur gert breytingar á lögum sem eru í tra´ssi við alþjóðalög og og eru í raun breyting á útgöngusamningi sem ríkisstjórn hans var búin að gera við ESB. Johnson fundaði í dag með forsvarsmönnum ESB í gær og heldur hann því fram að sambandið vilji áfram hafa stjórn á lögum Bretlands og fiskimiðum. Það sé óásættanlegt. Hann sakar ESB sömuleiðis um að hafa neitað að semja af fullri alvöru. Eftir leiðtogafund ESB í Brussel í dag voru skilaboðin þaðan að þeir vildu að viðræður héldu áfram. Hins vegar þyrftu Bretar að endurhugsa einhverjar kröfur, samkvæmt frétt Reuters. Í kjölfarið sagði talsmaður Johnson að með þeim yfirlýsingum væri ESB í raun að stöðva viðræðurnar. Leiðtogar ESB eru þó ekki sannfærðir um það að viðræðum sé lokið og telja mögulegt að um samningabragð Breta sé að ræða. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði viðræðurnar ekki hafa strandað á veiðum. Þær hefðu strandað á mun fleiri atriðum en það.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira