Nýsjálendingar kjósa sér nýtt þing á morgun Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2020 12:43 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og Judith Collins, leiðtogi Þjóðarflokksins, í sjónvarpskappræðunum í gær. Getty/Phil Walter Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum. Skoðanakannanir sem birst hafa síðustu daga benda þó til að nýsjálenskir kjósendur muni veita hinum vinsæla forsætisráðherra umboð til að stýra landinu í þrjú ár til viðbótar. Í þingkosningunum 2017 varð Þjóðarflokkurinn stærsti flokkurinn á þingi, en Verkamannaflokknum tókst hins vegar að safna saman nægilega mörgum þingmönnum til að mynda nýja samsteypustjórn Verkamannaflokksins, Græningja og popúlistaflokksins Nýja-Sjáland fyrst, undir forystu Ardern. Stjórnarflokkarnir þrír eru nú með alls 63 þingmenn af 120. Jafnvel þó að búist sé við að Verkamannaflokkurinn komi til með að fá fleiri atkvæði en síðast er ólíklegt að flokkurinn nái hreinum meirihluta. Er talið líklegast að ný stjórn Verkamannaflokksins verði mynduð með stuðningi Græningja eftir kosningar. Fari svo að Verkamannaflokkurinn og Græningjar nái ekki saman meirihluta kann svo að fara að Þjóðarflokkurinn og hægriflokkurinn ACT myndi saman stjórn. Sé eitthvað að marka skoðanakannanir þykir þó ólíklegt að slíkt raungerist. Mælast Verkamannaflokkurinn og Græningjar saman með 68 þingmenn, en Þjóðarflokkurinn og ACT með 52. Viðbrögð við faraldri í kastljósi Ekki þarf að koma á óvart þá hafa viðbrögð nýsjálenskra stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum verið áberandi í kosningabaráttunni. Ríkisstjórn Ardern lokaði landinu 26. mars vegna faraldursins og hafa smit og dauðsföll af völdum veirunnar verið hlutfallslega fá í landinu, borið saman við flest önnur lönd. Um mánaðarskeið fengu Ný-Sjálendingar einungis að fara út til að versla lyf og matvæli og hreyfa sig utandyra í klukkustund að hámarki. Mesti samdrátturinn frá 1987 Lokun landsins hefur þó að sjálfsögðu haft áhrif á nýsjálenskan efnahag og hefur samdrátturinn verið sá mesti í landinu síðan 1987. Hafa leiðtogar Þjóðarflokksins nýtt sér þá staðreynd í gagnrýni sinni á stjórnarhætti Ardern og segja þeir viðbrögðin hafa verið alltof hörð. Ardern skorti raunsæja og skýra áætlun í efnahagsmálum. Alls hafa innan við tvö þúsund manns greinst með kórónuveiruna á Nýja-Sjálandi frá upphafi faraldursins. Alls eru nú fjörutíu í einangrun og eru um fjörutíu dauðsföll rakin til Covid-19. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Aflétta takmörkunum í stærstu borg Nýja-Sjálands Íbúar Auckland, stærstu borgar Nýja-Sjálands, þurfa ekki lengur að huga að fjarlægðarreglum á börum og veitingastöðum þegar slakað verður á sóttvarnaraðgerðum þar í vikunni. 5. október 2020 10:24 Nýsjálendingum brátt heimilt að heimsækja Ástralíu Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að innan tíðar verði Nýsjálendingum heimilt að heimsækja Ástralíu en löndin tvö hafa svo gott sem lokað landamærum sínum í kórónuveirufaraldrinum. 2. október 2020 08:19 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Sjá meira
Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum. Skoðanakannanir sem birst hafa síðustu daga benda þó til að nýsjálenskir kjósendur muni veita hinum vinsæla forsætisráðherra umboð til að stýra landinu í þrjú ár til viðbótar. Í þingkosningunum 2017 varð Þjóðarflokkurinn stærsti flokkurinn á þingi, en Verkamannaflokknum tókst hins vegar að safna saman nægilega mörgum þingmönnum til að mynda nýja samsteypustjórn Verkamannaflokksins, Græningja og popúlistaflokksins Nýja-Sjáland fyrst, undir forystu Ardern. Stjórnarflokkarnir þrír eru nú með alls 63 þingmenn af 120. Jafnvel þó að búist sé við að Verkamannaflokkurinn komi til með að fá fleiri atkvæði en síðast er ólíklegt að flokkurinn nái hreinum meirihluta. Er talið líklegast að ný stjórn Verkamannaflokksins verði mynduð með stuðningi Græningja eftir kosningar. Fari svo að Verkamannaflokkurinn og Græningjar nái ekki saman meirihluta kann svo að fara að Þjóðarflokkurinn og hægriflokkurinn ACT myndi saman stjórn. Sé eitthvað að marka skoðanakannanir þykir þó ólíklegt að slíkt raungerist. Mælast Verkamannaflokkurinn og Græningjar saman með 68 þingmenn, en Þjóðarflokkurinn og ACT með 52. Viðbrögð við faraldri í kastljósi Ekki þarf að koma á óvart þá hafa viðbrögð nýsjálenskra stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum verið áberandi í kosningabaráttunni. Ríkisstjórn Ardern lokaði landinu 26. mars vegna faraldursins og hafa smit og dauðsföll af völdum veirunnar verið hlutfallslega fá í landinu, borið saman við flest önnur lönd. Um mánaðarskeið fengu Ný-Sjálendingar einungis að fara út til að versla lyf og matvæli og hreyfa sig utandyra í klukkustund að hámarki. Mesti samdrátturinn frá 1987 Lokun landsins hefur þó að sjálfsögðu haft áhrif á nýsjálenskan efnahag og hefur samdrátturinn verið sá mesti í landinu síðan 1987. Hafa leiðtogar Þjóðarflokksins nýtt sér þá staðreynd í gagnrýni sinni á stjórnarhætti Ardern og segja þeir viðbrögðin hafa verið alltof hörð. Ardern skorti raunsæja og skýra áætlun í efnahagsmálum. Alls hafa innan við tvö þúsund manns greinst með kórónuveiruna á Nýja-Sjálandi frá upphafi faraldursins. Alls eru nú fjörutíu í einangrun og eru um fjörutíu dauðsföll rakin til Covid-19.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Aflétta takmörkunum í stærstu borg Nýja-Sjálands Íbúar Auckland, stærstu borgar Nýja-Sjálands, þurfa ekki lengur að huga að fjarlægðarreglum á börum og veitingastöðum þegar slakað verður á sóttvarnaraðgerðum þar í vikunni. 5. október 2020 10:24 Nýsjálendingum brátt heimilt að heimsækja Ástralíu Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að innan tíðar verði Nýsjálendingum heimilt að heimsækja Ástralíu en löndin tvö hafa svo gott sem lokað landamærum sínum í kórónuveirufaraldrinum. 2. október 2020 08:19 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Sjá meira
Aflétta takmörkunum í stærstu borg Nýja-Sjálands Íbúar Auckland, stærstu borgar Nýja-Sjálands, þurfa ekki lengur að huga að fjarlægðarreglum á börum og veitingastöðum þegar slakað verður á sóttvarnaraðgerðum þar í vikunni. 5. október 2020 10:24
Nýsjálendingum brátt heimilt að heimsækja Ástralíu Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að innan tíðar verði Nýsjálendingum heimilt að heimsækja Ástralíu en löndin tvö hafa svo gott sem lokað landamærum sínum í kórónuveirufaraldrinum. 2. október 2020 08:19