Bent á afglöp Jón Kaldal skrifar 16. október 2020 13:31 Staðreynd: í viðskiptum með eignarhluti í fyrirtækjum sem halda á leyfum til að stunda sjókvíaeldi við Ísland hafa örfáir einstaklingar og félög þeim tengd hagnast um marga milljarða króna á undanförnum árum. Þessum leyfum hefur íslenska ríkið hins vegar úthlutað svo til án þess að greiðsla hafi komið fyrir þau ríkissjóð. Hátt verð fyrirtækjanna, sem náðu að tryggja sér þau, myndast af þeim þekktu markaðskröftum að leyfin eru takmörkuð auðlind og eftirspurnin er meiri en framboðið. Mat markaðarins Alþingismaðurinn fyrrverandi Kristinn H. Gunnarsson sakar - af sinni alkunnu stillingu - Gunnlaug Stefánsson, fyrrverandi presti í Heydölum, um ósannindi í grein hér á Vísi fyrir að benda á þessi afglöp: að afhenda fáum svotil ókeypis afnotarétt á auðlindum almennings, sama rétt þeir hafa svo selt áfram fyrir milljarða króna. Í ásökunum sínum í garð séra Gunnlaugs hengir Kristinn sig í að hér á landi eru leyfin gefin út tímabundið en í Noregi eru ekki tímamörk við útgáfu þeirra. Í báðum löndum eru leyfin háð því að starfsemin sé stunduð eftir lögum og reglum. Ef ekki þá er hægt að fella þau niður. Hér eru þau svo endurútgefin ef eftirlitsstofnanir meta svo að skilyrðum sé fullnægt. Auðvelt er að bera saman hvernig markaðurinn verðmetur leyfin út frá þessum mismunandi aðferðum við útgáfu þeirra. Í stuttu máli breytir þetta engu. Þeir sem eru að kaupa hlut í sjókvíeldisfyrirtækjum hér nota norska verðmatið í þeim viðskiptum. Þannig gerir enginn ráð fyrir að leyfin hverfi eftir 16 ár heldur að þau verði endurnýjuð í önnur 16. Án greiðslu. Leyfin eru sem sagt þau verðmætin sem verið er að greiða fyrir. Í Noregi eru leyfin boðin upp og gríðarlegar upphæðir greiddar fyrir þau. Hér eru leyfin enn afhent fyrir nánast ekki neitt. Misskilningur Kristins Kristinn lætur að því liggja í grein sinni að þau 20 SDR (um 4.000 krónur) sem greitt er fyrir hvert framleitt tonn í sjó á hverju ári, sé endurgjald fyrir leyfin. Það er mikill misskilningur að svo sé. Þetta er upphæð sem sjókvíaeldisfyrirtækjunum er skylt að greiða í Umhverfissjóðs sjókvíaeldisins en meginmarkmið hans „er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis“. Þetta gjald fer sem sagt upp í þann kostnað sem fellur á opinberar stofnanir og eftir atvikum aðra af þessari mengandi starfsemi. Gerum betur Hvernig farið er með aðgang að takmörkuðum auðlindum í eigum almennings er sannarlega sígilt áhyggjuefni. Enn alvarlegra er þó fyrirséður varanlegur skaði á umhverfi og lífríki landsins vegna sjókvíaeldsins. Í skjóli skjótfengins gróða fárra er að vaxa hér starfsemi þar sem mengun er leyft að streyma beint úr netmöskvum sjókvíanna í hafið og eldislax af norskum uppruna ógnar viðkvæmum villtum laxastofnunum landsins. Við verðum að gera betur. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Staðreynd: í viðskiptum með eignarhluti í fyrirtækjum sem halda á leyfum til að stunda sjókvíaeldi við Ísland hafa örfáir einstaklingar og félög þeim tengd hagnast um marga milljarða króna á undanförnum árum. Þessum leyfum hefur íslenska ríkið hins vegar úthlutað svo til án þess að greiðsla hafi komið fyrir þau ríkissjóð. Hátt verð fyrirtækjanna, sem náðu að tryggja sér þau, myndast af þeim þekktu markaðskröftum að leyfin eru takmörkuð auðlind og eftirspurnin er meiri en framboðið. Mat markaðarins Alþingismaðurinn fyrrverandi Kristinn H. Gunnarsson sakar - af sinni alkunnu stillingu - Gunnlaug Stefánsson, fyrrverandi presti í Heydölum, um ósannindi í grein hér á Vísi fyrir að benda á þessi afglöp: að afhenda fáum svotil ókeypis afnotarétt á auðlindum almennings, sama rétt þeir hafa svo selt áfram fyrir milljarða króna. Í ásökunum sínum í garð séra Gunnlaugs hengir Kristinn sig í að hér á landi eru leyfin gefin út tímabundið en í Noregi eru ekki tímamörk við útgáfu þeirra. Í báðum löndum eru leyfin háð því að starfsemin sé stunduð eftir lögum og reglum. Ef ekki þá er hægt að fella þau niður. Hér eru þau svo endurútgefin ef eftirlitsstofnanir meta svo að skilyrðum sé fullnægt. Auðvelt er að bera saman hvernig markaðurinn verðmetur leyfin út frá þessum mismunandi aðferðum við útgáfu þeirra. Í stuttu máli breytir þetta engu. Þeir sem eru að kaupa hlut í sjókvíeldisfyrirtækjum hér nota norska verðmatið í þeim viðskiptum. Þannig gerir enginn ráð fyrir að leyfin hverfi eftir 16 ár heldur að þau verði endurnýjuð í önnur 16. Án greiðslu. Leyfin eru sem sagt þau verðmætin sem verið er að greiða fyrir. Í Noregi eru leyfin boðin upp og gríðarlegar upphæðir greiddar fyrir þau. Hér eru leyfin enn afhent fyrir nánast ekki neitt. Misskilningur Kristins Kristinn lætur að því liggja í grein sinni að þau 20 SDR (um 4.000 krónur) sem greitt er fyrir hvert framleitt tonn í sjó á hverju ári, sé endurgjald fyrir leyfin. Það er mikill misskilningur að svo sé. Þetta er upphæð sem sjókvíaeldisfyrirtækjunum er skylt að greiða í Umhverfissjóðs sjókvíaeldisins en meginmarkmið hans „er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis“. Þetta gjald fer sem sagt upp í þann kostnað sem fellur á opinberar stofnanir og eftir atvikum aðra af þessari mengandi starfsemi. Gerum betur Hvernig farið er með aðgang að takmörkuðum auðlindum í eigum almennings er sannarlega sígilt áhyggjuefni. Enn alvarlegra er þó fyrirséður varanlegur skaði á umhverfi og lífríki landsins vegna sjókvíaeldsins. Í skjóli skjótfengins gróða fárra er að vaxa hér starfsemi þar sem mengun er leyft að streyma beint úr netmöskvum sjókvíanna í hafið og eldislax af norskum uppruna ógnar viðkvæmum villtum laxastofnunum landsins. Við verðum að gera betur. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun